Úrval - 01.04.1954, Blaðsíða 11

Úrval - 01.04.1954, Blaðsíða 11
HINAR LITPRÚÐU MEYJAR TAHITI 9 allt frá Diderot til síðustu kvik- myndanna frá Suðurhafseyjum ? Mér er nær að halda, að Henri Riviére, sem kom til Tahitil870, hafi hitt naglann á höfuðið þeg- ar hann skrifaði: „Skáldin hafa lofsungið Tahitistúlkuna — sem þeir hafa aldrei séð. Sæfarend- urnir krýndu hana lárviði eftir langa sjóferð — sem er fyrir- gefanlegt.“' Hin hefðbundna skoðun á ó- mótstæðilegri fegurð Suðurhafs- stúlkunnar byggist á þeim ó- traustasta vitnisburði sem hugs- azt getur: vitnisburði karl- manna, sem voru langsoltnir, andlega og líkamlega, manna, sem ekki höfðu séð konu í hálft eða heilt ár, og þá síðast kannski hinar tröllslegu ófreskjur í Pata- góníu eða á Tasmaníu. Áhrifin af fyrstu kynnum sæ- farans af strápilsi voru oft bros- leg í barnalegri rómantík sinni. Hlustið bara á mjúklátt kurrið í hinum hélugráa sægarp Benja- min Morrell — Villta Ben eins og hann var kallaður — þegar hann minnist þess sem kom fyr- ir hann á Karólínaeyjunum: , ,Konan hans gaf mér litla f esti úr villtum blómum sem hún hafði verið að flétta; og eins og hér hefði verið um fyrirfram ákveð- ið merki að ræða, komu tvær yndislegar stúlkur, naktar eins og þegar þær komu úr móður- kviði, hlaupandi út úr skógar- þykkninu, hvor með sitt tákn um blíðu, sem þær buðu mér með töfrandi látbragði. . . Þess- ar stúlkur voru sextán eða seytj- án ára, með augu eins og í gas- ellu, tennur eins og fílabein og þá fíngerðustu andlitsdrætti sem ég hef nokkurn tíma séð. Þær voru um fimm fet á hæð, með smáar hendur og litla fætur; höfuðið var lítið, hárið svart og sítt, og augun! — þau tindr- uðu eins og tinnuperlur í fljót- andi emaille! Þær höfðu litlar, bústnar kinnar, smágerða höku og mátulega þykkar varir fyrir mjúkan koss. Hálsinn var grann- ur, ég held ég hefði getað spann- að nakið mitti þeirra með báð- um höndum. Þær voru fagur- limaðar, barmurinn hvelfdur og brjóstin stinn. ímyndunaraflið verður að ljúka þessari töfrandi mynd: ég ætla aðeins að bæta við skugganum — hörund þeirra bar ljósan koparlit." Kynni Ben Morrells af fyrstu konunum, sem hann hitti eftir margra mánaða sjóvolk, varð að sjómannssögu, sem borizt hefur frá lúkarnum til bókmenntanna og þaðan í kvikmyndaverin. Það sem Morrell sá koma út úr skóg- arþykkninu á paradísareyju sinni var ekki Suðurhafsstúlkan eins og hún er í raun og veru, heldur andleg formóðir Doro- thy Lamour og Ester Williams, glansmyndamær kóralhafsins, sú konumynd sem hvað lengst hefur haldið velli í hugmynda- heimi hins hvíta manns. Það er sérkenni á endurmmn- ingu Morrells, að hann sér stúlk- urnar naktar, og einmitt þannig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.