Muninn

Árgangur

Muninn - 01.09.2014, Blaðsíða 20

Muninn - 01.09.2014, Blaðsíða 20
Minni karla Á árshátíðinni flutti ég minni karla, rœðu sem ekki öllum líkaði, þá sérstaklega ekki þeim sem eru eldri en við nemendur MA. Mánudaginn eftir árshátíðina ákvað ég, í samráði við skólayfirvöld, að biðjast afsökunar á rœðunni á sal í Kvosinni. Eftir afsökunarbeiðnina færði ég rök fyrir því af hverju ég samdi svona ræðu og hérfyrir neðan má lesa þau. Það er ótrúlegt hversu mikið feimnismál kynlíf og kynfæri virðist vera. Þetta er eitthvað sem á að vera hægt að ræða um opinberlega án þess að það sé litið hornauga.Við eigum ekki að halda þessari umræðu á bakvið lokaðar dyr og það ætti ekki að fara fyrir brjóstið á fólki að talað sé opinberlega um kynlíf, því þetta er jú ástæðan fyrir því að við erum öll hér. Enginn málstaður nær framgangi nema að athygli sé vakin á honum. Ég fékk það verkefni fyrir stuttu að flytja minni karla á árshátíðinni. Það sem ég ákvað og gerði, var að halda ræðu sem gekk ekki út á að niðurlægja heldur snérist hún einfaldlega um kynlíf og samskipti milli kynjanna. Ég ákvað að skrifa ræðuna mína út frá femínísku sjónarhorni með kaldhæðnu ívafi sem margir hafa kannski ekki gert sér grein fyrir. Það eina sem ég gerði var að segja sannleikann. Ég talaði um hlut sem flest allt mannkynið stundar og myndi maður því halda að það ætti ekki að vera feimnismál, en því miður er það ennþá tabú að tala um kynlíf og allt sem því tengist. Afleiðingar þess eru m.a. þær að unglingar sem eru að stíga sín fyrstu skref í kynlífi vita einfaldlega ekki við hverju þeir eiga að búast og leita þar at leiðandi á röngum stöðum að fyrirmyndum og ég held að þið vitið öll hvað^ „ n ég á við. , "'N’t' í aldaraðir hefur verið sú pressa á stelpum að y * þær þurfi að vera teprur, rétt eins og strákar mega ekki sýna tilfinningar. Ég fann einmitt fyrir þessari pressu sjálf þegar ég fékk ótal ábendingar um að ^ breyta ákveðnum orðum með gælunöfnum í ræðunni minni, einfaldlega vegna þess að fólk er ekki vant því að heyra þessi orð koma frá stelpum. Réttara sagt voru þetta ekki nokkur orð heldur bara eitt, orðið píka. Þetta er einungis líkamspartur alveg eins og höndin mín eða munnurinn minn. í gamla daga var þetta talið niðurlægjandi orð og óviðeigandi að segja það upphátt, er það eitthvað sem við viljum halda í? Er í lagi að orð yfir líkamspart kvenna sé orðið að blótsyrði eins og píka virðist vera orðið. Eigum við ekki frekar að tala um þetta sem jákvæðan hlut í stað þess að hræðast hann. Ég var einfaldlega að reyna að brjótast úr þeirri staðalímynd að stelpur þurfi að vera teprur, ég ætlaði ekki að halda þeirri ímynd við. Einnig langar mig að nefna að ég fékk engar athugasemdir um að breyta orðinu pungur í eitthvað annað en það er og fannst mér því ekkert jafnrétti felast í því að þurfa gælunafn fyrir kvenmannskynfæri en ekki karlmanns. Sennilega var árshátíðin hvorki rétti staðurinn né stundin til að flytja svona opinskáa rœðu eins og rœðan mín var þar sem árshátíðin tengist 1. desember. Hann er mikilvœgur dagur í sögu okkar íslendinga og margir bera miklar tilfinningar til hans. ' ’ %.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.