Muninn - 01.09.2014, Blaðsíða 85
Ég kom síðastliðinn ágúst til Japan og bjó mig undir að búa
hér í sex mánuði. Hingað er ég komin til þess að kynnast
japanskri menningu, samlagast samfélaginu og gera mitt
besta til að læra tungumálið, sem hefur verið merkileg
reynsla. Fyrstu vikurnar dvaldi ég á Oshima sem er eyja
rétt hjá Tókýó. Þar aðstoðaði ég við að setja upp listahátíð.
Eyjan er lítil en falleg, fullkominn staður að vera á í 35 stiga
hita. Þaðan fór ég til Tókýó, þar sern við leigjum lítið hús í
norðurhluta borgarinnar. Fyrsta kvöldið sem við gengum um
miðbæ Tókýó fékk ég hamingjuáfall, tilhugsunin um að fara
að búa í þessari miklu borg í hálft ár var ólýsanleg. Ég brosti
breitt og tárin runnu niður kinnarnar. Litla ég í stóru Tókýó,
umkringd öllum svörtu kollunum.
Til að byrja með var allt mjög flókið, stórt og mikið.
Ég var dolfallin, ljósin endurspegluðust í augunum og mér
fannst lestarkerfið óyfirstíganlegt líkt og stærðfræðidæmi.
Tungumálið skall á mér eins og brimið á klettunum heima.
Þetta var samt sem áður allt fljótt að koma og áður en ég vissi
af var ég farin að geta tekið lestir ein og átti ekki í neinum
vandræðum með það. Ég var meira að segja farin að geta
bjargað mér sjálf úti í búð.
Það er merkilegt að fylgjast með hvernig sjónarhorn
Að búa í Tókýó er frábært, borgin er einstaklega hrein og
falleg. Það kemur alveg óstjórnlega á óvart hvernig 35
milljón manna borg (úthverfi meðtalin) getur verið svo
snyrtileg að ekki finnist arða af rusli á götum hennar. Fólkið
hér er fullkomlega meðvitað um eigið rusl og að það sé
ábyrgt fyrir því. Þetta hreif mig svakalega, og vildi ég óska
að þjóðir heimsins myndu taka þetta sér til fyrirmyndar.
Það sama gildir um allt landið, sveitirnar og þorpin hér, sem
eru merkilega ólík borgunum. Hrísgrjónaakrarnir ná inn í
miðja bæi, göturnar eru svo þröngar að maður skilur ekki
hvernig tveir bílar geta mæst á þeim. Fólkið lifir í takt við
sólarupprás og sólsetur og reykjarstrókar stíga upp hér og
þar upp í fjöllunum en þallendið í Japan er alveg einstakt.
Það eru bæði lítil og stór þöll þakin trjám hvert sem litið er
og hrannast þau upp hvert ofan í annað þannig úr fjarska
mynda þau einskonar bláskuggaveröld. Ekki skemmir fyrir
að ótrúlega víða má finna jarðhitasvæði þar sem Japanar hafa
hlaðið grjótlaugar eða onsen. Heimafólk notar þessar laugar
daglega. Onsen í fjallshlíð með æðislegu útsýni eða inni í
miðjum bambusskógi er dásamleg upplifun.
Jú þetta er allt ekl-cert nema dásamleg upplifun sem ég
er einstaklega þakklát fyrir að hafi orðið að veruleika, enda
manns breytist gagnvart öllu því daglega, smám saman
verður allt hversdagslegt og jafnvel sjálfsagt fyrir manni.
Einmitt hlutirnir sem voru svo óskiljanlegir þegar ég kom
fyrst, þegar ég leit á hlutina með augum ferðamannsins. Að
verða hluti af samfélagi felst að miklu leyti í því að breyta um
^garfar eða eins og vinur minn komst að orði „að setja hér
á sig japanska hausinn”, setja sig í spor Japana og breyta og
framkvæma í samræmi við það. En á þann hátt kynnistu og
skitarfHn raun og veru það sem á sér stað, bæði í samfélaginu
daglegum samskiptum.
I
m
m
n
w
■ —
-
• »i o
ttiZJ nQrri
i 19 “
» tSW °
! #
zzr„ nqnv
' ZJ O i
L ' \\ '•
I w
var það mikil vinna. Japansferðin var fjarlægur draumur fyrir
ári en nú er ég flækt inn í honum miðjum að vonast til þess
að síðustu mánuðirnir líði ekki of liratt. Svona tækifæri er eitt
það verðmætasta sem verður á vegi manns í lífinu, gríptu það.
Þessi dvöl hefur haft milcil áhrif á mig/og valdið breytingum
sem munu vara að eilífu. ittér er ég á réttum stað og stund
í lífinu. Japan. Hinum m®n á hnett^y^. Framandi. En
heima.
fj - 3
i
I
I
«2T
m
2 F