Muninn

Árgangur

Muninn - 01.09.2014, Blaðsíða 22

Muninn - 01.09.2014, Blaðsíða 22
Jónatan hét maður. Óttalaus var hann og kjarkaður. Næstum jafn óttalaus og þeir sem var búið að íjarlægja óttagenið úr. Mikið vildi ég að ég væri eins og hann. Ábyrgur og duglegur. Rannsóknir hafa hinsvegar sýnt að það verð ég aldrei. Homo sapiens hefur ekki getuna til þess að verða eins og hann er. Ég er því miður sjálfur Homo sapiens og er ég því bundinn takmörku- num tegundar minnar. Draumur minn mun því líklega aldrei rætast og þykir mér það miður. Ingibjörg segir mér að hætta að hugsa um hann. „Nákvæmlega hvernig á ég að fara að því?“ spyr ég hana þá oft. „Notaðu bara öfundsýkiseyðinn1 segir hún mér þá venjulega. Svakalega vildi ég stundum að ég hefði einhvern tímann notað þetta lyf sem á að eyða öfundsýki en málið er að ég vil helst ekki byrja að nota tilfinningastjórnunarlyf því að þá er ég hræddur um að missa alveg stjórn á mér og missa mína mannlegu eiginleika. Olga vinkona mín varð til dæmis háð ýmsum tilfinningaeyðum og er hún núna algerlega óstarfhæf að öllu leyti. Nema þá kannski þegar kemur að því að sauma. Saumavinna er eitthvað sem hún gæti aldrei hætt. Kannski myndi það sama koma fyrir mig og kom fyrir Olgu og er ég því ekki reiðubúinn að taka áhættuna. Ég óska þess samt stundum að ég gæti bara stjórnað tilfinningum mínum sjálfur, svona eins og ég veit að Jónatan getur. Líklega er þetta samt rétt hjá Ingibjörgu. Kannski væri bara best að taka þetta lyf. Skaðinn yrði líkast til enginn ef ég færi varlega. Pakkinn sem ég held á gefur skyndilega frá sér hljóð og gerir mér bilt við. Jónatan hefði ekki brugðið. Aðalvandamálið með það að ganga með svona palcka eru þessi hljóð sem þeir eiga til að gefa frá sér af engri góðri ástæðu. Líka þegar maður á að vera búinn að slökkva á þeim. Dótakassar eru já vesen. Þeir eru alveg geðveikt mikið vesen. Einn daginn mun svona kassi hræða úr mér líftóruna. En eltki í dag. I dag mun þessi kassi eklci hræða líffóruna úr mér heldur meira svona taka líftóruna úr öðrum. Því að það er nefnilega ekkert dót í þessum dótakassa heldur öflug sprengja. Ég er að fara að sprengja upp höfuðstöðvarnar hjá klónun- arstofnuninni. Jónatan sagði mér að gera það. Ég geri allt sem hann biður mig um. Enda er hann fullkominn. Ég veit eklci alveg af hverju ég á að sprengja hana upp. Jónatan sagði eitthvað um að ldónunarstofnunin væri ill stofnun sem væri að reyna að taka yfir landið. Ég var ekki alveg að hlusta á hann þegar hann talaði. Ég var of upptekinn við að horfa á þessar fallegu varir sem ég vildi að ég hefði líka. Ég vissi samt að hann hlyti að vera að segja eitthvað af viti. Ég meina, hann er nú einu sinni Homo superior, genabreytt endurgerð af manninum sem er betri en Homo sapiens á alla vegu og út af því að þeir skara fram úr á öllum sviðum þá ráða þeir að sjálfsögðu öllum ríJdsstjórnum, öllum fyrirtækjum og í rauninni bara öllu. Fyrir mörgum árum var byrjað að bæta mannkynið með er- fðabreytingum. Með tímanum urðu breytingarnar svo miklar að byrjað var að tala um nýja tegund. Sumir vildu þó elcki ganga í gegnum genabreytingarnar og héldu áfram að vera Homo sapiens. Svoleiðis var það til dæmis með forfeður mína og ég hata þá ennþá fyrir það. Þeir hefðu átt að hugsa meira út í framtíðarkynslóðir. Þeir hefðu átt að menga minna. Núna búum við við mun minni lífgæði því að þau notuðu mest af auðlindu- num. Sumir hafa það þó betra en aðrir. Til að mynda allir sem eru af tegundinni Homo superior og svo einhverjir sem eru af lélegu gerðinni eins og ég. Ég hef það til að mynda fínt. Fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.