Muninn - 01.09.2014, Blaðsíða 21
Minni kvenna
Það hefur varla farið framhjá neinum að í október síðastliðnum
varð Malala Yousafzay yngsti viðtakandi í gjörvallri sögu
friðarverðlauna nóbels. Malala er 17 ára pakistönsks baráttuhetja.
Ég er 18 ára íslenskur mömmustrákur. Ég fæ að minnsta kosti
pínu minnimáttarkennd þegar ég ber afrek mín saman við afrek
hennar. Þegar hún var 11 ára bloggaði hún undir dulnefni fyrir BBC.
Þegar ég var 7 ára lenti ég í öðru sæti í öskudagsbúningakeppni á
Svalbarðseyri. Ég mætti sem töffari.
í október 2012 var Malala skotin þrívegis af herskáum
talibönum og í kjölfarið barðist hún fyrir lífi sínu og hefur síðan
þá náð ótrúlegum bata. í maí 2011 brákaði ég á mér handlegginn
í skotbolta og þurfti að vera í gipsi í heila viku. Ég náði sömuleiðis
undraverðum bata á endanum.
En það sem ég er að reyna segja er að Malala Yousafzayer
vægast sagt mögnuð manneskja. Og það er ekki bara baráttuandi
og eiginleikinn til að ná skjótum bata sem við eigum sameiginlegt.
Ég og hún deilum nefnilega þeirri skoðun að bæði kynin eigi að
fá nákvæmlega sömu tækifæri í lífinu. Og það er kannski
þessvegna sem mér gekk brösulega, að minnsta kosti til að
byrja með, að semja þessa ræðu.
Ég gæti tiltölulega auðveldlega fylgt í fótsport margra
forvera minna sem flestir hafa sagt eitthvað á þessa leið:
“Elvað er frétta með það að stelpur fari alltaf í hópum
saman á klósettið? Hvað eruð þið að gera þarna .ss
mm? og afhverju eru þið alltaf svona pirraðar? en —
hey takk fyrir að þola okkur, ég elska ykkur” En
raunin er sú að það er ekkert þreyttara en þessi
klisjuofnotkun.
Fátt fer meira í taugarnar á mér en þessi
endalausa þörf samfélagsins fyrir að setja
kynjastimpla á allt. Ekki bara á föt, leikföng og aðra ^
efnislega hluti, heldur á tilfinningar og framkomu líka. |
Þá á ég sérstaklega við allar þessar gömlu, asnalegu
klisjur sem ég nefndi áðan um að einhverskonar ^ .
hegðun tilheyri þessu eða hinu kyninu, t.d. að strákar 'iÉY -
megi ekki sýna tilfinngar.
EF ÉG VIL FARA AÐ GRÁTA ÞEGAR BEYONCE
TEKUR SEINASTA HÁA TÓNINN f HALO, EÐA
ÞEGAR CARRIE OG AIDAN HÆTTA SAMAN í SERÍU
3 AF SEX AND THE CITY ÞÁ MÁ F.G ÞAÐ BARA.
(týpísk Carrie).
Og að sama skapi, ef einhver kona vill segja að
Liverpool hafi verið að gera mistök með því að borga 16
milljónir fyrir Balotelli, þá er henni það blessunarlega
velkomið. En það sem við skulurn öll reyna að forðast
er að nota asnalega frasa eins og “hættu að láta eins og
algjör stelpa” eða “taktu þessu eins og maður”. Það er
svo fáránlegt að slíkt skuli viðgangast enn í dag.
Innihald þessarar ræðu er því eins og fyrr segir frekar
óvenjulegt, miðað við ræður fyrri ára og fyrirmælin sem ég fékk,
en það er bara ekki séns að ég taki þátt í því að styðja við óhollar
staðalímyndir um hegðun kynjanna. Ég þekki stráka sem hafa
eytt heilu dögunum í náttubuxunum einum fata að borða Brynjuís
og horfa á Grey's effir sambandsslit. Ég þekki líka alveg stelpur
sem taka meira í bekk en ég. Ókei, slæmt dæmi, það er reyndar
bara af því að ég er sulta, en það breytir því ekki að það er ekkert
að hægt að kasta einhverju neti yfir heilt kyn og ætlast svo bara til
þess að við getum sagt til um nákvæmt hegðunarmynstur þeirra.
Mér finnst þetta ekkert sérstaklega flókið. Við erum öll
mismunandi, við búum öll yfir flóknum tilfinningum og
hugsunum. Það að ætlast til þess að við högum okkur nákvæmlega
eins og kynsystur okkar eða -bræður er barnalegt viðhorf.
Að draga ályktanir útfrá kyni, eins og t.d. að engin stelpa
kunni að bakka í stæði bara útaf því að mamma þín er léleg í því,
getur nefnilega verið alveg jafn heimskulegt og að draga ályktanir
útfrá kynþætti, kynhneigð eða stjörnumerki þessvegna. Hérna
er t.d. dæmi um stjörnuspá fyrir einhvern fæddan 20. apríl:
Þegar tekið er tillit til fæðingardags þíns er það á hreinu að þú ert
ævintýragjarn, bjartsýnn og Ijúfur persónuleiki, það kemur því
ekki á óvart að þú býrð yfir óbilandi jákvæðni. Hitler var
fæddur 20. apríl.
ý Þið sjáið hvað ég er að meina, það er ekki mark á
þessu takandi, ekki frekar en á flestum staðalímyndum
sem snúa að hegðun kynjanna.
Þessi heíð, að hafa Minni karla og Minni kvenna,
er á vissan hátt úrelt, að minnsta kosti í þeirri mynd
sem hefur viðgengist undanfarið. Það að skjóta bara á
yfirborðskennda eiginleika hins kynsins er löngu orðið
J: þreytt- ^vo ég ætla ekki einu sinni að leggjast svo lágt.
Konur: Þið eruð margar hverjar frábærar, yndislegar
■ og ljúfar. Þið eruð líka margar hverjar alveg ógeðslega
leiðinlegar. En fyrir mér eru þið yndislegar manneskjur, já
eða þá leiðinlegar manneskjur. Það skiptir ekki öllu, það sem
skiptir höfuðmáli er að þessir eiginleikar ykkar gjörsamlega
óháðir því hvort þið fæddust með typpi eða ekki.
Við erum öll svo ólík, getum við vinsamlegast hætt að
alhæfa hitt og þetta um kynin, það er löngu kominn tími til
að hætta því.
Gangið hægt um gleðinnar dyr, takk kærlega fyrir mig.