Austurland - 08.11.2018, Blaðsíða 4

Austurland - 08.11.2018, Blaðsíða 4
4 8. nóvember 2018 Sameining sveitarfélaga snýst ekki bara um hagræðingu Hafnar eru óformlegar viðræður um sameiningu Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðarhrepps. Sameinað sveitarfélag myndi telja tæplega 5.000 íbúa.Vopnafjarðarhreppur er ekki með og verður svolítið á hlíðarlínunni ef þessi sameining verður að veruleika, með svipaðan íbúafjölda og Fjarðabyggð. Kannski líta Vopnfirðingar hýrari augum til sameiningar við Langanesbyggð eða Norðurbyggð, eða jafnvel til beggja þessara sveitarfélaga. Það sama á við um Fljótsdalshrepp. Nýleg könnun á Austurlandi benti til þess að talsverður vilji væri fyrir sameiningu meðal íbúa þessara sveitarfélaga, og mun meiri en í Fljótsdalshreppi og Vopnafirði. Á grundvelli niðurstaðna þeirrar könnunar er núna verið að tala saman. Fyrir allmörgum árum var talað um að sameina Austurland í eitt sveitarfélag. Þetta er áfangi í þá átt, en heldur þokast hann hægt. Sameining snýst ekki eingöngu um fjárhagslega hagræðingu heldur ekki síður um aukna þjónustu við íbúanna, ekki síst hjá minnstu sveitarfélögunum, Borgarfjarðarhreppi og Djúpavogshreppi. Fulltrúar Djúpavogshrepps, Hornafjarðar og Skaftárhrepps ræddu formlega um sameiningu á síðasta kjörtímabili enekkert varð af því, ekki síst vegna þess að íbúar Djúpavogshrepps sæki mun meiri þjónustu til Fljótsdalshéraðs en Hornafjarðar. Kannski er þrýstingur á að hefja þessar umræður nú vegna þess að sveitarstjórnarráðherra hefur sagt að muni minnstu sveitarfélög landsins ekki sameinast nágrannasveitarfélögum verði að gera það með valdboði. Betra er augljóslega að sveitarstjórnirnar eigi valið sjálfar. Jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs Margt athyglisvert var samþykkt á nýafstöðnu ASÍ­þingi, m.a. var þar krafist samfélags þar sem ríkir jafnvægi á milli atvinnuþátttöku, fjölskylduábyrgðar og einkalífs. Samþætting atvinnuþátttöku og einkalífs er talin nauðsynleg forsenda ásættanlegra starfsskilyrða og þeirra lífsgæða sem allt launafólk á kröfur til í aðdragana kjarasamningaviðræðna í byrjun næsta árs. Vaxandi fjöldi launafólks stendur ekki undir álagi, hraða og kröfum nútímavinnumarkaðar. Samhliða glímir launafólk við krefjandi verkefni við umönnun barna, maka og foreldra. Þetta á við um ungt fólk sem tekst á við krefjandi störf og fjölskylduábyrgð og þau sem eldri eru og mæta þurfa breytingum í starfi og nýjum kröfum. Komandi kjaraviðræður verða augljóslega erfiðar og ekki eru miklar líkur á því í dag að krafan um 425.000 króna lágmarkslaun nái fram að ganga á þremur árum. Sumir verkalýðsforingjar eru að vakna til meðvitundar um að bætt skilyrði fyrir ungt fólk til að eignast þak yfir höfðuð á mannsæmandi kjörum er sterkari og líklegra að verði samþykkt en beinar krónutöluhækkanir. Nú er árið 2018 og löngu orðið tímabært að komst að samkomulagi við atvinnurekendur og ríkisvaldið um rammasamkomulag um sveigjanleg starfslok sem taki tillit til ólíkra þarfa einstaklinga og aðstæðna á vinnumarkaði. Vilji Íslendingar búa í eftirsóttu þjóðfélagi er krafan sjálfsögð. Geir A. Guðsteinsson ritstjóri LEIÐARI 14. tölublað, 7. árgangur Útgefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54 , 103 Rvk. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang, amundi@fotspor.is. Auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 840 9555 & netfang: geirgudsteinsson@simnet.is. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa PDF: www. fotspor.is. Fríblaðinu er dreift í 5.500 eintökum á öll heimili og fyrirtæki á Austurlandi. Sveitar fé lagið Fjarða byggð veitti ný lega í þriðja sinn um hverfis­ viður kenningu, fyrir snyrti­ legustu lóð í þétt býli og lóð fyrir tækis. Af ending viður kenninga fór fram í Safna húsinu í Nes kaup stað. Aug lýst var í tví gang eftir til nefningum íbúa um snyrti legustu lóðina í þétt býli og dreif ýli og snyrti legasta at vinnu­ svæðið og bárust ellefu til nefningar. Fag nefnd skoðaði þær allar og gaf hverri lóð fyrir sig ein kunn sem var gefin út frá hinum ýmsu þáttum s.s. skipu lagi, um hirðu, tegunda sam­ setningu, snyrti mennsku, við halds­ kröfum o.m.fl. Við dóms mat á til nefndum lóðum einka aðila og fyrir tækja kom upp sú staða að tvær einka lóðir voru jafnar að stigum og hljóta þær því báðar um­ hverfis viður kenningu Fjarða byggðar í ár. Engin til nefning barst um snyrti­ legustu lóð í dreif ýli og því var ekki veitt viður kenning í þeim flokki. Um hverfis viður kenning Fjarða­ byggðar 2018, einka lóð: Blómstur­ vellir 33, Nes kaup stað, eig endur Erna Guð jóns dóttur og Kristinn Þór Ingvars son. Í um sögn segir að í haust skrúðanum sé garðurinn eins og fegursta mál verk. Um hverfis viður kenning Fjarða­ byggðar, einka lóð: Blómstur vellir 45, Nes kaup stað, eig endur Sigur borg Kristins dóttir og Tómas R. Zoéga. Í um sögn segir að pallur og gróður­ svæði gefi garðinum ævin týra blæ. Um hverfis viður kenning Fjarða­ byggðar 2018, fyrir tæki: Ferða­ þjónustan Mjó eyri Strand götu á Eski firði, eig endur Berg lind Steina Ingvars dóttir og Sæ var Guð jóns son. Í um sögn um Mjó eyri segir að Ferða­ þjónustan á Mjó eyri nái að fanga staðar andann, svæðið allt tóni vel við gamla hluta Eski fjarðar bæjar. Umhverfisviðurkenning Fjarðabyggðar 2018 Borgar línan léttir þrýsting á að Reykja víkur- flug völlur fari Sigur borg Ósk Haralds dóttir, for maður skipu lags­ og sam­ göngu ráðs Reykja víkur borgar, segir að minni þrýstingur verði á að fjar læga Reykja víkur flug völl úr Vatns­ mýri nú þegar Borgar línan sé komin í ferli. Með upp byggingu borgar­ línu opnist fyrir mikla upp byggingu á öðrum svæðum en Vatns mýrinni. Á ætlað er að fyrsti leggur Borgar­ línunnar muni liggja frá Hlemm, eftir Suður lands braut og upp á Ár­ túns höfða. Sam hliða þessu skipu lagi er mikil í búða upp bygging á ætluð á Suður lands braut, í Voga hverfinu, Skeifunni og á Ár túns höfða. „Við erum að tala um gríðar legt magn af upp byggingu á þessum eina legg af Borgar línu. Borgar línan er líka hús­ næðis verk efni. Þegar við náum að tengja upp á Ár túns höfða, sem er þetta stóra upp byggingar svæði, plús allt hitt, þá léttir það á þrýstinginn á flug vellinum,“ segir Sigur borg. Það ætti að gleðja þá lands byggðar menn sem hafa barist fyrir á fram haldandi veru Reykja víkur flug vallar. ,,Borgar lína er heildar almennings­ sam gangna kerfi fyrir allt höfuð­ borgar svæðið en Borgar línan er líka hús næðis verk efni. Það sem verður fyrst farið í er leggurinn sem liggur beinast við, það er leiðin frá Hlemm og eftir allri Suður lands brautinni og upp á Ár túns höfða. Upp á Ár­ túns höfða er gert fyrir upp byggingu í búða fyrir fyrir 5.600 manns. Það er gríðar lega stórt upp byggingar svæði, plús Voga byggðin, Skeifan og Suður­ lands brautin þar sem verður einnig mikil aukning á í búðum. Þannig að við erum að tala um gríðar legt magn af upp byggingu á þessum eina legg af Borgar línu. Þegar við náum að tengja sam göngu línu með fram þessu stóra upp byggingar svæði léttir það á þrýstinginn á flug vellinum. Helsta for senda fyrir því að byggja upp þar sem flug völlurinn í Vatns mýri er í dag er sú að við viljum ná þessa sjálf æra skipu lagi, að fólk geti nýtt sér vist væna sam göngu máta.“ segir Sigur borg. Borgar lína í fram kvæmd 2020 Sigurður Ingi Jóhanns son sam­ göngu­ og sveitar stjórnar ráð herra og Dagur B. Eggerts son borgar stjóri í Reykja vík á samt bæjar stjórum sveitar­ fé laganna á höfuð borgar svæðinu undir rituðu í í lok septem ber sl. vilja­ yfir lýsingu um að hefja við ræður um fjár festingar í stofn vegum og há gæða­ kerfi al mennings sam gangna á höfuð­ borgar svæðinu. Í vilja yfir lýsingunni kemur fram að stofnaður verði verk­ efna hópur undir for ystu Hreins Haralds sonar, fyrr verandi vega mála­ stjóra, sem mun skila til lögum 15. nóvember nk. Stefnt er að sjálf æru, kol efnis hlut lausu borgar sam fé lagi og öflugri al mennings sam göngum með fjöl breyttum ferða mátum í takt við lofts lags á ætlun stjórn valda og á herslur sveitar fé laganna á höfuð­ borgar svæðinu. GEFIÐ MIG NJÁLI Menntun á að gefa börnum tækifæri til að þroskast á eigin forsendum rætkta hæfileika sín og undirbúa þau til að lifa ábyrgu lífi í frjálsu þjóðfélagi. Brennu­Njáls saga (oft aðeins kölluð Njáls saga eða Njála) er ein þekktasta Íslendingasagan og sú lengsta. Hún er saga Njáls Þorgeirssonar bónda, höfðingja og lögspekings á Bergþórshvoli í Vestur­Landeyjum, konu hans Bergþóru, og sona þeirra, einkum þá Skarphéðins. En auk þess er hún ævisaga Hallgerðar langbrókar Höskuldsdóttur og Gunnars á Hlíðarenda Hámundarsonar og margra fleiri. Íslenskukunnátta fer stundum ekki hátt, bæði viljandi og óviljandi, og meðfylgjandi vísa í orðastað Bergþóru er vel kveðinn, en annað orkar vissulega tvímælis. Það var gefið mig Njáli á gelgjuskeiði og lofað mér lífi og næði svo er myrt hann á báli en mér þætti greiði ef það sé brennt okkur bæði.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.