Austurland - 08.11.2018, Blaðsíða 14
14 8. nóvember 2018
Þessi dægrin knýr haustið
dyra og ekki úr vegi að skoða
hvernig skáldin tjá þessa árstíð.
Byrjum á ljóðinu ,,Haustkvöld í garði“
eftir Sigurð Óskar Pálsson.
Runnarnir sem í vor
lyftu ljósþyrstum sprotum
búast til að fella
bleik lauf
hrollköldum vindum
til haustleikja.
Haustlaufin koma einnig við sögu
í ljóðinu ,,Fer að haust“ eftir Braga
Björnsson auk þess sem lindin og
lækurinn skerast í leikinn.
Strýkur haust
hörpu laufrúna,
runnamuru
og reynis.
Á hauðri
hélumara.
Leikur þýðlega
lind buldrandi
undir bráhárum
bakka leynis,
í ferð með læknum
að fara ...
Og enn fjúka lauf í ljóðinu ,,Í skógi“
eftir Ingunni Snædal og það meira að
segja svo hraustlega að haustið þyrlast
burt.
risageymsla
fyrir
gömul tré
rokið þurrkar haustið burt
með handarsveiflu
kræklóttar hríslur
taka fagnandi
um axlir myrkursins
Í ,,Síðdegi í september“ eftir
Vilborgu Dagbjartsdóttur eru það
ekki lauflöð sem fjúka heldur
sængurverin drifvít sem blakta í
haustvindinum.
Í haustvindinum
blakta drifvít sængurver
grannkonu minnar
rétt eins og óskrifuð blöð
sem biðja mig um ný ljóð
Eins og við þekkjum breytist
stemmingin þegar hausta tekur. Allt
verður öðruvísi eins og Steinunn
Ásmundsdóttir túlkar í ljóði sínu
,,Fyrstu næturfrost.“
Í nótt hélaði jörðin
og allt varð öðruvísi.
Ámannsfellið fjólublátt,
söngur fuglanna hljóðlátari
og ilmur andvarans
var ilmur haustsins.
Brátt breiða sig logandi litir
um laufið og svörðinn
og náttúran sofnar.
Og sumir kjósa að hlýja sér saman
undir sæng. Um það yrkir Ingunn V.
Sigmarsdóttir í ljóðinu ,,Haustkvöld.“
Í hlýju haustkvölda
var ekkert betra
en þegja saman
undir sæng,
svo þétt og hlýtt.
Meðan húmið
hægfara þéttist,
náttúran hljóðnaði,
runnum við saman
inn í mjúkan svefninn.
Í hugum margra er haustið tími
tregans og jafnvel einhverskonar
endaloka. Þetta má gjarnan lesa
í haustljóðum. En haustið getur
líka boðað von og nýja tíma líkt
og í lokaljóði bókarinnar ,,Bréf til
næturinnar“ eftir Kristínu Jónsdóttur.
Ljóðið heitir ,,Hversdagur.“
Fölnar nótt
í fyrstu skímu
fjötrarnir rakna.
Allt að verða
einskis að sakna.
̶ Við hlið þér
í skini haustsólar
er hamingjan að vakna.
Og svo má ekki gleyma því að
þótt svalt haust ríki á Fróni geta
kringumstæður verið öðruvísi
annarsstaðar í veröldinni. Við endum
þáttinn að þessu sinni á ljóði Sigurðar
Ingólfssonar, ,,Októbersumar í
Montpellier.“
Á dögum sem þessum
er þytur í laufi
andvarp og
unaðskurr.
Útigangsmaður með
ekkert í flösku
teygar slæðing
af lofti.
Gleymd sál
blossar um stund
í brosi og gamalli hrukku.
VÍSNAÞÁTTUR – Arnar Sigbjörnsson
HRIKTIR Í UNDIRSTÖÐUM
ATVINNULÍFSINS Á VOPNAFIRÐI
Upp sagnir hjá HB Granda
á Vopna firði hafa einnig
mikil á hrif á Bakka firði og
nærri lætur að fjórði hver vinnandi
maður þar hafi misst vinnuna.
Sveitar stjórar Vopna fjarðar hrepps
og Langa nes byggðar kalla eftir meiri
afla heimildum en fyrir tækið leitar
að nýjum verk efnum í stað bol fisk
vinnslu sem rekin var með tapi. HB
Grandi lagði í mikinn kostnað til að
opna nýja bol fisk vinnslu á Vopna firði
vorið 2017. Mark miðið var að starfs
fólk í upp sjávar vinnslu hefði meiri
verk efni utan ver tíðar, en nú er öldin
önnur. Ellefu af um 70 starfs mönnum
var sagt upp og þar af eru 10 bú settir
á Bakka firði sem er um 25% af vinnu
afli staðarins. Upp sjávar fisk vinnsla
verður á fram ó breytt enda landa skip
HB Granda aflanum þar en fram
tíð bol fisk vinnslunnar er ó viss þótt
stjórn endur HB Granda full yrði að
fram hald verði á henni. Til þess þarf
m.a. meiri byggða kvóta sem alls ekki
er í hendi.
At hyglis verð stað reynd er það að
öllum bol fiski sem unninn hefur verið
á Vopna firði er landað á höfuð borgar
svæðinu og ekið austur til Vopna
fjarðar sem er 620 km leið og tekur
flutninga bíl a.m.k. sjö og hálfan tíma
að aka. Öllum bol fiski sem landað
er á Bakka firði og Vopna firði er ekið
suður til vinnslu! Er ein hver vit glóra
í þessu?!
Hús bolfiskvinnslu HB Granda á Vopnafirði.
Höfum á lager est
allt fyrir baðherbergið
i-t.isOpið virka daga frá 9 til 18
laugardaga 11 - 15
Ármúla 31 - Sími 588 7332
Baðinnréttingar
Í 25 ÁR