Austurland - 08.11.2018, Blaðsíða 8

Austurland - 08.11.2018, Blaðsíða 8
8 8. nóvember 2018 Sr. Steinunn Arn þrúður Björns­ dóttir, oft kölluð Adda Steina, prestur í Nes kirkju í Reykja vík, rekur ættir til Seyðis fjarðar. Móðir hennar, Iðunn Steins dóttir kennari og rit höfundur, fædd 1940 á Seyðis firði, var 23 ára þegar Steinunn Arn þrúður fæddist í Reykja vík, en faðir hennar var Björn Frið finns son. Afi Steinunnar Arn þrúðar var Steinn Jósúa Stefáns­ son skóla stjóri og organ isti á Seyðis­ firði og ein lægur sósíal isti, það mættu margir læra af honum sem eru sömu pólitísku skoðunar. Steinn var ættaður frá Kálfa felli í Suður sveit. Kona Steins og amma Steinunnar Arn þrúðar var Arn þrúður Ingólfs dóttir. Hún var Vopn firðingur, fædd á Vakur stöðum, en ólst upp og bjó alla tíð á Seyðis firði. Steinunn Ar þrúður hefur verið prestur í Nes kirkju síðan 2016, en fyrsta messan var 19. júní það ár. Var það ,,óska brauð“ að verða prestur í Nes kirkju? ,,Þetta er vissu lega gott brauð. Ég var áður prestur í Kópa vogi en stað­ reyndin er sú að ég er Reyk víkingur og því langaði mig til að þjóna í Reykja vík. Ég áttaði mig fyrst á því þegar ég starfaði í Kópa vogi hvað ég væri mikill Reyk víkingur, ég þekkti mig vel í höfuð borginni og þar eru flestir mínir vinir og ekki síður skyld­ menni. Þegar ég t.d. kem í Vestur­ bæjar laugina þekki ég fullt af fólki. Segja má að Vestur bærinn sé svo lítið mitt svæði. Hér bjó ég fyrsta ævi árið og hóf minn bú skap hér líka á há­ skóla árum. Ég er því ó skap lega glöð að vera hér í Nes kirkju og ég bý ekki langt frá núna, eða í mið bænum Ég hef búið í Reykja vík stærsta hluta ævinnar, bjó reyndar fyrir norðan sem barn en flutti hingað frá Mý­ vatns sveit þegar ég var var ung lingur. Pabbi hafði verið fram kvæmda stjóri Kísil iðjunnar og þar áður bæjar stjóri á Húsa vík. Við fórum mikið austur þegar ég var barn að heim sækja afa og ég á góðar minningar af Seyðis firði sem renna reyndar stundum saman við allar sögurnar sem mamma hafði sagt mér þaðan.“ Steinunn Arn þrúður var spurð hvort það hefði blundað lengi í henni að fara í guð fræði og verða síðan prestur. Var þetta kannski köllun? ,,Mig dreymdi ekki á barns aldri að verða prestur og ég fór í guð fræði stað ráðin í að verða ekki prestur. Mig langaði bara að læra guð fræði og kannski seinna í trúar lífss sálar­ fræði. En ég lauk síðan full gildu prest námi og ég hafði starfað innan kirkjunnar alveg frá ung lings árum. Ég var alltaf trúuð frá ung lings aldri en einnig verið manneska efa og spurninga. Þess vegna langaði mig að læra guð fræði til að leita svara, eða að minnsta kosti að læra að spyrja réttu spurninganna. Ég komst að því að þetta er gríðar lega skemmti­ legt fag. Mér fannst tungu málin líka skemmti leg en ég hef alltaf verið tals verð tungu nála manneskja, hafði m.a. lært forn grísku í mennta skóla og svo lítið í ný grísku áður en ég kom í há skólann, sem kom sér vel. Síðan bættist hebreskan við, en ég fór m.a. til Jerúsalem þar sem ég tók náms­ skeið í ný hebresku. Eftir að hafa starfað um skeið sem blaða maður fór ég að starfa á Biskups stofu og þá fór að blunda í mér löngum til að starfa í söfnuði og verða prestur.“ Hefur prests starfið verið eins og þú áttir von á, eða er starfið svo form fast að það kemur vígðum presti alls ekki á ó vart? ,,Sumt er öðru vísi en ég átti von á, þrátt fyrir að hafa starfið í kirkjunni lengi, m.a. í æsku lýðs starfi. Kirkjan er oft til um ræðu í fjöl miðlum og Ís lendingar eru stundum nokkuð agressí vir út í kirkju stofnunina. Í söfnuðinum finnst fólki hins vegar sjálf sagt að koma og tala við prestinn, hann er því fólki alls ekki fjar lægur, tel ég. Það er bæði í gleði og sorg, og stundum jafn vel þarf ekkert til­ efni til.Fólk treystir prestinum og ber upp alls konar mál við hann, ekki síst líf sitt og líðan, enda treystir því að trúnaður ríki. Við erum bundin trúnaði við okkar sóknar börn, og reyndar við alla sem leita til okkar. Afar fáir hafa komið hingað til mín með guð fræði leg vanda mál, þetta snýst nú yfir leitt frekar um vandann við það að vera manneskja.“ Ferming er gleði stund í lífi ung­ lingsins, þá gerir ungingurinn Krist á leið toga lífsins. Svo kemur fermingar veisla sem auð vitað er líka til hlökkunar efni. En eftir að fermingu lýkur sjást mörg fermingar­ barnanna ekki í kirkju um langa tíð. Einn kollega þinn sagði í gamni að snúa mætti orða til tækinu ,,Brennt barn forðast eldinn“ upp á ,,Fermt barn forðast prestinn.“ Hvernig geturðu náð til þessara ung linga eftir fermingu sem jafn vel koma ekki meira í kirkju nema kannski við brúð­ kaup eða jarðar för. Er ein hver leið? ,,Ég sé mörg þeirra við jóla messu en svo erum við með æsku lýðs starf sem mörg þeirra sækja, þó mis jafn lega vel. Krakkar á þessum aldrei hafa mikið að gera, námið þyngist og tekur meiri tíma, margir eru í í þróttum, tón list og öðrum tóm stundum. Mér finnst það alls ekki undar legt þó þau komi ekki mikið í messu fyrst eftir fermingu, en auð vitað eru þau vel komin og hingað hafa komið krakkar sem eru bara heilsa upp á okkur aftur og segja mér að þeim gangi vel í lífinu.“ Nei kvæð um ræða um kirkjuna og presta sem hafa t.d. verið á kærðir fyrir kyn ferðis lega á reitni, hefur verið svo lítið á berandi í fjöl miðlum undan­ frandi misseri. Kann þetta að vera megin á stæða þess að fólk er að segja sig úr Þjóð­ kirkjunni? ,,Þetta er ein af á stæðunum, en í hvert skipti sem nei kvæð um ræða á sér stað segja sig alltaf ein hverjir úr Þjóð­ kirkjunni, og svo eru aðrir sem hvetja fólk til að segja sig úr Þjóð kirkjunni og veita jafn vel að stoð við það. Svo eru ýmsir að taka trúar legri af stöðu í meira mæli en áður þekktist, jafn­ vel út frá nokkurri bók starfs hyggju­ trú. Því er jafn vel haldið fram að þú megir ekki fermast ef þú trúir ekki að Jesús hafi gengið á vatni, eða mettað fimm þúsund manns með tveimur brauðum. Þetta finnst mér og fleirum afar framandi hugsun.Það er alltaf pláss fyrir Biblíu rýni og spurningar í okkar kirkju, við erum ekki bók stafs­ trúar.“ Er Biskups stofa kannski ekki nógu vakandi fyrir því að benda á stað reyndir tengdar trúnni og Biblíunni þegar réttu máli er kannski hallað? ,,Okkur gengur ekki alltaf nógu vel beita okkur í um ræðunni. Kennsla í kristnum fræðum hefur breyst eftir að á herslan færðist yfir á að kenna trúar bragða fræði og við finnum að börnin sem koma hingað 13 ára vita mjög lítið um kristna trú. Þarna erum við sem þjóð að fjar lægjst á kveðinn menningar arf, ekki bara trúar arf og það verður líka sí fellt erfiðara að ræða um kristna trú þegar grunn­ þekkingu skortir.“ Áttu þér ein hvern upp á halds­ sálm? ,,Já, vissu lega. Hann er nr. 22 í sálma­ bókinni og hefst á orðunum; Þú mikli Guð, ert með oss á jörðu. Þetta er létt og fal legt lag og texti sem ég lærði þegar ég var barn, í dagsins iðu, götunnar glaumi. Þetta er létt og fal­ legt lag og texti sem ég lærði þegar ég var barn. Í honum segir m.a.; ,,Í dagsins iðu, götunnar glaumi“ og ég man að það talaði sterkt til mín þegar ég var ung lingur. Þarna var ein hver sem hafði ort um Guð í borginni, meðal okkar. Og við erum sam verka menn því að seinna í textanum segir; ,,Hvar sem er unnið, hugur þinn starfar, hús vor og tæki eru þín verk,“ segir sr. Steinunn Arn þrúður Björns dóttir.. Sr. Steinunn Arn þrúður segir að tengsl kirkjunnar við nær sam fé lagið séu mikil væg, kirkjan er á keðið mann líf s torg, þangað komi fólk í öllum að stæðum , fólk sem bæði sem bæði gengur vel og illa í þjóð fé laginu og einka lífinu, fólk sem er sorg mætt eða glatt, enmana eða um vafið fjöl­ skyldu og vinum. Í kirkjunni er rými fyrir alla og dyrnar eru opnar. Í Nes­ kirkju eru haldni tón leikar og ýmiss konar fundir, nám skeið, fyrir lestrar og list sýningar og þangað kemur fólk sem vill njóta þess að vera eitt í helgi dóminum.Messu formið má alltaf ræða, þ.e. breytinga á því til þess að ná til ungs fólks og barna, en kirkjan og starfs menn þeirra vilja að kirkjurnar séu þátt tak endur í sam fé­ laginu. Það er a.m.k. mark mið Nes­ kirkju segir sr. Steinunn Arn þrúður Björns dóttir. ,,Við viljum vera þátttakendur í nær­ samfélaginu og hafa rými fyrir alla“

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.