Austurland - 08.11.2018, Blaðsíða 10

Austurland - 08.11.2018, Blaðsíða 10
10 8. nóvember 2018 volundarhus.is · Sími 864-2400 GARÐHÚS 14,5 m² www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt HAUSTILBOÐ 10% haustafsláttur af öllum GARÐHÚSUM og Sky15-3 og Sky15-44 gestahúsum af verðunum á heimasíðunni okkar www.volundarhus.is VH /1 7- 01 GARÐHÚS 4,7m² 44 mm bjálki / Tvöföld nótun GARÐHÚS 4,4m² GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs GARÐHÚS 9,7m² 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar volundarhus.is og í síma 864-2400. Súkkulaði- og brjóstsykurgerð í byrjun 19. aldarinnar á Austurlandi Sögu iðnaðar á Austurlandi hefur verið gerð nokkuð skilmerkileg skil í tveimur bókum. Fyrri bókin sem nefnist ,,Frá eldsmíði til ekeksírs“ kom út árið 1989 og fjallaði um prentiðnað, bókband, efnaiðnað, verkun skinna og sútun og málmiðnað. Þessi saga er auðvitað ekki bara saga árangurs heldur einnig ýmissa mistaka enda iðnaður á Austurlandi um margt frumkvöðlastarf og þegar svo háttar verða auðvitað ýmiss mistök gerð, en af reynslunni læra menn, og gera enn. Þáverandi menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, segir m.a. í aðfararorðum í bókinni að tryggja þurfi að að iðnsagan verði lesin og verði einnig uppspretta nýrra spurninga og veki forvitni um það af hverju þessi þjóð er einfaldlega til. Í umfjöllun um prentiðnaðinn segir að fyrsta prentsmiðan á Austurlandi hafi verið Skuldarprentsmiðjan 1877 á Eskifirði. Þá voru að hefjast uppgangstímar á Austfjörðum og margir Austfirðingar eflaust stórhuga. Fyrsta blaðið sem kom út fyrir austan var Skuld sem kom út vorið 1877 og var ritstjórinn, Jón Ólafsson, stórhuga því á forsíðu blaðsins segir að Skuld sé stærsta blað á Íslandi, hvorki meira né minna. Fyrsta myndskreytta blað Íslands var Skuld sem kom út 1880 en á forsíðu er mynd af Kristjáni IX Danakonungi. Útgáfu Skuldar lauk endanlega árið 1883 þegar það var sameinað Þjóðólfi, fyrsta blaði Íslendinga. Fleiri blöð fylgdu í kjölfarið, m.a. Austri og Austurland sem kom út árið 1920 og þar segir ritstjórinn m.a. að blaðið muni kappkosta að segja öllum eitthvað sem þeim þætti einhvers um vert en sérstök áhersla áhersla yrði lögð á að allt það sem landshlutanum mætti að haldi koma. Súkkulaði- og brjóstsykurgerð Efnaiðnaður telst varla hafa verið mikill á Austurlandi gegnum tíðina en þó má geta þess að árið 1893 tókst Sigurd Johansen á Seyðisfirði að koma lagi á súkkulaðigerð eftir talsverða erfiðleika og tilraunastarfsemi og framleiddi m.a. vanille­súkkulaði sem þótti afragðs bragðgott. Framleiðslan stóð aðeins í þrjú ár og lagðist á af, sennilega vegna tæknilegra vandamála. Brjóstsykurverksmiðja reis á Fáskrúðsfirði og fluttist svo til Eskifjarðar í byrjun 19. aldarinnar og þótti brjóstsykurinn býsna góður. Verksmiðjan var síðar flutt til Eskifjarðar, en ein ástæða þess er talin vera sú að bakarí var starfrækt á Eskifirði og var álitið hagkvæmt að tengja saman starfsemi þess og brjóstsykurverksmiðjunnar. Fyrsta konan til að ljúka námi í rennismíði Tilkoma vatnsveitna, miðstöðvartækja og vatnsaflsstöðva fyrir austan markaði tímamót í lífi fólks, en pípulangir voru óhjákvæmilega hluti alls þessa. Lengst af var pípulögnum eingöngu sinnt af málmiðnaðarmönnum sem ekki höfðu lært fagið. Fyrsta vatnslögn og miðstöðvarhitum á Austurlandi voru íbúðarhús Ottó Wathne á Seyðisfirði sem var tilbúið árið 1895. Í blaðinu Austra á Seyðisfirði segir að húsið sé ,,hið vandaðasta, skrautlegasta og þægilegasta á Íslandi.“ Í húsið var leitt vatn og þar var ,,upphitunarvél.“ Árið 1961 flutti rennismiður til Breiðdalsvíkur, Sigursteinn G. Melsteð, og hóf þar rekstur vélaverkstæðis sem var þar til staðar. Verkefnunum fjölgað hratt og því voru ráðnir fleiri til starfa á verkstæðinu sem jók fjölbreyttnina, m.a. bíla­ og búvélaviðgerðir auk viðhalds á fiskiskipaflota Breiðdælinga. Dóttir Sigursteins, Helga Hrönn, lauk námi í rennismíði frá verknámsdeild Iðnskólans í Reykjavík árið 1987 og var hún fyrsta konan á Íslandi til að ljúka námi í rennismíði. Öflug vélsmiðja á Hornafirði Seint á sjöunda áratugnum vaknaði áhugi fyrir því á Hornafirði að koma á fót öflugu málmiðnaðarfyrirtæki. Þótti ýmsum aða verkstæðin þrjú sem rekin voru á staðnum ekki nógu öflug , búa við þröngan kost og ófullnægjandi tækjabúnað. Árið 1970 var hlutafélagið Vélsmiðja Hornafjarðar stofnað og hófst formlegur rekstur í nýju stálgrindarhúsi sem reist hafði verið undir starfsemina. Í bókinni ,,Frá eldsmíði til eleksírs“ eru tíunduð nokkur tímamót í sögu austfirsk málmiðnaðar og er hér nefnd nokkur; • 1901 – 1904. Fimm hvalstöðvar reistar á Austfjörðum og er vélaverkstæði komið á fót á hverri þeirra. • 1906. Fyrsti menntaði vélsmiðurinn hefur störf á Austurlandi. Það er Jóhann Hansson sem setur niður vélar í báta og fæst við vélaviðgerður á Seyðisfirði. Árið 1907 stofnsetur Jóhann fyrstu vélsmiðjuna á Austurlandi, Vélsmiuðju Jóhanns Hanssonar sem síðar varð Vélsmiðja Seyðisfjarðar. Árið 1918 var járn­ og málmsteypa stofnsett í Vélsmiðju Jóhanns Hanssonar. Fyrsta rafsuðuvélin á Austurlandi var tekin í notkun í Vélsmiðju Jóhanns Hanssonar árið 1929. • 1950. Fysti Austfirðingurinn sem aflar sér réttinda í pípulögnum er Jón Pétursson í Neskaupstað. • 1967. Stáskipasmíði hefst á Austurlandi í Vélsmiðju Seyðisfjarðar og fljótlega einnig í Vélsmiðjunni Stál á Seyðisfirði. Stærsta blað á Íslandi kom út á Eskifirði. Vélsmiðja Hornafjarðar varð til við sameiningu þriggja minni vélsmiðja.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.