Austurland - 28.09.2018, Qupperneq 12

Austurland - 28.09.2018, Qupperneq 12
12 28. september 2018 Siglingasvið Vegagerðarinnar annast á þessu ári framkvæmdir við ýmsar hafnir á Austurlandi. Þessar framkvæmdir eru auvðitað mismunandi fjárfrekar, enda háðar fjárlögum Alþingis, en allar stuðlar þær vonandi að því að gera siglingar til og frá austfirskum höfnum öruggari, og þá ekki síst í slæmum veðrum. - Norðfjörður. Netagerðarbryggja kantbiti og þekka 50 m, 10 m dýpi. Endurbygging Togarabryggju 112 m, 10 m dýpi, endurbygging kantbita Bræðslubryggju 150 m. - Eskifjörður. Lenging Netagerðarbryggju kantbiti og þekja, 55 m, dýpi 10 m. - Mjóeyrarhöfn. Fylling Framnesbryggja 145 þúsund m3. - Fáskrúðsfjörður. Strandabakki, dýpkun 90 m, dýpi 10 m. - Hornafjörður er hér talin með. Viðhalddýpkun innan hafnar, 25.000 m3 pr. ár. Hafnarframkvæmdir á Austurlandi VÍSNAÞÁTTUR – HULDA SIGURDÍS ÞRÁINSDÓTTIR Jökuldælingurinn Ragnar Ingi Aðalsteinsson er landskunnur fyrir rímnalist sína og ljóðagerð, en hann er einn systkinanna frá Vaðbrekku. Eitthvað hefur hann verið áttavilltur þegar hann orti þessar vísur sem má alveg túlka sem svo að við eigum að slaka á og njóta lífsins því það á örugglega við okkur öll að vera stundum á hraðferð án þess að vita hvert eða til hvers. Ég held samt áfram Ég veit ekki hvenær ég hóf þessa ferð né hvaðan var lagt af stað. Og óljóst er fleira því ekki mig grunar hvar aka ég muni í hlað. Læðist um hugann ljúfsár minning líkt og mig hafi dreymt. Eins og í leiðslu áfram held ég, erindið löngu gleymt. Næsta ljóð er eftir Borgfirðinginn Ásgrím Inga Arngrímsson og er úr bók hans Kveðið sér ljóðs sem kom út 2016. Þetta er að mínu mati dálítið dæmigert fyrir hans ljóðagerð sem einkennist gjarnan af hnyttnum orðaleikjum og stundum rómantískri stemningu í bland við dökkan húmor. Kvöld Stjörnubjartur himinninn eins og ofskreytt jólatré myndar baksvið norðurljósanna sem æða áttavillt um himinhvolfið. Það viðrar vel fyrir nornir að rúnta á kústum sínum í kvöld. Félagi Ásgríms Inga í ljóðafélaginu Hása Kisa er Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði og margt fleira. Árið 2014 kom út hans fyrsta ljóðabók, Brennur. Fyrsta ljóðið í bókinni heitir Orð eru til alls fyrst. Það er vissulega satt og rétt, en í fáum orðum kemur höfundur til skila á skemmtilegan hátt hvernig ofgnótt orða getur orðið manni til trafala þegar maður notar þau til að byggja loftkastala sem standast ekki reglugerðir og eru dæmdir til að hrynja. Orð eru til alls fyrst Og af þeim á ég nóg ofgnótt jafnvel fimmhundruð milljónir í stofuskápnum í náttborðinu átta milljónir í höfðinu milljarðar. Og á öllum þessum grunni byggi ég svo háreista loftkastala sem standast engar byggingareglugerðir Til að rétta hlut kvenna í þessum vísnaþætti dugar ekkert minna en heilt kvenfélag. Kvenfélagið Bláklukka á Egilsstöðum fagnar á þessu ári 70 ára afmæli og er því vel við hæfi að ljúka þessu með ljóði Jónbjargar Eyjólfsdóttur sem hún orti við fertugsafmæli félagsins en á alveg eins vel við núna. Bláklukkusöngur Við kvenfélagskonur erum að kætast á góðri stund og Bláklukku nafnið blíða við berum glaðar í lund. Og rétt eins og blómin bláu er binda við Hérað tryggð við lífinu viljum lifa í Lagarins fögru byggð. Er konur með hlýjar hendur hófu hér þetta starf þær fundu að mjúkum málum í mannheimi sinna þarf. Þær sáu að saman þær gátu sigrað hér marga þraut þá félagið okkar fæddist og fyrst þeirra krafta naut. Við margt hefur félagið fengist og framkvæmt af góðum hug, nú fetar það fram á veginn hinn fimmta áratug. Við biðjum að blómgist þess hagur, til blessunar verði þess starf og munum er verk skal vinna að vilji er allt sem þarf. Með bestu kveðjum, Hulda Tæki til vetrarþjónustu

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.