Læknablaðið : fylgirit - 01.03.2013, Blaðsíða 7
8 LÆKNAblaðið 2013/99 FYLGIRIT 74
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 3
F Y L G I R I T 7 4
skyldumeðlimir, vinir, vinnufélagar og jafnvel ókunnugir geta gefið, fái
viðkomandi flog. Á upphafi síðasta árs (2012) fór lyfið í fasa III klínískar
prófanir, sem fer fram í 9 löndum víðs vegar um heiminn, en þessi hluti
er framkvæmdur á vegum lyfjafyrirtækisins Upsher-Smith Laboratories
í Bandaríkjunum.
10. Með hreinum höndum - Handhreinsunarverkefni á Landspítala
Bryndís Guðjónsdóttir1, Andrea Ýr Jónsdóttir1, Hrafnhildur G. Gunnarsdóttir1,
Petrína Jónsdóttir1, Ásdís Elfarsdóttir2
1Bráða- og göngudeild, 2sýkingavörnum Landspítala
Inngangur: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) telur handhreins-
un heilbrigðisstarfsmanna forgangsatriði til fækkunar spítalasýkingum.
Handhreinsunarverkefni Landspítala „Með hreinum höndum“ byggir á
verkefni WHO, Clean care is safer care. Ísland var fimmtugasta landið
til að heita þátttöku í þessu alþjóðlega verkefni árið 2007. Snertismit er
algengasta smitleið örvera og sú sem auðveldast er að rjúfa. Sýkingar
tengdar heilbrigðisþjónustu (STH) eru alþjóðlegt vandamál. Í vest-
rænum löndum má búast við að 5-10% sjúklinga fái STH með uppruna
á sjúkrahúsinu en í þróunarlöndunum fer það hlutfall jafnvel yfir 25%.
STH hafa ekki bara áhrif á líðan sjúklings og bata heldur er kostnaður
gríðarlegur fyrir heilbrigðiskerfið. Framkvæmdastjórn ákvað að efling
handhreinsunar starfsmanna yrði eitt af lykilverkefnum Landspítala
starfsárið 2012-2013. Verkefnið “Með hreinum höndum“ hófst síðast-
liðið haust á 5 deildum, þar á meðal G3. Verkefnið hófst formlega á G3 í
janúar 2013 þegar deildarstjóri og yfirlæknir skrifuðu undir yfirlýsingu
um þátttöku.
Tilgangur: Bæta handhreinsun starfsmanna og rjúfa þannig smitleið
örvera sem berast með snertingu handa. Rétt framkvæmd handhreinsun
á réttum tíma er mikilvægur þáttur sýkingavarna og minnkar hættu á
snertismiti.
Aðferð: Fyrstu mælingar á fylgni við handhreinsunarleiðbeiningar
fóru fram fyrir áramót 2012 áður en verkefnið var innleitt á deildinni
með því að: Aðgengi að handspritti aukið, fræðsla um handhreinsun til
allra heilbrigðisstarfsmanna, veggspjöld hengd upp, límmiðar settir á
gólf, skráning á fylgni við handhreinsun fyrir og eftir innleiðingu (5 ára
verkefni) og endurgjöf til starfsmanna. Markmið LSH er að fylgni starfs-
manna við handhreinsunarleiðbeiningar verði 100%.
Niðurstöður: Niðurstaða mælinga fyrir innleiðingu var 30% fylgni við
handhreinsunarleiðbeiningar sem er í samræmi við erlendar niður-
stöður sem sýna 30-40% fylgni fyrir innleiðingu.
Ályktanir: Fylgni starfsmanna á G3 við handhreinsunarleiðbeiningar
mun sennilega aukast með tímanum líkt og gerist á erlendum sjúkra-
húsum þar sem þetta verkefni hefur verið innleitt. Breyta þarf menningu
Landspítala en langan tíma tekur að breyta menningu stofnunar, því er
verkefnið skipulagt til 5 ára. Bætt handhreinsun starfsmanna minnkar
líkur á snertismiti og eykur þannig öryggi sjúklinga, en erfitt er að sýna
fram á það með tölum.
11. Samantekt og samanburður á lyfjaávísunum við útskrift aldraðra
einstaklinga af sjúkrahúsi yfir á hjúkunar- og dvalarheimili
Auður Alexandersdóttir2, Þórunn K. Guðmundsdóttir 1, Anna I. Gunnarsdóttir 1
1Landspítali, 2lyfjafræðideild Háskóla Íslands
Inngangur: Aldraðir einstaklingar á hjúkrunar- og dvalarheimilum eru
oft veikari og á fleiri lyfjum en jafnaldrar þeirra sem búa heima, og eru
því sérstaklega viðkvæmir fyrir óæskilegum áhrifum lyfja. Á Íslandi fá
íbúar á hjúkrunar- og dvalarheimilum lyf sín yfirleitt vélskömmtuð. Við
útskrift af sjúkrahúsi yfir á hjúkrunar- og dvalarheimili þurfa lyfjaupp-
lýsingar að berast á milli þriggja aðila: sjúkrahúss, hjúkrunar- og dvalar-
heimilis og lyfjaskömmtunarfyrirtækis, en við hvern flutning er hætta á
að ósamfella myndist í umönnun.
Markmið: Að athuga samræmi lyfjaávísana við útskrift aldraðra ein-
staklinga af sjúkrahúsi yfir á hjúkrunar- og dvalarheimili.
Aðferðir: Bornar voru saman lyfjaávísanir við útskrift af Landspítala við
lyfjaávísanir á skömmtunarkortum fyrir einstaklinga 65 ára og eldri sem
útskrifuðust yfir á hjúkrunar- og dvalarheimili á árinu 2011. Borin voru
kennsl á misræmi í ávísun fastra lyfja.
Niðurstöður: Hlutfall tilfella með >1 lyfjamisræmi var 68,2%.
Meðalfjöldi lyfjamisræma var 1,9 lyf, en hvorki kyn né aldur hafði mark-
tæk áhrif á meðalfjölda lyfjamisræma. Algengusta misræmið var úrfell-
ing (omission). Lyf af ATC-flokkum N (tauga/geðlyf), A (meltingarfæra/
efnaskiptalyf) og C (hjarta/æðasjúkdómalyf) höfðu flest misræmi. Þau
virku efni sem höfðu oftast lyfjamisræmi voru parasetamól, omeprazól,
fjölvítamín, zópíklón og parasetamól/kódein. Tilfelli sem útskrifuðust
af öldrunarlækningadeildum höfðu marktækt færri lyfjamisræmi en
þau sem útskrifuðust af öðrum deildum (p<0,001). Allt að tvöfaldur
munur var á hlutfall lyfjamisræma á milli mismunandi hjúkrunar- og
dvalarheimila. Áhættumat lækna á úrtaki lyfjamisræma sýndu að um
23% misræma gætu valdið mikilli áhættu fyrir sjúklinga.
Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að misræmi sé á milli lyfjaávísana
aldraðra við útskrift af sjúkrahúsi yfir á hjúkrunar- og dvalarheimili.
Ekki er þó hægt að vita hve stórt hlutfall lyfjamisræma eru meðvitaðar
breytingar gerðar af læknum og hve stórt hlutfall eru vegna villa.
12. Við hverju er lyfið? Þekking fólks á tilgangi lyfjameðferðar sinnar
Erla Hlín Henrysdóttir2, Anna I. Gunnarsdóttir1,2, Ástráður B.Hreiðarsson1
1Landspítala, 2lyfjafræðideild Háskóla Íslands
Inngangur: Ákaflega mikilvægt er að fólk sem tekur lyf hafi skilning á
tilgangi meðferðarinnar ekki síst til að auka meðferðarheldni og þar af
leiðandi árangur meðferðar. Við það að taka lyfjasögu sjúklinga þá hafa
lyfjafræðingar á Landspítala orðið þess áskynja að sjúklingar viti ekki
alltaf ástæðu lyfjameðferðinnar eða telja meðferðina vera við öðrum
sjúkdómum en raunin er.
Markmið: Að kanna þekkingu þátttakenda á tilgangi eigin lyfjameðferð-
ar. Einnig var kannað hversu algengt væri að þátttakendur vildu hafa
tilgang lyfjameðferðar skráðan á skömmtunarmiða lyfs og hvort þeir
sem notuðu innöndunarlyf teldu sig hafa fengið kennslu í notkun þess.
Aðferðir: Tekin voru viðtöl við 300 einstaklinga sem áttu bókaðan tíma
á Innskriftarmiðstöð, Göngudeild sykursjúkra og Göngudeild lyflækn-
inga á 9 vikna tímabili frá janúar til mars 2012 á Landspítala. Þekking