Læknablaðið : fylgirit - 01.03.2013, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 01.03.2013, Blaðsíða 9
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 3 F Y L G I R I T 7 4 10 LÆKNAblaðið 2013/99 FYLGIRIT 74 15. Alvarlegir æðaáverkar eftir slys Bergrós K. Jóhannesdóttir1,5, Brynjólfur Mogensen1,2, Hjalti Már Þórisson3, Karl Logason1,4, Tómas Guðbjartsson1,5 1Læknadeild Háskóla Ísland, 2rannsóknarstofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 3röntgendeild, 4æðaskurðdeild, 5hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítali Bakgrunnur: Áverkar á stærri slagæðar, til dæmis í brjóst- og kviðar- holi, eru oftast lífshættulegir vegna mikilla blæðinga sem þeim fylgir. Rannsóknir vantar á faraldsfræði stóræðaáverka, bæði hér á landi og erlendis. Markmið: Að skoða afturvirkt í fyrsta skipti hjá heilli þjóð árangur með- ferðar við stóræðaáverkum á 12 ára tímabili. Aðferðir: Í rannsókninni voru allir sjúklingar sem hlutu stóræðaáverka í kjölfar slyss og þurftu á gjörgæslumeðferð að halda á Íslandi frá 1. jan. 2000 til 31. des. 2011. Leitað var að sjúklingum í rafrænum gagnagrunni LSH og stærri sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Skráð var: Eðli áverka og ábending aðgerðar en einnig afdrif sjúklinga, legutími og magn blóð- gjafa. Loks var reiknað ISS- og NISS-áverkaskor, gert RTS-áverkamat við fyrstu læknisskoðun og út frá því áætlaðar lífslíkur (PS). Niðurstöður: Alls hlutu 23 einstaklingar 35 æðaáverka. Um var að ræða 18 slys, þrjár morðtilraunir og tvo sjálfsskaða. Miðgildi aldurs var 45 ár (19-76) og 83% voru karlmenn. Fimmtán sjúklinganna hlutu sljóan áverka, oftast eftir bílslys á höfuðborgarsvæðinu og átta urðu fyrir ífarandi áverka. Áverkar á brjósthol (n=7) og efri útlimi (n=5) voru algengastir og blæddi oftast frá ósæð eða upparmsslagæð. Í 86% tilfella þurfti opna skurðaðgerð til að stöðva blæðingu en þrír voru einungis meðhöndlaðir með æðaþræðingu. Miðgildi blóðtaps voru 3 lítrar (0,5-55) og voru gefnar 9 einingar af rauðkornaþykkni (3-156). Þörf var á endurlífgun á vettvangi hjá tveimur sjúklingum og í einu tilfelli í aðgerð. Miðgildi sjúkrahúslegu voru 13 dagar (0-112). Fjórir sjúklingar dóu innan 30 daga (17%): þrír í aðgerð og einn 11 dögum seinna. Af þeim 18 sem lifðu áverkann voru 10 sem ekki hlutu viðvarandi taugaskaða. Ályktanir: Stóræðaáverkar eftir slys eru sjaldgæfir á Íslandi. Þrátt fyrir að um tiltölulega fá tilfelli sé að ræða þá lifðu flestir sjúklinganna af sem telst góður árangur við svo alvarlega áverka. 16. Endurinnlagnir á Landspítala 2011-2012 Hildur Helgadóttir1, Birna Björg Másdóttir2, Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir3, Elín Hafsteinsdóttir4, Elísabet Guðmundsdóttir2, Vigdís Hallgrímsdóttir5, Þórgunnur Hjaltadóttir6 1Skrifstofu forstjóra, 2hagdeild, 3flæðisdeild, 4gæðadeild, 5skurðlækningasvið, 6lyflækningasvið Landspítala Bakgrunnur: Bráðar endurinnlagnir innan 30 daga er einn af mæli- kvörðum á öryggi sjúklinga á Landspítala. Undanfarin ár hefur tíðni endurinnlagna á Landspítala verið á bilinu 10-12%, en á heimsvísu er tíðnin á bilinu 5-20%. Þessi rannsókn miðar að því að greina helstu ástæður bráðra endurinnlagna á Landspítala og varpa ljósi á mögulegar leiðir til úrbóta. Hér er fjallað um niðurstöður úr fyrsta hluta verkefnis- ins sem fólst í viðtölum við sjúklinga og skoðun sjúkraskráa. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að greina tildrög endurinn- lagna á lyflækninga- og skurðlækningasviðum LSH og greina þá þætti í þjónustu sem má bæta til þess að fækka endurinnlögnum. Aðferð: Á tímabilinu 13. nóvember – 31. desember 2011 og 7.maí -4. júní 2012 voru tekin viðtöl við valda sjúklinga sem áttu bráða endur- innlögn á legudeild lyflækninga- eða skurðlækningasviðs innan 30 daga frá útskrift af sömu sviðum. Tekin voru stöðluð viðtöl við 102 sjúklinga sem valdir voru af handahófi úr bráðum endurinnlögnum hvers dags á umræddum tímabilum og þau greind með aðferðum málefnagreiningar (issue analysis). Niðurstöður: Af 102 sjúklingum uppfylltu 97 skilyrði fyrir þátttöku. Meðalaldur var 69,4 ár og meðallengd fyrri legu 7,4 dagar. Meðaltími frá útskrift að endurinnlögn var 11,5 dagar og meðaltími frá útskrift að end- urkomu í eftirlit var 24,6 dagar. Liðlega 36% sjúklinga sögðu aðspurðir að þeir hefðu ekki verið með í ráðum þegar teknar voru ákvarðanir um útskrift þeirra í næstu innlögn á undan endurinnlögn. Ályktanir: Meginniðurstöður eru að tækifæri til fækkunar endurinn- lagna liggja í vandaðri útskriftum. Þar er einkum litið til fjögurra þátta; færni og líðan sjúklinga, undirbúnings fyrir heimferð, upplýsingagjafar til sjúklinga og fyrirkomulagi eftirlits eftir útskrift. Sett er fram 21 tillaga til úrbóta sem byggja á niðurstöðum rannsóknar- innar og eiga að vera mjög eða fremur auðveldar í framkvæmd. Hluti endurinnlagna er eðlilegur fylgifiskur langvinnra sjúkdóma, flók- inna meðferða og breyttrar aldurssamsetningar en hluti þeirra er vegna þátta sem ef til vill hefði verið hægt að fyrirbyggja. Í næsta áfanga verður gerð greining á gögnum um endurinnlagnir úr vöruhúsi gagna og þau borin saman við gögn um innlagnir allra sjúklinga á árunum 2009-2011. Leitast verður við að meta áhættuþætti endurinnlagna. 17. Fyrstu skráðu lífsmörk á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi Unnur Ágústa Guðmundsdóttir1, Guðrún Selma Steinarsdóttir1, Guðbjörg Pálsdóttir1, Þorsteinn Jónsson1,2 1Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Inngangur: Mæling lífsmarka er mikilvægur þáttur í greiningu alvar- legra veikinda. Greint hefur verið frá ófullnægjandi skráningu lífsmarka á bráðamóttökum. Sett hafa verið fram viðmið um bráð bólguviðbrögð (Systemic Inflammatory Response Syndrome, SIRS), sem er grunnur fyrir skilgreiningu á heilkenninu sýklasótt. Þá er Stigun bráðveikra sjúklinga (Modified Early Warning Score, MEWS) gagnlegt mælitæki sem styðst við einföld lífeðlisfræðileg gildi við að greina alvarlega veika sjúklinga. Markmið: Að skoða fyrstu skráðu lífsmörk sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala í ljósi viðmiða um bráð bólguviðbrögð og með tilliti til stigunar bráðveikra sjúklinga. Aðferð: Rannsóknargögnum var safnað afturvirkt úr rafrænni sjúkra- skrá. Rannsóknartímabilið var frá 1. október 2011 – 30. nóvember 2011. Rannsóknarspurningar voru: 1. Hver eru fyrstu skráðu lífsmörk sjúklinga við komu á bráðamóttöku? 2. Hvert er hlutfall sjúklinga með bráð bólguviðbrögð samkvæmt SIRS? 3. Hvert er hlutfall sjúklinga stigaðir voru bráðveikir samkvæmt MEWS? Niðurstöður: 3971 (n) sjúklingar sóttu bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi á rannsóknartímabilinu. Þar af var um 1% (n=40) ekki með nein skráð lífsmörk. Öndunartíðni var skráð í rúmlega 66% til- fella (n=2637). Meðaltalið var tæplega 18 andardrættir á mínútu. Tæplega 11% þátttakenda (n=418) andaði hraðar en 20 andardrætti á mínútu. Hjartsláttartíðni var skráð í rúmlega 97% tilfella (n=3869). Meðaltalið var tæplega 84 slög á mínútu. Tæplega 32% (n=1255) voru með hjartsláttartíðni yfir 90 slög á mínútu. Þá var líkamshiti mældur í rúmlega 91% tilfella (n= 3627). Rúmlega 15% (n=418) voru með hita sem var lægri en 36°C eða hærri en 38°C. Tæplega 16% (n=623) þátttakenda voru tvo eða fleiri þætti af viðmiðunum fyrir bráð bólguviðbrögð. Þá

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.