Læknablaðið : fylgirit - 01.03.2013, Page 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.03.2013, Page 10
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 3 F Y L G I R I T 7 4 LÆKNAblaðið 2013/99 FYLGIRIT 74 11 voru um 14% (n=560) með þrjú eða fleiri stig samkvæmt mælitækinu Stigun bráðveikra sjúklinga. Ályktanir: Gera má ráð fyrir að ekki séu allir sem leita á bráðamóttöku með vandamál sem fela í sér mikilvægi mælinga á lífsmörkum. Heilt yfir er skráning lífsmarka á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi góð samanborið við erlendar rannsóknir. Til þess að efla árvekni heilbrigðis- starfsfólks fyrir bráðveikum sjúklingum, er hjálplegt að greina einkenni um alvarleg veikindi út frá mælitæki á borð við Stigun bráðveikra sjúklinga. 18. Árangur réttingar á broti fimmta miðhandarbeins á Landspítala Brynjólfur Mogensen1,2, Hildur Baldursdóttir2, Auður Sigbergsdóttir,3, Hildur Einarsdóttir3, Jóhann Róbertsson4 1Rannsóknarstofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3myndgreiningu, 4bæklunarlækningadeild Landspítala Bakgrunnur: Meðferð brota á fimmta miðhandarbeini (MC 5) er mjög mismunandi allt eftir skekkju brota og venju meðferðaraðila. Meðferð mikið skakkra brota getur verið frá því að gera ekkert upp í að rétta og festa með innri festingu. Á Landspítala eru mikið skökk brot oftast rétt í deyfingu og flest brot á MC 5 eru meðhöndluð í gipsi í tvær til þrjár vikur. Almennt er talið að hófleg skekkja skipti langflesta litlu máli varðandi getu handarinnar. Markmið: Að meta faraldsfræði og árangur af réttingu brota á MC 5 hjá þeim sem komu á Bráðadeild LSH á árin 2009-2010. Aðferðir: Fengnar voru upplýsingar úr sjúkraskrár- og myndgreiningar- kerfi Landspítala. Lófalæg skekkja brota var mæld á röntgenmyndum hjá þeim sem komu í að minnsta kosti eina endurkomu. Skekkjan var mæld á myndum sem voru teknar við komu á bráðadeild, eftir réttingu ef brotin voru rétt, og við hverja endurkomu eftir það. Niðurstöður: Alls komu 477 einstaklingar með 514 brot á miðhandar- beinum á bráðadeild Landspítala á árunum 2009 og 2010 þar af voru 301 (58,6%) brot á MC 5. Flestir voru ungir (miðgildi 24 ár) og karlar í meirihluta eða 81%. Í 47% tilvika sló viðkomandi í „fyrirstöðu“ eða „rakst“ í eitthvað og 46% brotnuðu um helgar. Það var hægt að mæla skekkjuna hjá 129 af þeim 164 sem komu í eina eða fleiri endurkomur. Meðalskekkja brotanna 129 við komu var 24,7° og í loka eftirliti 22,3° óháð því hver upphafsskekkjan var og hvort brotið var rétt eða ekki. Mögulegt var að mæla skekkju brots eftir réttingu hjá 54 einstaklingum af þeim 129 sem komu í endurkomu og höfðu mælanlega upphafs- skekkju brots. Af þessum 54 fóru 7 einstaklingar í aðgerð fyrir loka eftirlit. Hjá þeim 47 brotum sem eftir voru reyndist meðalskekkja fyrir réttingu vera 33,2°, eftir réttingu 23,8° og í loka eftirliti var hún 29,0°. Árangur réttingar í lokaeftirliti reyndist marktækt betri ef skekkja fyrir réttingu var meiri en 40°, var 48,1° fyrir réttingu og 38,0° í lokaeftirliti. Ályktanir: Brot á MC 5 eru algeng hjá ungum karlmönnum. Ásetningsbrot virðast algeng og 46% brotna um helgar. Ekki virðist ávinningur af því að rétta skekkju á broti á MC 5 sem er minni en 40°. Niðurstöðurnar virðast sambærilegar við erlendar rannsóknir. 19. Komur slasaðra á bráðadeild Landspítala árin 2005-2010 eftir reiðhjólaslys Ármann Jónsson1, Sævar Helgi Lárusson2, Ágúst Mogensen2, Brynjólfur Mogensen3,4 1Bráðasviði Landspítala, 2rannsóknarnefnd umferðarslysa, 3rannsóknarstofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 4læknadeild Háskóla Íslands Bakgrunnur: Grunur er um að fjöldi slasaðra hjólreiðarmanna á Íslandi sé mun meiri en opinber skráning segir til um. Þekkt er að flest slys hjólreiðarmanna eru ekki tilkynnt til lögreglu þar sem meirihluti þeirra slasast án þess að annað ökutæki eða einstaklingur kemur við sögu. Markmið: Að kanna faraldsfræði slasaðra í reiðhjólaslysum sem komu á bráðadeild Landspítala árin 2005-2010. Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra sjúklinga sem lent höfðu í reiðhjólaslysi og komu á bráðadeild frá 1.janúar 2005-31. desember 2010. Leitað var að reiðhjólaslysum í rafrænu sjúkraskrárkerfi Landspítala. Skráð var: Fjöldi slasaðra, kyn, aldur, slysstaður, hjálma- notkun, legutími, slysagreiningar og alvarleiki áverka metin skv. AIS - áverkastigi og ISS-áverkaskori. Niðurstöður: Alls komu 1220 sjúklingur á bráðadeild á rannsóknar- tímabilinu vegna reiðhjólaslysa, 363 konur (29,8%) og 857 karlar (70,2%). Meðalaldur sjúklinga var 25,6 ár. Með hjálm voru 300 (24,6%), án hjálms 165 (13,5%) en í 755 (61,9%) tilvika vantaði upplýsingar. Í 35,7% tilfella var enginn gagnaðili og í 32,7% tilfella var árekstur milli tvegga aðila en upplýsingar vantaði hjá 31,9%. Flest slysin gerast á fimm mánuðum frá maí t.o.m. september eða 908 (74,4%). Slysin voru fjölmennust í júní eða 217 talsins Flestir áverkar voru á efri útlim (44,0%), mjaðmagrind / neðri útlim (29,6%) og á höfði (25,1%). Alls þurftu 93 sjúklingar (7,6%) innlögn og algengasta innlagnarástæðan var heilahristingur. Samkvæmt ISS- áverkaskori voru flestir lítið slasaðir eða 755 (61,9%), miðlungs slasaðir voru 391 (32,0%), mikið slasaðir voru 26 (2,1%) en 7 voru alvarlega eða lífshættulega slasaðir. Ályktanir: Mun fleiri karlar en konur komu á bráðadeild vegna afleið- inga reiðhjólaslysa og meirihluti slasaðra er ungur að árum. Slysin áttu sér stað yfirleitt á vorin og á sumrin. Flestir slasast lítið en 7,6% slasaðra þurfti þó að leggja inn. Skráningu þyrfti að bæta. 20. „Sest á rökstóla“ með einstaklingi og fjölskyldu í bráðavanda vegna geðrofs Auður Axelsdóttir Geðheilsa - eftirfylgd og Hugarafl Inngangur: Megin áherslur „Open Dialog“ eða að „setjast á rökstóla“ eru að allir sem við koma sjúklingi í bráðavanda vegna geðrofs koma saman og ræða opið saman. Allir í tengslaneti viðkomandi taka þátt í fundunum, fagfólk úr félags-, heilbrigðis- eða öðru kerfi er boðin þátt- taka auk fagfólks innan teymisins. Þróun og tilurð Open dialog hófst í vesturhluta finnska Lapplands árið 1980 og með tilkomu þessarar nálg- unar hefur meðferð verið innlimuð inn í stuðningskerfi einstaklingsins. Markmið: Að kynna Open Dialog með einstaklingi og fjölskyldu í bráðavanda.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.