Læknablaðið : fylgirit - 01.03.2013, Side 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.03.2013, Side 11
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 3 F Y L G I R I T 7 4 12 LÆKNAblaðið 2013/99 FYLGIRIT 74 Aðferðir: Teymi fagfólks er tiltækt þegar bráðauppákoma verður. Markmiðið er að ná fólki í fyrsta geðrofi. Teymið kallar saman allt tengslanet hins veika (nána aðstandendur, vini eða aðra sem þekkja viðkomandi) innan 24 klukkustunda. Gengið er út frá því að geðrof hafi ákveðna þýðingu sem ekki megi loka strax á með lyfjum. Lögð áhersla á að öðlast annan skilning með Open Dialog. Unnið er áfram með tengsl- anetinu eins og þörf krefur og fagfólk er í nánum tengslum allan tímann. Niðurstöður: Erlendar rannsóknir sýna að þessi nálgun getur minnkað lyfjanotkun, innlagnartími styttist, 86% snúa aftur til vinnu, skóla eða virkrar atvinnuleitar, 82% sýna ekki lengur einkenni um geðrof, þátt- taka hvers og eins í samfélaginu eykst. Í vestur Lapplandi hefur ein- staklingum sem eru greindir með geðklofa fækkað úr 33 nýgreindum einstaklingum á ári af 100.000 íbúum árið 1985 niður í 2 einstaklinga árið 2000. Ályktanir: Áherslan við Open Dialog“er á sterku og þroskuðu hliðar einstaklingsins og að normalisera aðstæður í stað þess að horfa á frum- stæðar hliðar einstaklingsins. Byrjunarreiturinn felst í því að hlusta á samskiptamynstur fjölskyld- unnar, að heyra hvaða tungumál er notað til að lýsa vandanum og vinna með lausnir út frá þeirri vitneskju. Dr. Jaako Seikkula höfundur módelsins hefur komið til Íslands á vegum Félags fagfólks um hópmeðferð til að kynna módelið. Á Íslandi hefur teymi Geðheilsu-eftirfylgdar og Hugarafls kynnt sér „Open Dialog“ og nýtt í mótttöku og meðferð í nokkrum tilfellum. Vonir standa til að geta innleitt þessa aðferð í starfssemi stöðvarinnar í framtíðinni og náð fram jákvæðum áhrifum. 21. Áfallaþol íslenskra sjúkrahúsa Guðrún Lísbet Níelsdóttir Hjúkrunarfræðingur, MSc í hættu- og hamfarastjórnun Bakgrunnur: Sjúkrahús gegna viðamiklu hlutverki í hamförum. Það hlutverk felur í sér ytra viðbragð sem og meðhöndlun bráðveikra og slasaðra innan stofnunar og gerir það að verkum að sjúkrahús eru í þungamiðju viðbragða við vá. Hins vegar geta hamfarir einnig ógnað getu þeirra til að sinna hlutverki sínu sem skyldi. Áfallaþol er skilgreint sem getan til að takast á við eða koma í veg fyrir að atburðir valdi trufl- unum á starfsemi, til að aðlagast, bregðist við og hafa áhrif á breytingar og endurreisn í kjölfar hamfara,og gefa fyrri rannsóknir sterklega til kynna að sjúkrahús búi almennt ekki yfir miklu áfallaþoli. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á því hvort íslensk sjúkrahús búi yfir áfallaþoli og í kjölfarið leggja til mögulegar leiðir til að auka áfallaþol þeirra. Aðferð: Rannsóknaraðferðin var söfnun gagna í formi áður útgefins efnis, ssvo sem opinberum skýrslum af íslenskum og breskum uppruna auk alþjóðlegra fræðigreina. Við greiningu á gögnum var Pressure and Release (PAR) módelinu beitt en því er ætlað að sýna fram á frumorsakir þess að hamfarir eigi sér stað þegar hætta steðjar að. Þróaður var hug- takarammi sem leggur til leiðir til þess að vinna gegn veikleikum með því að byggja upp áfallaþol innan sjúkrahúsa. Niðurstöður: Íslenska heilbrigðiskerfið hefur gengið í gegnum umtals- verða hagræðingu á undarförnum árum og niðurstöður benda til þess að kerfið búi ekki yfir miklu áfallaþoli. Hugtakarammi sem kynntur er tekur til greina mikilvægi forystu og samvinnu, fjármögnun, stra- tegískar og taktískar aðgerðir og kröftuga neyðaráætlanagerð með því markmiði að skapa sjálfbærni innan stakra eininga og auka áfallaþol innan kerfisins. Ályktanir: Takmarkað efni hefur verið gefið út á Íslandi um málefni er varða áfallaþol. Áfallaþol sjúkrahúsa er í eðli sínu flókið fyrirbæri en þó ber að líta á gott áfallaþol sem framkvæmanlegt markmið. Framfarir hafa orðið á undanförnum árum og ber þar að nefna bráðaflokkun á vettvangi, áætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu, neyðaráætlun áfalla- hjálpar og samræmdar viðbragðsáætlanir heilbrigðisstofnana. Enn er þó langt í land og mikilvægt er að byggja á þeim stoðum sem skapaðar hafa verið. Þessi rannsókn leggur til leiðir til að brúa bilið þar á milli. 22. Hermiþjálfun: Stigun bráðveikra á bráðadeild Landspítala Fossvogi Þorsteinn Jónsson1,2, Guðbjörg Pálsdóttir2, Anne Mette Pedersen2 1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2bráðadeild Landspítala Fossvogi Bakgrunnur: Hátækni hermiþjálfun er vinsælt og gagnlegt kennsluform í heilbrigðisvísindum, sem gefur möguleika á að þjálfa kerfisbundna notkun á líkamsmati, efla gagnrýna hugsun í bráðaaðstæðum og auka árvekni með bráðveikum sjúklingum. Samhliða má kanna mögulegt verklag og samvinnu. Markmið: Rannsóknarspurningar voru: 1. Hvaða þætti í fyrsta líkams- mati á bráðveikum sjúklingi skoða hjúkrunarfræðingar? 2. Hvaða meðferðir veita hjúkrunarfræðingar fyrst við hnignandi ástandi bráðveikra sjúklinga? 3. Hvert er mat hjúkrunarfræðinga á hermiþjálfun sem kennsluformi? Aðferð: Haustið 2012 var öllum hjúkrunarfræðingum á bráðadeild Landspítala í Fossvogi boðin þátttaka í hermiþjálfun í tengslum við inn- leiðingu á mælitækinu Stigun bráðveikra sjúklinga. Hermiþjálfunin fól í sér stuttan fyrirlestur um bráð- og alvarleg veikindi auk fyrsta mats og meðferðar á sýndarsjúklingi í 2-3 manna hópum. Hóparnir fengu alls fjögur hermitilfelli, hvert um það bil 8 mínútur, sem voru rædd í lokin. Í tveimur tilfellum var frammistaða metin af rannsakendum með frum- sömdum efnisatriðalista (ABDCE mælitæki). Mat á námskeiðinu fór fram með mælitæki frá Vísinda-, mennta- og gæðaviði LSH. Niðurstöður: Alls tóku 93 hjúkrunarfræðingar í 34 hópum þátt. Við fyrsta líkamsmat athuguðu 26 hópar (76%) hvort öndunarvegur væri frír hjá sýndarsjúklingnum. Allir hóparnir lögðu mat á súrefnismettun og lungnahlustun. Fyrsta meðferð sem veitt var við öndunarfæraþáttum var að hækka höfðalag og gefa meira súrefni. Tuttugu og sjö (79%) þreifuðu eftir púls og 33 (97%) tengdu sýndarsjúklinginn í hjartarafsjá. Allir mældu blóðþrýsting og 32 (94%) tóku hjartalínurit. Þá settu 33 (97%) upp æðalegg og hófu vökvagjöf. Tuttugu og einn (62%) lagði mat á meðvitundarástand, 7 (21%) mátu stærð og svörun á sjáöldrum. Þá afklæddu 15 hópar (44%) sýndarsjúklinginn til frekari skoðunar og 23 (68%) lögðu mat á verki. Á heildina litið fannst 97% þátttakenda (n=90) námskeiðið vera mjög gott. Eins töldu 97% (n=90) að kennsluaðferðin myndi ýta undir skilning á efninu og nýtast mjög vel í starfi. Ályktanir: Þrátt fyrir takmarkandi þætti þess að vinna með sýndar- sjúkling, til dæmis við mat á meðvitund, svörun og stærð á sjáöldrum, þá telja hjúkrunarfæðingar hermiþjálfun vera hagnýtt og gott kennslu- form. Ef verkefnið endurspeglar raunverulegar aðstæður, þá virðist vera svigrúm til að efla þjálfun hjúkrunarfræðinga í fyrsta líkamsmati hjá bráðveikum sjúklingum á bráðadeild Landspítala.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.