Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Blaðsíða 4

Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Blaðsíða 4
Læknablaðið the iceLandic medicaL journaL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104 – 564 4106 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir er ábyrgðarmaður efnis í þessu fylgiriti. Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Forsíðumyndina tók Rut Hallgrímsdóttir Upplag 200 Prentun: Prenttækni ehf. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0254-1394 Ávarp Í bráðaþjónustu eru margar áskoranir tengdar slysum, ofbeldi og veikindum sem ekki gera boð á undan sér. Áskoranir tengdar fyrsta mati á einkennum, flutningi sjúklinga, við- búnaði heilbrigðiskerfisins, veittri meðferð, teymisvinnu, úrræðum og framvindu sjúklings. Áskoranirnar felast líka í því hver sjúklingurinn er. Þó mat og meðferð bráðveikra sjúklinga megi nálgast út frá almennu viðurkenndu verklagi eru alltaf hópar og einstaklingar sem bregða út af norminu, sýna óvanaleg einkenni eða bregðast ekki við venjubundinni meðferð sem skyldi. Heilbrigðisstarfsfólk þarf í sínu vel skipulagða starfi ætíð að hafa í huga þessa hópa og einstaklinga, að þjónustan taki mið af þeirra þörfum og viðmiðum. Þema Bráðadagsins 2015 var valið með þá hópa í huga sem leita í miklum mæli bráða- þjónustu en falla ekki alltaf undir skilgreiningar um venjubundið mat og meðferðir. Þemanu „Börn og aldraðir“ er ætlað að vekja athygli á sérstöðu þessara hópa í bráðaþjónustu, á að nálgun og úrræði séu sérsniðin að þeirra þörfum. Með því að kynna okkur rannsóknir og nýjustu þjónustumöguleika eigum við kost á að þróa bráðaþjónustu á Íslandi á allra besta máta inn í framtíðina. Bráðadagurinn hefur öðlast sess sem þverfagleg ráðstefna í bráðafræðum, innsendum ágripum fjölgar ár frá ári og ráðstefnuritið er orðið ómissandi og mikilvæg heimild í bráða- fræðum. Í ár lagði undirbúningsnefndin sérstaka áherslu á þverfaglegar nálganir og þar sem mörg góð ágrip bárust var ákveðið að bjóða upp á kynningar bæði með erindum og vegg- spjöldum. Í þessu riti eru birt 26 ritrýnd ágrip sem endurspegla nýjustu þekkingu og þróun í bráðaþjónustu á Íslandi á 21. öldinni. Von okkar er að efni þessa blaðs efli áhuga og hvetji til enn frekari rannsókna í bráða- fræðum á Íslandi. Við færum þeim sem sendu inn ágrip, gestafyrirlesurum, styrktaraðilum, fundarstjórum og starfsfólki flæðissviðs bestu þakkir fyrir þeirra framlag til Bráðadagsins 2015. Fyrir hönd undirbúningsnefndar, Dr. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir lektor og verkefnastjóri rannsóknarstofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum Undirbúningsnefnd Bráðadagsins 2015 Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir Brynjólfur Árni Mogensen, yfirlæknir Lovísa Agnes Jónsdóttir, aðstoðardeildarstjóri Sólrún Rúnarsdóttir, gæðastjóri Steinunn GH Jónsdóttir, bráðalæknir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri 4 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 83

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.