Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Blaðsíða 5

Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Blaðsíða 5
LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 83 5 B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 5 F Y L G I R I T 8 3 Ágrip erinda E-1 Forgangsröðun þjónustu til aldraðra einstaklinga: heimaþjónusta og dvöl á hjúkrunarheimili Ingibjörg Hjaltadóttir Flæðisviði Landspítala ingihj@landspitali.is Bakgrunnur: Stefna stjórnvalda er að einstaklingar geti dvalið eins lengi á eigin heimili og kostur er. Jafnframt þessu hefur reynslan erlendis sýnt að þegar hlutfall veikra aldraðra sem dvelja heima hækkar þá fjölgar þeim sem leita eftir þjónustu á bráðamóttökum og sjúkrahúsum. Því er mikilvægt að bregðast rétt við þörfum þeirra sem dvelja heima með því að forgangsraða þjónustu sem er í boði í samræmi við þörf einstaklinga hvort sem um heimaþjónustu er að ræða eða hjúkrunarheimilisdvöl. Ætla má að umfang heimaþjónustu muni einnig aukast á næstu árum sem og kröfur um gæði, hagkvæmni og samræmda skráningu. Markmið: Forrannsókn kannaði notagildi interRAI Home Care (int- erRAI HC). Upphafsmats við mat á heilsufari og MAPLe reikniritsins (e. Method to Assess Priority Levels) til að meta þörf fyrir þjónustu og kanna samræmi þess við þjónustu sem þegar var veitt. Aðferðir: Gagnasöfnun fyrir forrannsóknina fór fram á tímabilinu febrúar til júní 2013. Heimahjúkrun og félagsleg heimaþjónusta á Höfn í Hornafirði, Akureyri, Sauðárkróki auk félagslegrar heimaþjónustu í Reykjavík gerðu RAI HC Upphafsmat fyrir 200 einstaklinga. Einnig fékkst aðgangur að interRAI Home Care mati úr gagnagrunni frá Heimahjúkrun í Reykjavík og á Selfossi fyrir árin 2012-2013 (n=841). Lýsandi tölfræði var notuð við greiningu á gögnum. Niðurstöður: Hlutfall kvenna sem þáðu heimaþjónustu var frá 37,5 til 73,6% eftir landsvæðum og meðalaldur var frá 74 til 84 ára. Hlutfall þeirra sem fengu heimahjúkrun og voru í 1. flokki MAPLE (þ.e. með góða ADL og vitræna getu) voru frá 11,9-44,0% eftir landsvæðum og þeir sem fengu félagslega heimaþjónustu og voru í 1. flokki MAPLE voru frá 42,9-63,0%. Heilsufar og þarfir einstaklinga samrýmdust vel niðurröðun í MAPLE flokka. Hins vegar reyndist sú þjónusta sem ein- staklingarnir fengu ekki vera í samræmi við heilsufar þeirra eða flokkun í MAPLE. Ályktanir: Niðurstöður gefa vísbendingar um að betur megi standa að vali á þjónustu til einstaklinga og að interRAI HC Upphafsmat og MAPLE reikniritið geti verið gagnlegur rökstuðningur fyrir ákvörðun fagfólks um forgangsröðun heimaþjónustu til einstaklinga. E-2 Tilvísun aldraðra í hjúkrunarstýrð úrræði eftir endurteknar komur á bráðamóttöku Ingibjörg Sigurþórsdóttir1, Elísabet Guðmundsdóttir1, Hlíf Guðmundsdóttir1, Helga Rósa Másdóttir1, Lovísa Jónsdóttir1, Sigrún Sunna Skúladóttir1, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir2 1Bráðadeild Landspítala, 2Háskóla Íslands ingis@landspitali.is Bakgrunnur: Aldraðir eru vaxandi hópur sjúklinga á bráðamóttökum. Kemur þar bæði til fjölgun aldraðra og að hækkandi aldur leiðir til versnandi heilsu og aukinnar þarfar fyrir heilbrigðisþjónustu. Tíðar komur aldraðra á bráðamóttöku hafa verið tengdar við verri afdrif og hærri dánartíðni. Á síðustu árum hafa verið starfrækt hjúkrunarstýrð úrræði fyrir aldraða, lungna- og hjartabilaða sjúklinga á Landspítala með því mögulega markmiði að fækka endurteknum komum á bráða- móttökur. Markmið: Að kanna tíðni endurkoma aldraðra á bráðamóttökur Landspítala. Einnig að kanna hvort að félagslegur bakgrunnur, komu- tími, komuástæða og sjúkdómsgreining væru tengd því að sjúklingum sé vísað í hjúkrunarstýrð úrræði við útskrift af bráðamóttöku. Aðferðir: Gerð var aftursýn gagnaöflun úr rafrænni sjúkraskrá um komur allra sjúklinga 67 ára og eldri innan 30 daga frá síðustu komu á bráðamóttöku eða 90 daga frá síðustu sjúkrahúslegu á bráðamóttökur Landspítalans árin 2008 til 2012. Gögnin voru greind með lýsandi töl- fræði og könnuð tengsl milli breyta með kí-kvaðrati og reiknað líkinda- hlutfall (OR) forspárþátta fyrir tilvísun í sérhæfð hjúkrunarúrræði með fjölþátta aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Endurkomur voru 18.154 á rannsóknartímabilinu eða rúmlega 27% af öllum komum 67 ára og eldri. Forspárþættir fyrir til- vísunum í sérhæfð hjúkrunarúrræði voru: búseta á höfuðborgarsvæðinu (OR 3,19; 95% vikmörk (CI):1,17-8,66), hækkandi aldur (OR 1,03 95% CI:1,01-1,06), lungnasjúkdómur (OR 4,17 95% CI:2,53-6,88), hjarta- og æðasjúkdómur (OR 1,80 95% CI:1,07-3.03), stoðkerfissjúkdómar eða beinbrot (OR 1,56 95% CI:1,01-2,41) eða einkennagreining samkvæmt ICD-10 (OR 2,04 95% CI:1,36-3,06). Kyn og hjúskapur reyndust hafa samvirkni: giftum konum (OR 2,10 95% CI) var frekar vísað en giftum körlum, einbúum (konur OR 1,16; karlar OR 2,44; 95% CI) var frekar vísað samanborið við gifta. Ályktanir: Á rannsóknartímabilinu voru auknar líkur á tilvísunum aldraðra í sérhæfð hjúkrunarúrræði eftir endurkomu á bráðamóttöku fyrir þá sjúklingahópa þar sem slík úrræði eru í boði. Huga mætti að öðrum hópum aldraðra sem koma endurtekið á bráðamóttöku. Kyn og hjúskaparstaða gætu sagt fyrir um þarfir aldraðra eftir endurteknar komur á bráðamóttöku. E-3 Komur aldraðra, 67 ára og eldri, á bráðamóttöku Landspítala vegna meiðsla á árunum 2011-2012 María Guðnadóttir1, Edda Björk Þórðardóttir1,2, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir3,4 Brynjólfur Mogensen3,5 1Miðstöð í lýðheilsuvísindum, 2sálfræðideild Háskóla Íslands, 3rannsóknarstofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum, 4hjúkrunarfræðideild, 5læknadeild Háskóla Íslands mag85@hi.is Bakgrunnur: Fyrri rannsóknir benda til að slys séu leiðandi orsök meiðsla á meðal aldraðra og að tíðni slysa aukist með aldri. Markmið: Að athuga hver árlegur fjöldi koma á bráðamóttöku Landspítala vegna meiðsla af völdum slysa væri á meðal 67 ára og eldri og orsakir þeirra. Aðferðir: Rannsóknarhópurinn samanstóð af einstaklingum 67 ára og eldri, sem komu á bráðamóttöku Landspítala á árunum 2011 og 2012. Gagna var aflað úr komuskráningarkerfi (NOMESCO) og rafrænni sjúkraskrá (Sögu) um allar komur vegna slysa, aðstæður slyss og ICD10- greiningu. Niðurstöður: Alls leituðu 4969 einstaklingar, 67 ára og eldri, til bráða- móttöku á tímabilinu 2011-2012. Af hverjum 1.000 íbúum 67 ára og eldri leituðu að meðaltali 72 til bráðamóttökunnar á þessu tímabili vegna meiðsla. Fleiri konur en karlar leituðu til Landspítala vegna slysa bæði

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.