Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Blaðsíða 12

Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Blaðsíða 12
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 5 F Y L G I R I T 8 3 12 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 83 og skráður var fjöldi brota, aldur, kyn, orsök og staðsetning áverka og legutími á Landspítala. Niðurstöður: Alls voru 443 einstaklingar sem mjaðmagrindarbrotnuðu á þessu tímabili, þar af voru 314 konur (70,9%) og 129 karlar (29,1%). Meðalfjöldi brota á ári var 88,6 sem svipar til meðalfjölda lærhnútubrota (78,2 á ári), á sama tímabili. Lágorkubrotin (eftir fall <1 m) voru samtals 325 (73,4%) og háorkubrotin voru 114 (25,7%). Af lágorkubrotunum voru konur 81,8% og karlar 18,2% (p<0,0001). Af háorkubrotunum voru konur 39,5% og karlar 60,5% (p=0,03). Meðalaldur sjúklinga með lágorkubrot var 78,5 ár (bil 12-104) sem er töluvert hærri en meðalaldur sjúklinga með háorkubrot (45,2 ár). Algengasta staðsetning lágorku- brota var á lífbeini (67,1%). Hlutfall þeirra sem lögðust inn á Landspítala eftir lágorkubrot var 66,2% og miðgildi legutíma 10,9 dagar. Ályktanir: Mjaðmagrindarbrot eru algengust hjá eldri konum og þær brotna oftar við lágorkuáverka. Karlar brotna frekar við háorkuáverka og hafa lægri meðalaldur við brot. Stór hluti leggst inn á Landspítala til verkjastillingar og hreyfimeðferðar. Flestir aldraðir geta ekki bjargað sér sjálfir eftir brotin og liggja lengi inni. Mjaðmagrindarbrot hafa verulegar afleiðingar bæði fyrir sjúklinga og kostnað fyrir þjóðfélagið. Kynning 2 V-7 Komur á bráðamóttöku Landspítala vegna rákvöðvarofs í kjölfar ofþjálfunar árin 2008-2012 Arnljótur Björn Halldórsson1,2, Elísabet Benedikz1,3, Ísleifur Ólafsson1,4, Brynjólfur Mogensen1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 3Vísinda- og þróunarsviði LSH, 4rannsóknarkjarna LSH abh15@hi.is Bakgrunnur: Margt getur orsakað rákvöðvarof, þar á meðal ofþjálfun eða áreynsla. Við rákvöðvarof losnar kreatín kínasi (CK) og vöðvarauði (myoglóbín) úr vöðvafrumum. Kreatín kínasi nýtist til greiningar á rákvöðvarofi en vöðvarauði getur orsakað bráða nýrnabilun. Bráð nýrnabilun er alvarlegasti og þekktasti fylgikvilli rákvöðvarofs. Markmið: Að kanna faraldsfræði rákvöðvarofs í kjölfar ofþjálfunar eða áreynslu hjá sjúklingum sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala. Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og lýsandi. Úrtakið var allir sjúklingar á Landspítala frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2012 með CK-gildi yfir 1000 IU/L. Undanskildir voru sjúklingar með CK-hækkun vegna blóðþurrðarsjúkdóms í hjarta og vegna rákvöðvarofs af öðrum or- sökum. Skráður var fjöldi tilfella, kyn, CK-gildi, dagsetning komu, orsök og staðsetning rákvöðvarofsins, innlagnarlengd ásamt fylgikvillum sem þörfnuðust meðferðar. Niðurstöður: Alls greindust 54 sjúklingur með áreynslurákvöðvarof, 18 konur og 36 karlar með miðgildi aldurs 28 ár (vikmörk 15–60 ár). Flestar komur voru 2012 (átján tilfelli) og fæstar árið 2008 (sjö tilfelli). Miðgildi CK-hækkunar var 24.132 IU/L (meðalgildi 35,496 IU/L). Bráð nýrnabilun kom fram í tveimur tilfellum (3,7%). Konur voru með marktækt meiri CK-hækkun en karlar (p<0,001). Rákvöðvarof var í um 89% tilvika í vöðvum griplima eða ganglima. CK hækkun var marktækt meiri í griplimum (p<0,001). Ekki var marktækur munur á CK hækkun eftir aldri (p=0,786). Ályktanir: Fleiri karlar en konur fengu rákvöðvarof vegna áreynslu eða ofþjálfunar. Flestir voru með rákvöðvarof í vöðvum útlima. CK-hækkun var veruleg en fylgikvillar fátíðir. CK-hækkun var marktækt meiri meðal kvenna en karla og marktækt meiri eftir áreynslurákvöðvarof í griplimum en ganglimum. V-8 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2, Viðar Magnússon3, Auðunn Kristinsson4, Brynjólfur Mogensen1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2rannsóknarstofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 3aðgerðasviði Landspítala, 4Landhelgisgæslu Íslands hro16@hi.is Bakgrunnur: Æskilegt er að alvarlega slasað og veikt fólk komist sem fyrst á sérhæft sjúkrahús til greiningar og meðferðar. Þyrla Landhelgisgæslu Íslands (LHG), með lækni um borð, er talin mikil- vægur þáttur í heilbrigðisþjónustu Íslendinga því hún getur vitjað slas- aðra og veikra á skömmum tíma við erfiðustu aðstæður til sjós og lands. Markmið: Að rannsaka umfang og mikilvægi sjúkraflugs þyrlu LHG á Íslandi árin 2008-2012. Aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar voru þeir sjúklingar sem fluttir voru á Landspítala með þyrlu LHG árin 2008-2012. Upplýsinga var aflað úr þyrlu- og sjúkraskrám Landspítala. Bráðleiki flugs var metinn með NACA (National Advisory Committee for Aeronautics) kvarða. Áverkar slasaðra sjúklinga voru stigaðir með The Abbrevated Injury Scale (AIS), Injury Severity Score (ISS), Revised Trauma Score (RTS) og Trauma and Injury Severity Score (TRISS). Veikir sjúklingar voru stigaðir með Modified Early Warning Score (MEWS) og flokkaðir með tilliti til 10. útgáfu um alþjóðlega flokkun sjúkdóma (ICD-10). Niðurstöður: Alls voru 275 sjúklingar fluttir með þyrlu LHG á Landspítala vegna áverka eða veikinda. Karlar voru 70,5%. Meðalaldur slasaðra var 38,4 ár samanborið við 51,4 ár hjá veikum (p<0,001). Fjöldi barna (<18 ára) var 22, þar af 17 slösuð. Fjöldi aldraðra (≥67 ára) var 30, þar af 9 slasaðir. Bráðleiki flugs var mikill (NACA 4-7) hjá 51,6% sjúklinga. Algengast var að slasaðir væru með áverka á neðri útlim og mjaðmagrind (25,6%). Algengast var að slösuð börn væru með áverka á höfði (29,4%). Að meðaltali var RTS 7,5, ISS 10,0 og TRISS 93,6%. Mikið eða meira slasaðir (ISS ≥9) voru 36,7%. Veikir fengu að meðaltali 1,3 á MEWS skala og algengasta orsök útkalls voru hjarta- og æðasjúkdómar (48,4%). Hjá öldruðum var algengasta orsök útkalls einnig hjarta- og æðasjúkdómar (61,9%). Ályktanir: Stór hópur þeirra sem fluttur var með þyrlunni var mikið eða meira slasaður. Tæplega helmingur veikra var með hjarta- og æða- sjúkdóm. NACA stigun á vettvangi virðist gefa góða mynd af bráðleika slasaðra og veikra. Sjúkraflug þyrlu LHG nýtist við flutninga á mikið slösuðu eða veiku fólki og er þannig mikilvægur liður í heilbrigðis- þjónustu Íslendinga. V-9 Pediatric early warning score (PEWS) á barnadeild Barnaspítala Hringsins Oddný Kristinsdóttir1,2, Sigríður Brynja Snorradóttir1 1Barnadeild Barnaspítala Hringsins, Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands oddnyk@landspitali.is Bakgrunnur: Pediatric early warning score (PEWS) er staðlað mat þar sem mat á lífssmörkum gefa sameiginleg stig til að meta versnandi ástand sjúklings. Flæðirit fylgir sem segir til um hvernig skuli bregðast

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.