Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Blaðsíða 8

Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Blaðsíða 8
8 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 83 B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 5 F Y L G I R I T 8 3 E-9 Öryggi barna í innkaupakerrum: Árangursríkt inngrip til forvarna. Skrásetningu slysa er ábótavant Árni Þór Eiríksson, Zuilma Gabríela Sigurðardóttir Sálfræðideild Háskóla Íslands athe1@hi.is Bakgrunnur: Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli. Að leyfa barni að sitja eða standa ofan í innkaupakerru þar sem vörur eiga að vera, getur verið mjög áhættusamt. Árið 2005 gaf Landlæknisembættið út bækling þar sem fram kom að á hverju ári slasast um 100 börn við það að falla úr innkaupakerrum. Þó voru þetta áætlaðar tölur Landlæknisembættisins því engar samantektir voru til um algengi, alvarleika eða fjölbreytileika slysa sem börn sem sett eru ofan í inn- kaupakerrur lenda í. Markmið: Að athuga hvort hægt væri að hafa áhrif á þá hegðun að foreldrar settu börn sín ofan í innkaupakerrur með því að koma fyrir spjaldi með mynd af barni ofan í innkaupakerru innan í bannhring í inn- kaupakerrum fjögurra verslana á höfuðborgarsvæðinu. Aðferð: Þrír matsmenn töldu tíðni markhegðunar með endurteknum mælingum áður en spjöldin voru sett í innkaupakerrurnar, eftir að þeim hafði verið komið fyrir og eftir að spjöldin voru tekin úr og var samræmi á milli þeirra k=0,99. Notast var við margfalt grunnskeiðssnið með frá- hvarfi til að meta áhrif íhlutunar í verslununum fjórum. Niðurstöður: Á grunnskeiði var tíðni markhegðunar 7,72 tilfelli að meðaltali, en þegar inngripi var komið fyrir fór tíðni markhegðunar niður í 0,38 tilfelli að meðaltali í hverri mælingu. Þegar inngripið var svo tekið úr innkaupakerrunum fór tíðni markhegðunar í 9,42 tilfelli að meðaltali. Inngripið minnkaði líkur á markhegðun því töluvert. Ályktanir: Í kjölfar þessarar rannsóknar hafa Rannsóknastofa í atferlis- greiningu við Háskóla Íslands og tryggingafélagið Sjóvá tekið höndum saman og vinna að merkingu innkaupakerra. Mikilvægt er að meta for- varnagildi merkingarinnar á landsvísu til langs tíma eftir því sem fleiri innkaupakerrur eru merktar á landinu og því er nauðsynlegt að fylgjast með og skrásetja upplýsingar um þau slys sem verða á börnum sem eru sett ofan í innkaupakerrur. E-10 Stunguáverkar sem leiddu til innlagna á Landspítala 2005-2014 Una Jóhannesdóttir1, Guðrún María Jónsdóttir2, Bergrós Kristín Jóhannesdóttir4, Hjalti Már Björnsson1,3, Tómas Guðbjartsson1,4, Brynjólfur Mogensen1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2svæfinga- og gjörgæsludeild, 3bráðadeild og 4hjarta- og lungna- skurðdeild Landspítala brynmog@landspitali.is Bakgrunnur: Slys og ofbeldi eru meðal algengustu dánarorsaka fólks á aldrinum 15-44 ára. Á heimsvísu er talið að rúmlega fimm milljónir manna deyi vegna afleiðinga slysa og ofbeldis. Tegund ofbeldis er mis- munandi milli heimshluta, landa og innan landa. Fáar rannsóknir eru til um faraldsfræði stunguáverka í Evrópu og ekki hafa birst rannsóknir sem ná til heillar þjóðar. Eldri rannsóknir takmarkast oft við ákveðna líkamshluta. Upplýsingar um stunguáverka vantar á Íslandi. Markmið: Að kanna faraldsfræði sjúklinga með stunguáverka sem voru innlagðir á Landspítala á 10 ára tímabili með áherslu á greiningu, með- ferð og afdrif. Aðferðir: Í þessa afturskyggnu rannsókn voru teknir allir einstaklingar sem voru lagðir inn á Landspítala frá 2005-2014 í kjölfar áverka með hníf eða sveðju. Leitað var rafrænt eftir öllum einstaklingum sem komu slasaðir á Landspítala eftir hnífa- eða sveðjuáverka og áverkarnir flokk- aðir samkvæmt NOMESCO-kerfi. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám gjörgæslu- og legudeilda Landspítala. Umfang áverka var metið með alþjóðlegum stöðlum; áverkastigi, áverkaskori og áverkamati. Niðurstöður: Alls voru 49 sjúklingar lagðir inn (0,15 á hverja 1000 íbúa), þar af voru 42 karlmenn (86%); að meðaltali fimm einstaklingar á ári (bil: 1-10 einstaklingar/ári), meðalaldur 33 ár (bil: 5-68 ár, miðgildi 30 ár). Meirihluti stunguáverka urðu í heimahúsi eða 26 tilfelli (53%), 15 tilfelli utanhúss (31%), fjögur á skemmtistað (8%) og tvö á vinnustað (4%). Meðaltími frá áverka að komu á sjúkrahús var 41 mínúta (bil: 6-161 mín.). Meðal áverkaskor var 9,5 (bil 1-34), 9 einstaklingar (18%) voru alvarlega slasaðir, með áverkaskor 16 og yfir. Meðal áverkamat var 7,0. Meðallegutími var 5,5 dagar (bil: 0-53 dagar, miðgildi 2 dagar). Alls gengust 27 sjúklingar (55,1%) undir aðgerð, og var meðal áverkaskor þeirra 10,6, en 19 þeirra þurftu á gjörgæslumeðferð (38,8%) að halda, þar af 8 í öndunarvél. Tveir lífshættulega slasaðir sjúklingar, með áverka- skor 25 og 29, létust innan 30 daga (4%). Af þeim 47 sjúklingum sem lifðu útskrifuðust 43 heim (91,5%), tveir á endurhæfingardeild, einn á sjúkrahótel og einn á hjúkrunarheimili. Ályktanir: Stunguáverkar sem leiða til innlagna eru tiltölulega sjaldgæfir hér á landi samanborið við nágrannalönd. Flestir eru mikið slasaðir en 18% einstaklinga reyndust með alvarlega eða lífshættulega áverka. Stór hluti sjúklinga þurfti á gjörgæslumeðferð að halda og meiri- hluti sjúklinga gekkst undir skurðaðgerð. Dánartíðni þeirra sem leggjast inn á Landspítala eftir stunguáverka er mjög lág (4%) og gæti stuttur viðbragðs- og flutningstími neyðarbíls skipt máli ásamt góðri meðferð á Landspítala. E-11 Geðgreiningar og sjálfsvígstilraunir meðal sænskra eftirlif- enda tsunami-hamfaranna: Fimm ára pöruð ferilrannsókn Filip K. Arnberg1,2, Ragnhildur Guðmundsdóttir3, Agnieszka Butwicka4,5, Fang Fang4, Paul Lichtenstein4, Christina M. Hultman4,6, Unnur A. Valdimarsdóttir3,7 1National Centre for Disaster Psychiatry, Department of Neuroscience, Psychiatry, Uppsala University, Uppsölum,2Stress Research Institute, Stockholm University, Stokkhólmi, 3Miðstöð í lýðheilsuvísindum, læknadeild Háskóla Íslands, 4Department of Medical Epidemio- logy and Biostatistics, Karolinska Institutet, Stokkhólmi, 5Department of Child Psychiatry, Medical University of Warsaw, Varsjá, 6Medical Psychology, Departmant of Neuroscience, Uppsala University, Uppsölum,7Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health, Boston rag16@hi.is Bakgrunnur: Markmiðið var að rannsaka hvort sænskir eftirlifendur tsunami-hamfaranna árið 2004 væru í aukinni áhættu á geðgreiningum og sjálfsvígstilraunum fimm árum eftir heimkomu. Aðferð: Eftirlifendur tsunami-hamfaranna sem komu heim frá Suðaustur-Asíu (8762 fullorðnir og 3742 börn) voru paraðir við 864.088 óútsetta einstaklinga og 320.828 óútsett börn á kyni, aldri og félags- stöðu. Að auki var upplýsingum um alvarleika útsetningar safnað með spurningalista til 3.534 eftirlifenda og þær notaðar í skammtasvörunar- greiningu. Gögn um geðgreiningar og sjálfsvígstilraunir voru fengin úr sænskum sjúkraskrám. Áhættuhlutföll (HR) og 95% öryggisbil (CI) voru reiknuð og leiðrétt fyrir fyrri geðgreiningum fullorðinna og fyrir fyrri geðgreiningum foreldra barnanna. Niðurstöður: Útsettir fullorðnir einstaklingar voru í meiri áhættu á að fá geðgreiningu en óútsettir fullorðnir einstaklingar (6,2 vs. 5,5%; HRadj=1,21, 95%CI: 1,11-1,32), sérstaklega streitutengdar greiningar (2,1 vs. 1,0%; HRadj=2,27, 95%CI: 1,96-2,62) og sjálfsvígstilraunir (0,43 vs. 0,32%; HRadj=1,54, 95%CI: 1,11-2,13), en ekki lyndis- eða kvíðaraskanir. Áhætta á streitutengdum greiningum var áberandi meðal eftirlifenda

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.