Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Blaðsíða 13
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 5 F Y L G I R I T 8 3 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 83 13 við hverju skori. Mat er gert með reglubundnu eftirliti þar sem fylgst er með púls, blóðrás, húðlit, starfsemi öndunarfæra, meðvitund og hegðun. Ef klínískt ástand sjúklings versnar, skorar hann hærra og vís- bendingar geta verið um íhlutun til að bæta ástand hans. Hærra skor þýðir einnig tíðara mat og eftirlit með sjúklingi. Notkun PEWS getur sagt til um hugsanleg eða staðfest alvarleg veikindi sjúklings og er alltaf notað samhliða klínískri ákvörðun. Flestir barnaspítalar í Bretlandi og Bandaríkjunum nota einhverja útgáfu af PEWS. Það er einnig í notkun í Ástralíu, Noregi, Hollandi, Svíþjóð og fleiri löndum. Markmið: Að innleiða PEWS á legudeild Barnaspítala Hringsins. Aðferðir: Búið er að þýða og staðfæra Brigthon PEWS skor og flæðirit sem því fylgir. Einnig er búið að samræma lífsmarkaviðmið á Barnaspítalanum. Næstu skref eru vinna við verklagsreglur um mat og eftirlit með sjúklingum og innleiðing. Niðurstöður: PEWS varð fyrir valinu þar sem rannsóknir hafa sýnt að notkun PEWS hefur dregið úr innlögnum á gjörgæsludeildir, dregið úr fjölda útkalla bráðateyma og dregið úr unsafe transfer á gjörgæsludeildir. Einnig hefur verið sýnt fram á bætta skráningu lífsmarka og bætt gæði við athuganir og eftirliti með sjúklingum. Þá hefur notkun PEWS bætt samskipti milli hjúkrunarfræðinga og lækna þar sem hlutlæg gögn liggja fyrir þegar ástand sjúklings breytist og reynslu minni hjúkrunar- fræðingar hafa tjáð aukið starfsöryggi. Ályktanir: Með innleiðingu PEWS á barnadeild Barnaspítala Hringsins er verið að finna leið til að bregðast við versnun á ástandi sjúklings eins fljótt og hægt er. Áætlað er að eftirlit með sjúklingum verði markvissara og að brugðist verði fyrr við þegar ástand sjúklings versnar. V-10 Komur slasaðra á bráðamóttöku Landspítala eftir vélsleðaslys árin 2001-2012 Páll Óli Ólason1,4, Þorsteinn Jónsson2,3, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir2,4, Brynjólfur Mogensen1,4 1Læknadeild, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 3aðgerðasviði, 4rannsóknastofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum poo1@hi.is Bakgrunnur: Vélsleðinn getur verið þarfaþing fyrir einstaklinga og björgunarsveitir í erfiðri vetrarfærð. Í seinni tíð hafa vélsleðar verið mikið notaðir til afþreyingar og keppnisiðkunar. Frá árinu 2001 til 2012 fjölgaði skráðum vélsleðum á Íslandi úr 3334 í 4982 en ekki er vitað um vélsleðaiðkunina. Vélsleðaslys hafa ekki verið rannsökuð á Íslandi. Markmið: Að kanna faraldsfræði slasaðra í vélsleðaslysum sem komu á bráðamóttöku Landspítala árin 2001-2012. Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra sem lent höfðu í vélsleðaslysi og komu á Landspítala frá 1. janúar 2001-31. desember 2012. Skráður var fjöldi slasaðra, kyn, aldur, komuár, mánuður og viku- dagur slyss, athöfn, slysstaður, orsök, fylgd, dagar milli slyss og komu, aðgerðir, legutími, útbúnaður, slysagreiningar og alvarleiki áverka metinn skv. AIS-áverkastigi og ISS-áverkaskori. Niðurstöður: Alls komu 482 manns á Landspítala á rannsóknartíma- bilinu, 102 konur (21%) og 380 karlar (79%). Meðalaldur hinna slösuðu var tæp 37 ár (spönn 9-77). Börn voru 28 og aldraðir 13. Í heildina voru 369 (77%) slysa tengd frítíma og komu 298 (62%) einstaklingar á bráða- móttöku á eigin vegum. Á hálendi og jöklum slösuðust 256 (53%). Í 188 (39%) tilfellum var orsökin lágt fall eða stökk og í 78 (16%) var um veltu að ræða. Flest þessara slysa urðu í janúar til apríl eða 329 (68%) og um helgi, 289 (60%). Af 71 erlendum ferðamanni lentu 30 (42%) í vélsleða- slysi í maí til ágúst. Algengustu áverkar voru á efri útlim (31%) og mjaðmagrind / neðri útlim (31%). Alls þurfti 81 slasaður (17%) innlögn á Landspítala. Lítið slasaðir voru 254 (56%), miðlungs slasaðir 173 (38%), mikið slasaðir 24 (5%) en 7 alvarlega eða lífshættulega slasaðir. Ályktanir: Mun fleiri karlar en konur komu á Landspítala vegna afleið- inga vélsleðaslysa á árunum 2001-2012. Slysin gerðust langflest í frítíma og um helgar. Flestir slösuðust lítið en tæplega 17% slasaðra þurfti að leggja inn á spítalann. V-11 Skjótur brottflutningur af hamfarasvæði í kjölfar náttúruhamfara og áhrif á langtíma heilsufar eftirlifenda Ragnhildur Guðmundsdóttir1, Christina Hultman2, Unnur A. Valdimarsdóttir1,3 1Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands, 2Department of Medical Epidemiology and Biostatistics, Karolinska Institutet, Stokkhólmi, 3Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health, Boston rag16@hi.is Bakgrunnur: Náttúruhamfarir hafa áhrif á líðan og heilsu þeirra sem lifa þær af. Ekki er vitað hvort lengd dvalar á hamfarasvæðum í kjölfar náttúruhamfara hafi áhrif á langtíma heilsu eftirlifenda. Markmið: Að rannsaka hvort lengd dvalar á hamfarasvæði eftir tsu- nami-hamfarirnar í Suðaustur-Asíu árið 2004 hafi haft áhrif á langtíma heilsu sænskra eftirlifenda sem fluttir voru heim af hamfarasvæðinu á fyrstu þremur vikunum eftir hamfarirnar. Aðferð: Faraldsfræðileg rannsókn var gerð á 10.116 sænskum eftirlif- endum tsunami-flóðbylgjunnar 2004 sem komu heim til Svíþjóðar á fyrstu þremur vikunum eftir hamfarirnar. Alls svöruðu 4910 (49%) spurningalista 14 mánuðum síðar. Þátttakendur voru spurðir um heim- farardag og hversu sáttir þeir voru við tímasetningu hans. Einnig var spurt um geðheilsu (GHQ-12) og einkenni áfallastreituröskunar (IES-R) 14 mánuðum eftir heimkomu. Fengin voru gögn úr framskyggnum sjúkraskrám um geðgreiningar hvers einstaklings fyrir hamfarirnar. Lógistísk aðhvarfsgreining var notuð til að reikna líkindahlutfall á áfallastreitueinkennum og geðrænum vanda eftir því hvenær brottflutn- ingur átti sér stað. Leiðrétt var fyrir aldri, kyni, menntun, ástvinamissi, eigin spítalavist á hamfarasvæði eða spítalavist ástvina á hamfarasvæði, staðsetningu á hamfarasvæði þegar hamfarir áttu sér stað og geðgrein- ingum fyrir hamfarirnar. Niðurstöður: Yfir helmingur þátttakenda (53%, eða 2597) var sáttur við tímasetningu heimfarardags, 33% (1613) fannst þeir koma of snemma heim og 13% (635) fannst þeir koma of seint heim. Samanborið við þá sem komu heim 14-21 degi eftir hamfarirnar þá voru þeir sem komu heim fyrstu fjóra dagana eftir hamfarirnar í aukinni áhættu á einkennum áfallastreituröskunar (aOR 2.0, 95%CI 1.3-3.0) og geðheilsuvanda (aOR 1.4, 95%CI 1.0-2.0) eftir að leiðrétt var fyrir mögulegum áhrifabreytum. Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að tengsl eru á milli skjótrar heimferðar af hamfarasvæði og aukinnar áhættu á langtíma heilsufarsafleiðingum. Niðurstöðurnar hafa einstaka burði til að undir- búa yfirvöld sem best undir ákvarðanatöku í kjölfar óhjákvæmilegra náttúruhamfara í framtíðinni.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.