Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Side 15

Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Side 15
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 8 5 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 85 15 22 Vitræn geta og heilarit eftir kransæðahjáveituaðgerð – framskyggn rannsókn Magnús Jóhannsson1, Tómas Guðbjartsson2,4, Lilja Ásgeirsdóttir 2, Ásdís Emilsdóttir1, Tómas Andri Axelsson4, Kristinn Johnsen1, Jón Snædal3 1Mentis Cura ehf. 2Hjarta- og Lungnaskurðdeild og 3öldrunarlækningadeild Landspítala. 4 Læknadeild Háskóla Íslands. Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að vitræn skerðing, einkum minn- istruflanir, geta fylgt opnum hjartaaðgerðum. Kólínvirkni heilans mæld með heilariti virðist hafa mikla samsvörun við vitræna skerðingu og er markmið þessarar rannsóknar að kanna þessi tengsl frekar og þá sér- staklega tengsl kólínvirknistuðuls (KS) við breytingar á vitrænni getu í kjölfar kransæðahjáveitu. Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn sem náði til 41 sjúklings (meðalaldur 64 ár, bil: 41-79, 34 karlar) sem gengust undir kransæðahjá- veituaðgerð (CABG) á árunum 2010-2013. Gert var taugasálfræðilegt mat fyrir aðgerð og 4 og 12 mánuðum eftir aðgerð, til að meta vitræna getu ásamt mati á þunglyndi og kvíða. Heilarit var skráð samhliða. Úr heilarit- unum var virkni kólínvirka kerfisins metin á tilbúnum kvarða frá 0-200 (miðgildi 100), þar sem hærra gildi bendir til aukinnar kólínvirkni. KS var reiknaður fyrir hverja heimsókn. Breytingar voru metnar með t-prófi, dreifigreiningu og fylgnireikningum. Niðurstöður: Flestir sjúklingar sem mældust með lágan KS fyrir aðgerð hækkuðu eftir aðgerð, en flestir með háan stuðul lækkuðu og reyndust breytingarnar marktækar [r= -0,56, p<0,01]. Fram komu marktækar breytingar í kjölfar aðgerðar á taugasálfræðiprófum þar sem frammi- staðan batnaði á sviði minnis [eta2= 0,55; p<0,01] og hreyfihraða [eta2= 0,33; p<0,05] ásamt lækkuðu heildarskori á þunglyndiskvarða [eta2= 0,36, p<0.05]. Miðlung til sterk fylgni (r= 0,33 - 0,58, p<0,05) var á milli KS og taugasálfræðiprófa á sviði minnis, hugræns hraða, mál/orðaflæði og kvíðakvarða. Ályktun: Niðurstöður staðfesta fyrri niðurstöður okkar þar sem sáust tengsl kólínvirknistuðuls í heilariti við breytingar á vitrænni getu í kjölfar kransæðahjáveituaðgerða. Þessi aðferð gæti haft forspárgildi varðandi breytingar á vitrænni getu í kjölfar kransæðahjáveitu. 23 Árangur skurðmeðferðar við Pancoast- lungnakrabbameini á Íslandi Björn Már Friðriksson1, Steinn Jónsson2, Guðrún Nína Óskarsdóttir1, Andri Wilberg Orrason1, Helgi J. Ísaksson3, Tómas Guðbjartsson1,4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2lungnadeild, 3meinafræðideild, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala bmf3@hi.is Inngangur: Pancoast-æxli eru lungnakrabbamein sem vaxa út frá lungna- toppum í þak fleiðruhols og valda oft einkennum vegna ífarandi vaxtar í aðlæg líffæri. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur skurðmeðferðar við Pancoast-æxlum á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir skurðaðgerð við Pancoast-krabbameini í læknandi til- gangi á Landspítala á árunum 1991-2010. Skráð voru einkenni sjúklinga, fylgikvillar meðferðar og endurkomutíðni. Æxlin voru stiguð samkvæmt 7. útgáfu TNM-stigunarkerfisins. Niðurstöður: Tólf sjúklingar gengust undir aðgerð á þeim 20 árum sem rannsóknin náði til; þar af 7 á hægra lunga. Algengustu einkenni voru verkur í herðablaði eða öxl (n=5) og/eða brjóstverkur (n=3), hósti (n=6) og megrun (n=5). Flest æxlanna voru af kirtilfrumugerð (n=5) eða flöguþekjugerð (n=4). Meðalstærð æxlanna var 5,9 cm (bil: 2,8-15) og voru fimm á stigi IIB og sjö á stigi IIIA. Æxlin voru fjarlægð með hreinum skurðbrúnum í 10 tilfellum (83%). Allir lifðu aðgerðina af en einn sjúklingur varð fyrir alvarlegum fylgikvilla (8%) sem var asablæðing í aðgerð. Einn sjúklingur fékk geisla- og lyfjameðferð fyrir aðgerð en 8 fengu geislameðferð eftir aðgerð. Níu sjúklingar greindust síðar með endurkomu sjúkdóms; 5 með staðbundna endurkomu og 5 með út- breiddan sjúkdóm. Heildarlifun eftir 5 ár var 33% en miðgildi lifunar var 27,5 mánuðir (bil: 4-181). Ályktanir: Skammtíma árangur skurðaðgerða við Pancoast-krabbameini er góður hér á landi. Langtíma horfur þessara sjúklinga voru hins vegar lakari en í nýlegum erlendum rannsóknum og tíðni staðbundinnar endurkomu há. Hugsanlega má bæta horfur sjúklinga með samtvinnaðri geisla- og lyfjameðferð fyrir aðgerð. 24 Árangur fyrstu meðferðar við frumkomnu sjálfsprottnu loftbrjósti á Landspítala 1992-2011 Stefán Ágúst Hafsteinsson1,2, Tómas Guðbjartsson2,3, Anna Gunnarsdóttir1 1 Barnaskurðdeild Barnaspítala Hringsins, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands stefanah@landspitali.is Inngangur: Við frumkomið sjálfsprottið loftbrjóst fellur lungað saman vegna rofs á litlum blöðrum sem oftast eru á lungnatoppum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur fyrstu meðferðar við frumkomnu sjálfsprottnu loftbrjósti og tíðni skurðaðgerða þar sem gert er blöðrubrot- tnám og fleiðruerting. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sem greindust með sitt fyrsta frumkomna sjálfsprottna loftbrjóst á Landspítala 1992-2011. Sjúklingar fundust með leit í greiningar- og aðgerðarskrám Landspítala. Úr sjúkraskrám fengust upplýsingar um aldur við greiningu, meðferð og tíðni endurtekins loftbrjósts. Miðgildi eftirfylgdar var 120 mánuðir (bil: 1-240). Niðurstöður: Alls greindust 616 loftbrjóst hjá 426 einstaklingum (meðal- aldur 28,6 ár, 79,6% karlar). 96 sjúklingar greindust tvívegis sömu megin og 22 þrívegis eða oftar. Hjá 38 (8,9%) sjúklingum greindist loftbrjóst beggja vegna en þó ekki í sömu legu. Algengasta fyrsta meðferð var ísetning brjóstholskera hjá 253 (59,4%) sjúklingum. Af þeim fékk 71 (28,1%) síðar loftbrjóst sömu megin, að meðaltali 14,5 mánuðum síðar, en 44 (60%) fóru beint í aðgerð eftir sitt annað loftbrjóst. 124 sjúklingar (29,1%) fóru beint í aðgerð við fyrsta loftbrjóst og fengu 6 þeirra endur- tekið loftbrjóst sömu megin en 17 fengu síðar loftbrjóst hinum megin og fóru 12 þeirra í aðgerð. Alls fengu 45 sjúklingar enga meðferð við fyrsta loftbrjósti og fékk þriðjungur þeirra endurtekið loftbrjóst sömu megin, að meðaltali 15,6 mánuðum síðar. Ályktanir: Tæplega þriðjungur sjúklinga fór beint í skurðaðgerð við fyrsta loftbrjóst og af þeim læknuðust 95%. Langalgengasta fyrsta með- ferð (59,4%) var brjóstholskeri og þrír af hverjum fjórum þurftu ekki frek- ari meðferð. Tæplega helmingur (47%) sjúklinganna fór í skurðaðgerð á rannsóknartímanum.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.