Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Síða 19

Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Síða 19
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 8 5 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 85 19 þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort truflanir á sykur- efnaskiptum væru tengdar útbreiðslu kransæðasjúkdóms. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru sjúklingar með BKH án fyrri greiningar á sykursýki af tegund 2 (SS2) á Landspítala háskólasjúkra- húsi. Skert sykurþol og SS2 voru greind með mælingu á fastandi blóðsykri (FPG), HbA1c og stöðluðu sykurþolsprófi 2 – 4 dögum eftir innlögn og mælingar endurteknar 3 mánuðum eftir útskrift. Útbreiðsla kransæðasjúkdómsins var metin með Gensini skori sem tekur tillit til þess hve mikil þrenging er, hversu margar þrengingar eru og stað- setningar þeirra. Niðurstöður: Meðal 171 sjúklinga (77% karlar, meðalaldur 63,3) voru 47% með eðlileg sykurefnaskipti, 41% með skert sykurþol og 12% með SS2. Miðgildi Gensini skors var 30,0 (16,0 – 48,8). Miðgildi Gensini skors voru 26,0 og 28,5 meðal sjúklinga með eðlileg sykurefnaskipti og skert sykurþol. Miðgildi Gensini skors var 37,0 meðal sjúklinga með SS2 (p = 0,07). Ályktanir: Meðal sjúklinga með brátt kransæðaheilkenni og ekki með greinda sykursýki er tilhneiging til útbreiddari kransæðasjúkdóms hjá þeim sem greinast með truflanir á sykurefnaskiptum með skimun heldur en þeim sem eru með eðlileg sykurefnaskipti. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að skima fyrir efnaskiptasjúkdómum meðal sjúklinga sem leggjast inn vegna BKH. 35 Ekki eru tengsl milli sykurefnaskipta og starfsemi æðaþels hjá sjúklingum með bráð kransæðaheilkenni Linda Björk Kristinsdóttir1,2, Erna Sif Óskarsdóttir1,2 , Steinar Orri Hafþórsson1,2, Þórarinn Árni Bjarnason1,2, Sigrún Helga Lund2, Bylgja Kærnested1,2, Ísleifur Ólafsson1,2, Erna Sif Arnardóttir 1, Sigurður Sigurðsson3, Vilmundur Guðnason2,3, Guðmundur Þorgeirsson1,2,3, Karl Andersen1,2,3 Landspítala1, Háskóla Íslands2, Hjartavernd3 lbk3@hi.is Inngangur: Um tveir þriðju hlutar þeirra sem fá brátt kransæðaheilkenni (BKH) eru með óþekkta sykursýki eða skert sykurþol. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort tengsl séu milli truflunar í blóðsykur- stjórnun og vanstarfsemi æðaþels hjá sjúklingum með bráð kransæða- heilkenni. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru sjúklingar sem lögðust inn á hjartadeild vegna BKH og höfðu ekki áður verið greindir með sykursýki. Framkvæmt var sykurþolspróf og mælingar á fastandi glúkósa í plasma og HbA1c hjá öllum þátttakendum 2-4 dögum eftir innlögn og aftur þremur mánuðum síðar. Einnig var gerð hálsslagæðaómun til að meta útbreiðslu æðakölkunar hjá þátttakendum. Æðaþelsrannsóknir voru gerðar með EndoPAT tækni sem byggir á viðbrögðum æða við lokun á blóðflæði. Tækið nemur púlsútslag í háræðabeðum fingra fyrir og eftir lokun og reiknar út stuðulinn RHI (Reactive Hyperemia Index). Niðurstöður: Þátttakendur voru 92 (meðalaldur 63,5 ár, 79% karlar). Miðgildi RHI stuðla mældust 1,85 (IQR: 1,59-2,25), 1,78 (IQR: 1,60-2,27) og 1,85 (IQR: 1,40-3,43) hjá sjúklingum með eðlileg sykurefnaskipti (32%), skert sykurþol (51%) og sykursýki (17%) (p=0.83). RHI stuðull var 2,97 (IQR: 2,97-2,97), 1,82 (IQR: 1,59-2,15), 1,78 (IQR: 1,54-2,22) og 2,09 (IQR: 1,63-2,29) hjá þeim sjúklingum sem voru með eðlilegar hálsæðar, minni háttar, meðal eða alvarlega þrengingu i hálsslagæðum (p=0,41). Neikvæð fylgni var milli RHI stuðuls og stigunar á útbreiðslu kransæða- sjúkdóms (r= -0.22, p=0.03). Ályktun: Vanstarfsemi æðaþels tengist ekki efnaskiptaröskunum hjá sjúklingum með bráð kransæðaheilkenni. Þetta bendir til þess að æða- kölkun hjá sjúklingum með BKH sé það langt gengin að ekki sé hægt að greina hjá þeim áhrif efnaskiptatruflana á starfsemi æðaþels. 36 Áhrif kóvar á horfur sjúklinga með ristil- eða endaþarmskrabbamein og blæðingartengd einkenni Jóhann Páll Hreinsson1, Jón Gunnlaugur Jónasson2, Einar S. Björnsson1 1Meltingardeild lyflækningasviðs Landspítala, 2rannsóknarstofnun Landspítala, meinefnafræði- deild hreinssonjp@gmail.com Inngangur: Óljóst er hvort sjúklingar sem eru með blæðingartengd einkenni, eru á blóðþynningu og greinast með ristil- og/eða endaþarms- krabbamein, greinist fyrr en þeir sem ekki eru á blóðþynningu. Okkar markmið var því að rannsaka hvort kóvar bæti horfur í þessum krabba- meinum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn en gagnasöfnun er ekki lokið. Rannsóknin tók til allra þeirra sem greindust með ristil- og enda- þarmskrabbamein á Íslandi árin 2008-2014, voru með blæðingartengd einkenni og á kóvar. Í viðmiðunarhópi voru þeir sem voru með blæðing- artengd einkenni og greindir á sama tímabili en ekki á kóvar. Sjúklingar voru fundnir með upplýsingum úr Krabbameinsskrá. Blæðingartengd einkenni voru skilgreind sem sýnileg blæðing frá endaþarmi, járnskorts- blóðleysi eða jákvætt próf fyrir leyndu blóði í hægðum. Niðurstöður: Það voru 53 sjúklingar með blæðingartengd einkenni og á kóvar sem greindust með ristil- og endaþarmskrabbamein á tímabilinu, meðaldur 75 ár (±8), karlar 59%. Í viðmiðunarhópi voru 212 sjúklingar með blæðingartengd einkenni en ekki á kóvar, meðalaldur 76 ár (±8), karlar 50%. Meðaltími eftirfylgdar var 37 (±26) mánuðir fyrir sjúklinga á kóvar og 41 (±26) mánuður fyrir sjúklinga með blæðingartengd einkenni en ekki á kóvar. Af sjúklingum á kóvar, voru 21% með meinvörp við greiningu, af sjúklingum í viðmiðunarhópi voru 20% með meinvörp. Samanburður með Kaplan-Meier aðferð sýndi að 5 ára lífslíkur hjá þeim á kóvar voru 72% (95% CI 61-86%) en 66% (95% CI 50-72%) hjá þeim ekki á kóvar (p = 0,45). Ályktun: Þessar niðurstöður benda til þess að þrátt fyrir að kóvar kunni að auka líkur á blæðingu frá ristil- og endaþarmskrabbameini, þá virðist það ekki bæta horfur sjúklinga. Hafa verður í huga að eftirfylgdartími rannsóknarinnar er stuttur. 37 Malaría á Íslandi árin 1998-2014 Kristján Godsk Rögnvaldsson1, Sigurður Guðmundsson1,2, Magnús Gottfreðsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítala kgr2@hi.is Inngangur: Malaría er sníkjudýrasýking og ein algengasta orsök ótíma- bærra dauðsfalla í þróunarlöndum, einkum meðal barna. Sjúkdómurinn greinist af og til hérlendis í fólki sem hefur dvalið á malaríusvæðum. Í rannsókn sem gerð var á malaríu hérlendis 1980-1997 fundust 15 staðfest tilfelli. Ferðalög til svæða þar sem sjúkdómurinn er landlægur hafa auk- ist sem og fjöldi ferðamanna til Íslands. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að rannsaka faraldsfræði malaríu 1998-2014. Efniviður og aðferðir: Blóðstrok til tegundagreiningar malaríu komu frá öllu landinu á sýklafræðideild LSH og reyndust jákvæð í 31 ein-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.