Læknablaðið : fylgirit - 28.04.2015, Qupperneq 25
V í s i n d i á V o r d ö g u m
F Y L g i r i T 8 5
LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 85 25
53 Púlsmótunarhugbúnaður fyrir fingurendurhæfi
Skúli Þór Jónasson1,2, Þórður Helgason1,2
1Heilbrigðistæknisetri Landspítala og HR, 2FiRe ehf
skulij11@ru.is
Inngangur: Verkefnið Fingurendurhæfir er hönnun taugastoðtækis til
raförvunar fingurvöðva einstaklinga með mænuskaða við 5-7 hálslið
(þverlamanir). Meginmarkmið verkefnisins er að notandi geti einn og
óstuddur notað búnaðinn sér til hagsbóta. Liður í verkefninu er að þróa
og hanna hugbúnað sem stýrir straumstyrk um einstök rafskaut í raf-
skautafylkjum.
Markmið: Að hanna og þróa vél- og hugbúnað fyrir útgangsstig raförva
til að stýra rafpúlsum um rafskautafylki. Stýra á púlsbreidd, útslagi og
tíðni raförvunarpúlsanna.
Aðferðir: Einfalt púlsmótunarforrit var skrifað og prófað fyrir frumgerð
af litlu örgjörvabretti sem hefur tengimöguleika við allt að 16 rafskaut,
þ.e. eitt fylki. Forritið framkallar tvífasa púlsaraðir þ.a. hver púlsaröð
samanstendur bæði af raförvunarpúlsi og andstæðum afhleðslupúlsi
til að hleðslujafnvægi haldist við raförvunina. Notandinn getur með
einföldum skipunum stýrt breidd púlsanna (í µs eða ms) og sömuleiðis
útslagi og tíðni. Fyrir prófanir á púlsaröð var smágerð útgangsrás fyrir
eitt rafskautapar hönnuð og smíðuð.
Niðurstöður: Fram er komið forrit sem gerir notandanum kleift að fram-
kalla púlsaraðir fyrir nokkur rafskaut samtímis og einnig eitt og sér.
Forritið getur kveikt á allt að 4 rafskautum samtímis Þá er einnig komið
fram útgangsstig fyrir raförva til að stýra straum á hverju rafskauti í
fylki. Prófanir á útgangsrásinni sýnir eðlilega virkni púlsaraðanna og
þar með bæði vél- og hugbúnaðar.
Ályktun: Púlsmótunarforritið er komið fram og virkni þess er eins og
lagt var upp með. Næstu skref eru að laga tæknileg útfærsluatriði og
fjölga rafskautum sem kveikja má á samtímis. Forritið og útgangsrásin
eru stór þáttur í gerð hugbúnaðarins fyrir fingurendurhæfinn og þar
með í að bæta líf mænuskaddaðra einstaklinga.
54 Þróun mælibúnaðar til að meta hljóðsrafhrifmerki
sem getur fylgst með raförvun aftaugaðra vöðva
Kristín Inga Gunnlaugsdóttir1,2,3, Þórður Helgason1,2
1Vísindadeild Landspítala, 2Háskólanum í Reykjavík,3Háskólanum í Lübeck
kristin.gunnlaugsdottir@gmail.com
Inngangur: Raförvun er notuð til að örva aftaugaða vöðva, bæði til að
styrkja þá og stækka. Það er erfitt að fylgjast með áhrifum raförvunar-
innar, hvort að allur vöðvinn sé örvaður eða einungis að hluta til. Okkar
kenning er sú að með því að nota hljóðrafhrif, sé hægt að fylgjast með
raförvun aftaugaðra vöðva án íhlutunar í rauntíma. Úthljóðsbylgja
er send inn í vöðvann, og breytir hún leiðni hans staðbundið. Ef raf-
straumur er fyrir, mælist breyting á spennu, sem samsvarar hljóðraf-
hrifunum. Hrifin ættu að vera auðþekkjanleg, þar sem þau eru á hærri
tíðni en aðrar tíðnir líkamans. Með hljóðrafhrifum ætti að vera hægt að
kortleggja straumdreifinguna, svokölluð úthljóðsstraumlindarmynd-
gerð. Meginmarkmið verkefnisins er að setja upp og prófa mæliaðstöðu
til að mæla hljóðrafhrif.
Efniviður og aðferðir: Mæliaðstaða fyrir mælingar á hljóðrafhrifum var
þróuð. Úthljóðsgjafi sendir bylgju í saltlausn, sem er ætlað að líkja eftir
innra umhverfi líkamans. Þar til gerður nemi var smíðaður sem myndar
einsleitt rafsvið og nemur spennuna sem myndast. Búnaðurinn var betr-
umbættur, m.a. með Faraday búri til að koma í veg fyrir rafsegultrufl-
anir. Auk þess var magnari með síu og litlu suði útbúinn, því merkið er
afar veikt. Enn fremur var færslubúnaður og sérstakt gataspjald útfærð,
sem leyfðu staðsetningu straum- og mæliskauta með mikilli nákvæmni.
Mælibúnaður var prófaður og úthljóðs- og straumsvið mæld.
Niðurstöður: Mæliniðurstöður sýna að mælitækin virka sem skyldi.
Enn fremur samsvara úthljóðs- og straumsviðin líkönum sem gerð hafa
verið.
Ályktun: Niðurstöður gefa til kynna að þessi mæliaðstaða uppfyllir
kröfur til að mæla hljóðrafhrif.