Verzlunartíðindi - 01.07.1988, Blaðsíða 11

Verzlunartíðindi - 01.07.1988, Blaðsíða 11
LÖG- MAÐUR SVARAR SPURNINGUM UM BANKAVIÐ- SKIPTI Hversu lengi getur banki dregið að krefja framselj- anda um að leysa til sín ávísun sem ekki reyndist inneign fyrir? Og hversu langt getur banki notað ný lán til að skuldajafna önnur eldri? Kaupmannasamtökin fengu það verkefni á síðasta ári að fá úr þessu skorið fyrir einn félagsmanna KÍ. í bréfi sem Magnús Finns- son sendi Sveini Snorrasyni hæstaréttarlögmanni segir m.a.: 1. Viðskiptavinur múrara greiddi uppmælingu til Múr- arafélagsins með innistæðu- lausum ávísunum um nokkurt skeið. Félagið innleysti ávís- anirnar í banka. Eftir 6 mán- uði gerði bankinn kröfu til fé- lagsins um að leysa til sin innistæðulausar ávísanir (fjárhæð samtals 1,5 milljónir króna). Því spyrja skjólstæð- ingar mínir, með þetta dæmi í huga. Hversu lengi getur banki dregið að krefja fram- seljanda um að leysa til sín ávísun sem ekki reyndist vera inneign fyrir? 2. Við veitingu lána í bönk- um og sparisjóðum viðgengst sú regla að ef lántaki skuldar banka afborgun og vexti af eldri láni, gengur hluti eða allt hið nýja lán til skuldajöfnunar. Oft er þetta gert án vitundar lántaka. Ef þessari reglu er fylgt t.d. við kaup á viðskiptavíxlum og kaupvirði víxlanna látið ganga til greiðslu á gjaldfall- VERSLUNARTÍÐINDI inni afborgun af fjárfestingar- láni, kann það að skerða gjaldþol fyrirtækisins, svo það verði óstarfhæft. Því er spurt um heimild banka til þessa, sérstaklega þegar slíkt er ekki með vitund lántakanda. í svari Sveins Snorrasonar, hrl. segir svo: 1. Sjöundi kafli tékkalaga nr. 94 frá 19. júní 1933 geymir svör við fyrirspurn yðar. Sam- kvæmt 40. gr. laganna sbr. 29. gr. ber greiðslubanka að gefa yfirlýsingu um inni- stæðuleysi við sýningu tékk- ans. Tékkhafa ber þá, innan fjögurra daga samkvæmt 42. gr. laganna að senda síðasta framseljanda og útgefanda tilkynningu um greiðslufallið. Svarið við spurningunni er því 4 dagar eftir sýningu sam- kvæmt framansögðu, enda fari sýningin fram innan 30 daga frá útgáfudagsetningu tékkans. 2. Skoðun mín er sú, að mismunandi tegundum lána eða bankaviðskipta verði ekki ruglað saman, nema að- ilar hafi komið sér saman um það. í sambandi við föst víxla- viðskipti, þar sem banki skuldbindur sig til kaupa á vöruvíxlum og andvirði víxla kemur til tekna á hlaupa- og tékkareikningi, er að jafnaði svo um samið eða forsenda banka, að bankanum sé heimilt að skuldfæra viðkom- andi tékka- eða hlaupareikn- ing fyrir þeim víxlum er áður voru keyptir en greiðslufall varð á. Sjálfstæð lánsvið- skipti þar sem skuldari hefur látið lánastofnun í té sjálf- stæðar tryggingar og aðrar en þær og óháðar þeim er að baki tékka eða víxlaviðskipt- um standa, blandar banki að jafnaði ekki saman, nema viðskiptamaður hafi um ann- að samið. Sé um sömu trygg- ingu að ræða gagnvart hvorutveggja viðskiptanna hefur bankinn að jafnaði áskilnað eða fær heimild við- skiptamanns til þess að skuldfæra tékkareikning fyrir afborgunum og vöxtum af þeim bréfum er bankinn á. Hið algengasta er að við- skiptamaður óskar beinlínis eftir slíkum greiðslumáta. Ef ekkert slíkt samkomulag ligg- ur fyrir virðist eðlilegast að leitað sé fullnustu í þeirri tryggingu sem í té var látin fyrir láninu. Ég er því sam- mála sjónarmiðum yðar, enda myndi það valda örygg- isleysi í viðskiptum ef heimild lánastofnana væri óbundin í þessu efni“ NORSKIR FARANDSALAR HRAKTIR Á BROTT Það verður aldrei nógu vel brýnt fyrir kaupmönnum og félögum kaupmanna, sér- staklega úti á landsbyggð- inni, að kæra til sýslumanns eða lögreglustjóra hverskon- ar sölumenn sem setjast upp með varning sinn og falbjóða hann. Kaupmenn greiða skatta og skyldur fyrir að fá að versla, sölumennirnir ekki, og grunur leikur á að margir þeirra greiði engan söluskatt. Mörg hafa félögin úti á landi verið vel á verði. Á Akra- nesi voru tveir norskir farand- salar teknir til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Akranesi. Þeir höfðu fengið inni í einni versl- un bæjarins og fóru að selja, án þess að hafa tilskilin leyfi. Eftir yfirheyrsluna höfðu þeir sig á brott með sitt hafur- task, skartgripi ýmiskonar. Engin kæra barst vegna þessa, en kaupmenn voru til- búnir að kæra, ef þeir kæmu aftur. Það varð ekki. Sýslumaður kvað Norð- mennina hafa framvísað að- flutningsskýrslum og sölu- skattsnúmeri, en landsleyfi svokallað höfðu þeir ekki. Slíkt leyfi veitir heimild til að selja ákveðna vöru á tiltekn- um stað, sé hún ekki fyrir hendi í föstum verslunum inn- an ákveðinna fjarlægðar- marka. Á Akranesi versla í það minnsta tveir kaupmenn með skartgripi, þannig að jafnvel landssöluleyfið hefði ekki nægt þeim norsku. Er ekki annað að sjá en að leyfi sem þetta sé angi af regl- um frá miðöldum, — farand- sala ætti að heyra til liðinni tíð, þegar nær allir lands- menn eiga kost á góðum og öruggum verslunum. Hér þyrfti löggjafinn að koma til skjalanna og afnema þessa óeðlilegu starfsemi sem kaupmenn þurfa að keppa við. 11

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.