Verzlunartíðindi - 01.07.1988, Blaðsíða 15

Verzlunartíðindi - 01.07.1988, Blaðsíða 15
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og kaupmaður í RANGÁ: Sigrún Magnúsdóttirkaupmaðurog borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins í Reykjavík lagði fram fyrirspurnir um verslunarmál í borgarráði undir lok síðasta árs. Borgar- skipulag svaraði þessum fyrirspurnum seint í apríl. Hér er um að ræða spurningar og svör sem kaupmenn og raunar viðskiptavinir einnig hafa hag af að lesa og greina Verzlun- artíðindi frá þeim hér á eftir. í borgarráði sagði Sigrún m.a.: „í skýrslu Borgarskipu- lags, Verslunarkönnun í Reykjavík 1981sem kom út í maí 1981 er margsinnis bent á nauðsyn þess að borgaryfirvöld marki stefnu í verslunarmálum. I kaflanum um verslun og miðhverfi í aðalskipulagstillögunni er sett fram stefnu- mörkun í 6 liðum. Stefnumiðin eru góðra gjalda verð, en erfitt að sjá hvernig eigi að framkvæma þau.“ Óskar Sigrún eftir að fjórum spurningum hennar verði svarað. HVER ER STEFNAN 400 metra gönguleiðin Sigrún spuröist fyrir um þá stefnu aö þorri íbúa í nýjum hverfum njóti hverfisverslun- ar sem er ekki meira en í 400 metra fjarlægð. í því tilefni spyr hún um hvað hverfis- verslanir ættu aö vera margar í Reykjavík, hvaö þær séu margar og hversu margar þær voru 1977. í svari Bjarna Reinarsson- ar hjá Borgarskipulagi kemur fram að nauðsynlegur fjöldi matvöruverslana (hverfis- búða) sé 75-80, miðað við íbúðabyggð 1987 og 400 metra göngufjarlægð (300 metra radíus). Miðað við nú- verandi dreifingu verslana segir Bjarni að bæta þyrfti við 10-15 verslunum til að ná þessu marki. Núverandi fjöldi hverfis- verslana sé 90, — árið 1975 hafi þær verið 156. Bjarni segir að það sem einkenni verslunarmynstur Reykjavíkur hvað matvöru- verslun varði, sé óregluleg og þétt dreifing lítilla matvöru- verslana í hverfum sem voru byggð fyrir 1950 og hverfa- miðstöðvar með 3-10 versl- unum í nýrri hverfunum. Þá bendir hann á áhrif stór- markaða á verslunarvenjur fólks, þar fari fram vikuleg stórinnkaup, en í hverfisbúð- unum dagleg minni innkaup. Segir hann að í könnun Borg- arskipulags, „Mat á skipulagi Árbæjar- og Breiðholtshverfa 1985“ komi fram að aðeins 4% svarenda segjast ekki nota hverfaverslanir. Samkvæmt upplýsingum frá þjóðhagsstofnun var velta matvöruverslana í Reykjavík á síðasta ári 6.634 milljónir og blandaðra verslana, kaupfé- laga og stórmarkaða og ann- arra verslana sem selja fleiri vöruflokka en matvörur, 5.249 milljónir. Samkvæmt þessu sé því hlutur matvöru- verslana af heildarveltunni um 56%.. Af heildarveltu allr- ar smásöluverslunar lands- ins sem var rúmir 54 milljarð- ar króna árið 1987, var 80% hennar í Reykjavík og á Reykjanesi. Um byggingar verslunar- húsnæðis segir í svari Borg- arskipulags að aukningin síð- ustu árin sé mikil. Á tímabilinu 1980 til 1983 var að meðaltali lokið við byggingu 11 þúsund fermetra af verslunarhús- næði á ári, en síðustu fjögur árin, 1984-1987, 17 þúsund fermetra á ári. í viðtölum við matvöru- kaupmenn hefur komið í Ijós að helst þurfi að vera milli 1500 og 2000 manns innan þjónustusviðs hverfaverslun- ar þannig að hún beri sig, segir í skýrslunni. Einnig greinir frá því að fimm þeirra íbúðasvæða sem liggja utan við 300 metra viðmiðunarfjar- lægðina (sjá kort) eru við neðri mörk þess íbúafjölda sem talinn er nauðsynlegur. Þetta eru austurhluti Foss- vogshverfis, miðhluti Selja- hverfis (þar er reyndar fyrir- hugað miðhverfi samkvæmt skipulagi), norðurhluti Neðra Breiðholts, norðausturhluti Efra Breiðholts og norðurhluti Foldahverfis. í síðastnefnda hverfinu er unnið að deili- skipulagi að stórri hverfamið- stöð. Samkvæmt talningu úr Ár- bók Reykjavíkur 1987 bjuggu um 10 þúsund manns utan við viðmiðunarmörkin um 400 metra göngufjarlægð til næstu matvöruverslunar. Bjarni Reynarsson segirað viðmiðunin, 300 metra radíus eða 400 metra gönguleið, sé víða notuð í skipulagsfræð- um. Þetta sé einföld kortavið- miðun en alls ekki algildur mælikvarði á hvað fólk er til- búið að ganga langt að sækja verslunarþjónustu. „í þéttari byggð eins og t.d. í Neðra Breiðholti er þéttleiki á bilinu 20 til 25 íbúðir á hektara sem gefur 2000 til 2500 manns innan 300 m radíuss. í gamla bænum eru víða dæmi um mjög þétta íbúðabyggð á einstökum reitum, um og yfir 50 íbúðir á hektara (allt að Borgarskipulag svarar fyrirspurnum VERSLUNARTÍÐINDI 15

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.