Verzlunartíðindi - 01.07.1988, Blaðsíða 22

Verzlunartíðindi - 01.07.1988, Blaðsíða 22
MATVÖRUKAUPMENN FAGNA FIMM AF ÁTTA Á þessari mynd eru fimm af átta formönnum Kaup- mannasamtaka (slands frá upphafi. Frá vinstri: Sigurður Magnússon, Hjörtur Jóns- son, Guðjón Oddsson núver- andi formaður, Gunnar Snorrason og Sigurður E. Haraldsson. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Kaupmenn fengu óvænta gjöf á afmælishátíð matvöru- kaupmanna. Árni Reynisson framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra stórkaupmanna kom færandi hendi, hafði fundið silfurbikar einn góðan, sem kaupmenn höfðu unnið í keppni við heildsala á árum áður. Einhverra hluta vegna hafði bikarinn samt lent í fór- um heildsalanna, — nú er hann í réttum höndum aftur, og Magnús E. Finnsson held- ur á bikarnum prýddum blóm- um, og stakk hann upp á að aftur yrði tekið til við fótbolta- keppnina. Kaupmenn hafa þegar skipað í markmanns- stöðuna, Guðjón Oddsson formaður KÍ var um árabil markmaður í meistaraflokki Þróttar. Á myndinni sést Ólafur Johnsson lengst til vinstri, einnig gjaldgengur í fótboltaliðið, heildsalamegin. GÓÐ SAGA Valdi Gísla, sá hrausti vík- ingur, segir betri sögur en al- mennt gerist. Hér er hann greinilega að segja Árna Bjarnasyni útibússtjóra Verslunarbankans eina góða HEIÐURSHJÓNIN Jórunn Guðmundsdóttir og Daníel Björnsson, fram- kvæmdastjóri K-samtakanna og IMA, glöð á góðri stundu. TVEIR FYRRVERANDI Báðir hafa þeir gegnt for- mannsstörfum. Hreinn Sum- arliðason í Félagi matvöru- verslana og Hjörtur Jónsson í Ólympíu var formaður Kaup- mannasamtakanna á sínum tíma. Hér eru málin rædd í hinu góða samkvæmi. 22 VERSLUNARTÍÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.