Verzlunartíðindi - 01.07.1988, Blaðsíða 24

Verzlunartíðindi - 01.07.1988, Blaðsíða 24
Aðalfundur Félags sportvöruverslana: Sérverslanir með fagþekkingu Aðalfundur Félags sport- vörukaupmanna var hald- inn í húsnæði Kaupmanna- samtaka íslands þriðjudag- inn 12. apríl 1988. Fundarmenn voru 16, en aðild að félaginu eiga nú 26 sportvöruverslanir, að þeim meðtöldum sem eru félagsmenn kaupmannafé- laga úti á landi og versla með sportvörur að ein- hverju ráði. í skýrslu formanns kom fram að sitthvað hefur verið til umfjöllunar á liðnu ári og var mikill hugur í fundarmönnum að auka enn starfið. Menn veltu því fyrir sér hvort þjónusta heildverslana við sportvöruverslanir væri viðundandi og voru menn sammála um að sporvöru- verslanir væru sérverslanir með fagþekkingu og leggja bæri áherslu á að kynna fyrir almenningi faglega yfirburði hennar. Formaður næsta starfsár var endurkjörinn Guðmundur Kjartansson, Sportvali, með- stjórnandi til tveggja ára Jón- as Gunnlaugsson, Sport- hlöðunni, ísafirði, en fyrir í að- alstjórn til næsta aðalfundar var Bjarni Sveinbjörnsson Útilífi. Varastjórnendur voru kosnir: Guðjón Hilmarsson Spörtu og Hafþór Birgir Guð- mundsson, Bikarnum. Aðal- fulltrúi í fulltrúaráð Kaup- mannasamtaka Islands var kjörinn Bjarni Sveinbjörnsson og til vara Guðjón Hilmars- son. Endurskoðandi var kjör- inn Birgir Hermannsson. Að kosningum loknum fóru fram almennar umræður um fjölmargt sem snertir dagleg- an rekstur sportvöruverslana og tóku allflestir fundar- manna til máls. Rætt var m.a. um fræðslunámskeið á hausti komanda, um samn- inga við ferðaskrifstofur, um kreditkortakostnað og fleira og fleira. Fundurinn fór hið besta fram undir skeleggri stjórn Guðna Þorgeirssonar, skrif- stofustjóra KÍ. I GUÐMUNDUR KJARTANS- SON-, formaður Félags sportvör- ukaupmann KENNIR RÉTTA NIÐUR- RÖÐUNí HILL- URNAR CHRIS A. MONKS sölufulltrúi og sérfræöingur í niðurrööun í hillur verslana. Hann er væntanlegur í septemberbyrjun og mun miðla af sérþekkingu sinni Eins og áður hefur verið skýrt frá í Verzlunartíðindum hefur íslensk Erlenda versl- unarfélagið hf. boðið kaup- mönnum upp á námskeið í röðun í hillur. Nú er ákveðið að halda námskeiðið dagana 5. til 9. september í Reykja- vík. Hingað kemur Chris A. Monks, sölufulltrúi frá Rown- tree Mackintosh og mun leið- beina um niðurröðun í hillur og leiðir menn í allan sann- leika um „hernaðarlegf mikil- vægi þess að raða rétt í búð- inni. Sannarlega gott boð. Þeir sem áhuga hafa á að sækja námskeiðið ættu að hafa samband við Kaupmanna- samtökin eða Friðrik Friðriks- son hjá íslensk Erlenda og láta skrá sig hið fyrsta. Nám- skeiðið verður auglýst nánar þegar þar að kemur. ■ i i h P ■ | i i r wmm Bi ■■■ 1 i ■ i i wSm ll p ■ -b ■ (i 1 m ■ -9 ■ ■ í ■ 1 n u ( ■ ■ ( ml ■ ■ ■ I i DEKO býður uppá marga kosti. ■I DEKO-veggir gera þörfum. Kaupandan- skáveggjum. En mönnum kleift að leita um er látið eftir að DEKO er annað og nýrra leiða. Fljötlegt ákveða hvort hann meira. Hér er á fen er að setja þá upp, vilji skeyta saman inni innréttingar eft færa þá. breyta þeim þeinum veggjum og kröfum hvers og eii eða bæta við þá eftir bognum og/eða Hægt er að velja skáveggjum. En um ýmsar gerðir mörgu lausnir sem DEKO er annað og veggfóðurs nýstár- DEKO veitir til betri meira. Hér er á ferð- legar veggeiningar og nýtingar, jafnt á nýju inni innréttingar eftir fjölmarga fylgihluti. sem núverandi hús- kröfum hvers og eins. Hringið og fáið nánari næði ykkar. Hægt er að velja upplýsingar um þær I Sökkull sf. SÍMI (91) 31630 24 VERSLUNARTÍÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.