Íslensk bókatíðindi - 01.12.1979, Page 3

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1979, Page 3
 Þetta er án efa ein þjóðlegasta bókin í ár. Þeir fjársjóðir, sem Gísli lét eftir sig, verða skemmtiefni margra kyn- slóða, rannsóknarefni margra alda. Sextán nýir þættir um mæður, skráðir af börnum þeirra. í öllum þrem bind- unum eru samtals 46 þættir um hús- freyjur, jafnt úr sveit sem bæ og frá víðum starfsvettvangi. — Óskabók allra kvenna. „Loksins bók, byggð á nútímarann- sóknaraðferðum, sem fjallar um dauð- ann og það að deyja". — Hvað vitum við um dauðann? — Hver eru tengsl líkama og sálar? — Hvað sér fólk á dauðastundinni? — Þessum áleitnu spurningum og ótal mörgum spurning- um öðrum svarar bókin og hún á líka svar við grundvallarspurningunni: Er líf eftir þetta líf? Tvímælalaust ein merkasta ævisaga síðari tíma og efalítið ein mesta sjó- mannabók, sem gefin hefur út á Is- landi. Samfelld saga togaraútgerðar frá fyrstu tíð. Stórskemmtileg minningabók, létt og leikandi frásögn af viðburðarríkri ævi manns sem jafn opnum huga skynjar hughrif gamalla granna sem bernsku- brek æskufélaganna og stórpólitíska atburði samtíðarinnar. FRASAGNIR AF OULRÆNNI REYNSLU UNU GUOMUNDSDÓTTUR i SJÓtYST fGAROI SKUGGSJA Frásagnir af Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst í Garði, fágætri konu, sem búin var flestum þeim kostum sem mönn- um eru bestir gefnir. Una var mörgum kunn fyrir lífsviðhorf sitt og dulargáf- ur og hið mikilvæga hjálparstarf, sem af þessum eiginleikum leiddi og hún af fórnfýsi vann. SKUGGSJÁ Mikilfenglegt ágrip ættarsagna Hergils- eyinga, þar sem veruleikinn er stund- um meiri harmleikur en mannshugurinn fær upphugsað. Sú þjóðlífsmynd, sem hér er dregin upp, má aldrei mást út né falla í gleymsku. Fjallað er á skemmtilegan hátt um líf og störf heimskunnra vísindamanna, sem með afrekum sínum ruddu braut- ina að stórstígum framförum lyfja- og læknisfræði og bægðu þannig hungri, sjúkdómum og fátækt frá dyrum fjöld- ans Þetta er heildarútgáfa á Ijóðum skálds- ins og hefur að geyma Kvæði úr Kvæð- um og sögum, Hafblik, Hrannir, Voga, Hvamma og Pétur Gaut, auk ýmissa kvæða, sem ekki voru í frumútgáfum skáldsins. Hér er einnig að finna hina merku formála Sigurðar Nordals og Guðmundar Finnbogasonar, sem birt- ust með fyrri útgáfum, auk gagn- merks formála Kristjáns Karlssonar, sem annast hefur um þessa útgáfu Ijóðanna.

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.