Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 17

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 17
Endalokum sögunnar _i ,_. ■ k ' .r __i skot ö a trest Össur Skarphéðinsson Heimsmynd okkar breytist með leifturhraða. Sá heimur sem við ólumst upp við síðustu tíu árin er orðinn veröld sem var. í einu vetfangi hafa atburðirnir vestur í Bandaríkjunum valdið því að ný og skelfilegri veruleiki er orðinn til. Hann blasir við eftir ára- tug friðar og mikillar hagsældar sem staðið hefur í okkar heims- hluta frá lokum kalda stríðsins og hruni kommúnistaríkjanna. Nýjar öryggisþarfir Sumir töluðu jafnvel um endalok sögunnar og alheimssigur vestrænna gilda; lýðræðis, mannhyggju og frjálsra viðskipta. En ógn hryðjuverkanna steðjar nú að okkar samfélagi í öfgakennd- ari mynd en nokkru sinni fyrr. Allt í einu er okkur orðið Ijóst hvernig sú samfélagsgerð, sem hefur mótast allar götur frá byltingum átjándu aldarinnar í Bandaríkjunum og Frakklandi, er ógnað af öflum sem svífast einskis í baráttu sem beinist sér- staklega gegn gildum Vesturlanda. Árásin á Bandaríkin var því einnig árás á það samfélag sem við Vesturlandabúar höfum þróað á grundvelli sameiginlegrar sögu og menningararfs. Á sama hátt þurfum vió að vemda okkar samfélagsgerð í sam- starfi við aðrar þjóðir heimsins. Hvernig við gerum það án þess að upp blossi hatrammar langvarandi styrjaldir er eitt af stærstu verkefnum stjórnmálanna á alþjóðavettvangi á næstu árum og áratugum. Atburðimir vestan hafs leiddu skýrt í Ijós, að hætturnar, sem steðja að rfkjum Vesturlanda eru aðrar en áður. Hernaðarógn af völdum skipulegra árása yfir landamæri fer dvínandi. Óvinur- inn býr nú í hjarta ríkisins, svo vísað sé til nýlegra orða Eric Hobsbawm, sem skrifaði m.a. Öld öfganna. Hvernig verjast Vesturlönd þessari nýju ógn? Það er ekki síst okkar stjóm- málamanna, að koma með svörin sem duga til að stöðva slíkt of- beldi og vernda heimsfriðinn um leið. Vesturlönd eru í reynd að skilgreina öryggisþarfir sínar upp á nýtt í Ijósi hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. íslendingar hljóta að gera það líka fyrir sitt leyti. Við þurfum aó meta þær raunveru- legu hættur sem íslandi, þar með töldu stjórnkerfi og mann- virkjum, gæti stafað af hermdarverkum. Það er hluti af hinni breyttu heimsmynd. Gegn ógn hryðjuverkanna getum vió ekki staðið ein. Hér skiptir samvinna og samstarf alþjóðasamfélags- ins öllu máli. íslendingar eru aðilar að NATO og við eigum að beita okkur í slíku samstarfi til góðs fyrir okkur og aðra, og leg- gja af mörkum í gegnum þá aðild til að hafa áhrif á gang mála á næstu misserum. Breytingar á heimsmyndinni Árásin á New York og Washington var fyrsti heimssögulegi atburður 21. aldarinnar. Hann leiddi í Ijós margvíslegar breyt- ingar á heimsmyndinni, einsog hún blasir við mér. Bandaríkin, sem lengi voru eina raunverulega heimsveldið, hafa ekki leng- ur þau tök á gangi heimsmálanna sem þau höfðu áður. Hann sýndi líka fram á að heiftarleg árás hermdarverkamanna á valin skotmörk getur lamað stærsta herveldi heims. Þetta segi ég því Bandaríkin urðu í reynd stjórnlaust ríki í örstuttan tíma í kjölfar árásarinnar í september. Sömuleiðis gefur atburðarásin í kjölfarið tilefni til að álykta að hermdarverkasamtök geti með umfangsmiklum hryðjuverkum haft veruleg efnahagsleg áhrif á Vesturlönd, jafnvel kallað fram ástand sem skilgreina má sem efnahagskreppu. Þessar tvær síðasttöldu staðreyndir eru því miður líklegar til þess að gera stórtæk hryðjuverk eftirsóknarverð tæki í baráttu alþjóðlegra hermdarverkasamtaka. Eftirmálar atburðanna í Bandaríkjun- um hafa sömuleiðis varpað kastljósi á sameiginlegan styrk ís- lömsku ríkjanna sem er líklegur til að fara vaxandi og gæti hæglega á þessari öld breytt með afgerandi hætti styrkleika- hlutföllum í heiminum. Hraðlestin Evrópusambandið er á fleygiferð og tjóir lítt fyrir okkur íslend- inga að standa kyrrir á meðan. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið hefur orðið okkur mjög til góðs. En hann er ekki sú stoð sem hann var og er á margan hátt orðinn hornreka í Evrópusamstarfinu. Grundvallarmarkmið samningsins snúast um hið fjórþætta frelsi, óhefta för fólks milli aðildarríkjanna og óhindruð viðskipti á svæðinu með vörur, þjónustu og fjármagn. Einn stærsti gallinn við það fyrirkomulag sem samningurinn fel- ur í sér er að með honum þurfa íslendingar að taka upp um fast að 90% af löggjöf Evrópusambandsins án þess að hafa raun- verulega aðkomu að lagasetningaferlinu. Breytingar, sem fel- ast til dæmis í auknum völdum Evrópuþingsins og ráðherra- ráðsins á kostnað framkvæmdastjórnarinnar, hafa enn rýrt möguleika íslendinga á að hafa áhrif á mál, sem beinlínis varða hagsmuni þeirra í lagasetningu ESB. Frá því að samningurinn var gerður hefur Evrópusambandið vaxið og dafnað en sífellt hefur kvarnast úr EFTA og því hafa áhrif EES-ríkjanna farið dvínandi. Þegar bróðurpartur ríkjanna sem eftir voru í EFTA gengu til liðs við Evrópusambandið árið 1995 varð nokkuð Ijóst að samningurinn gæti tæpast dugað til framtíðar. Sviss féll frá samningnum en Austurríki, Finnland og Svíþjóð gengu til liðs við ESB. Aðildarviðræður nýfrjálsu ríkjanna í Austur- og Mið-Evrópu við ESB fela einnig augljóslega í sér minnkandi vægí EES ríkjanna. Því þurfum við íslendingar að fylg- ast vel með þeirri þróun sem á sér stað í Evrópu og kanna til hlítar hverju sinni hvað sé okkur fyrir bestu í samstarfi álfunn- ar. Stjórnmálaflokkur sem tekur hlutverk sitt alvarlega getur ekki látið undir höfuð leggjast að hugsa upp á nýtt stöðu íslands gagnvart Evrópusambandinu. Sú spurning er ekki einungis á dagskrá, heldur felur hún í sér eitt stærsta viðfangsefni stjórn- málanna í nútíð og náinni framtíð. Samfylkingin hefurfarið þá leið Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og for- maður Samfylkingarinnar íslenska leiðin • Endalokum sögunnar skotið á frest Bls. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.10.2001)
https://timarit.is/issue/432443

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.10.2001)

Aðgerðir: