Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 33

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 33
I öðru lagi hefur lítil breyting orðið á hæfniskröfum við ráðningu bankastjóra. Enn þann dag í dag virðast gamlir stjórnmála- menn með litla sem enga menntun né fyrri reynslu á sviði pen- ingamála eiga greiða leið í sæti bankastjóra í Seðlabankanum. Þar að auki virðist hugarfarsbreyting almennings varðandi það hvort þetta sé í lagi vera skammt á veg komin. Það er því nokk- uð í það að Seðlabankanum verði stjórnað af topp fólki á sviði pen- ingamála og á meðan eru meiri líkur en ella á því að peninga- málastjórnin verði verri en hún ætti að vera. Ef ísland tæki upp evruna væru bæði þessi vandamál úr sög- unni. íslenska hagkerfið myndi ganga inn í myntsvæði sem er stjórnað af seðlabanka sem hefur talsvert meiri trúverðugleika en Seðlabanki íslands og mun á allra næstu árum án efa sann- færa markaðina um ágæti sitt. Seðlabanka Evrópu er þar að auki stjómað af afburðagóðu fólki eftir aðferðafræði sem al- mennt er viðurkennt að sé nokkurn vegin í samræmi við það sem best gerist í heiminum í dag. Af þessum sökum eru allar líkur á því að sú peningamálastjórn sem íslenska hagkerfið mun búa við verði betri á næstu árum ef við tökum upp evruna. Niðurlag Hér að ofan hafa kostir og gallar þess að ísland taki upp evruna verið reifaðir. Mun meiri áhersla hefur verið lögð á kostina þar sem ég tel að kostirnar séu mun mikilvægari en gallarnir. Helstu gallarnir við að ganga í evruna eru missir á sjálfstæðri peningamálastjórn sem unnt er að nota til þess að bregðast við séríslenskum aðstæðum og auknar gengissveiflur gagnvart öðrum myntsvæðum en evrusvæðinu. Eins og fyrr segir bendir margt til þess að það fyrrnefnda verði alls ekki eins mikilvægt á öldinni sem nú er að hefjast og það var á öldinni sem leið. Helstu kostir þess að ganga í evruna eru aukin tengsl við evr- ópska markaði, minni líkur á óstöðugleika í fjármálakerfinu og betri peningamálastjórn. Flest bendir til þess að mikilvægi þessara atriða, sérstaklega stöóugleika fjármálakerfisins, verði talsvert meira á næstu áratugum en á þeim sem eru nýliðnir. Að mínu mati væri því heppilegt ef ísland gæti tekið upp evruna. Til þess þurfum við hins vegar að ganga í ESB. Þar spilar fleira inn í en evran. Þó tel ég að kostir evruaðildar séu það miklir að þeir ættu að vega þungt í allri umræðu um aðild íslands að ESB. Islenska leiðin • Hvers vegna evru ? Bls. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.