Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 19

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 19
ekki staðið sig sem skyldi í þeim málum og er brýnna úrbóta þörf. Sú gríðarlega velmegun sem ríkir á Vesturlöndum við hliðina á ömurlegri fátækt þriðja heimsins hlýtur að vekja upp spuming- ar um réttlæti og ranglæti. Það er ranglæti að láta það viðgang- ast að fjöldi jarðarbúa lifi við sult og seyru, án nokkurra mögu- leika til að lifa mannsæmandi lífi, leita sér farsældar og þroska kosti sína. Réttlætið felst í skilyrðislausri aðstoð okkar við þá. Það er líka í samræmi við þjóðarhagsmuni okkar, í samræmi við jafn- aðarhugsjónir og íslenska samfélagsspeki að fornu og nýju að við tökum verulega á í aðstoð við þróunarþjóðir. Þar þarf að rétta hjálparhönd með ýmsum hætti, en málefni þriðjaheimsríkjanna eru einnig pólitísks eðlis. Þau eru hluti af þeim vanda - og tæki- færum - sem undanfarið hefur í umræðu verið kenndur við hnattvæðingu. Dg þar reynir meðal annars á þau vestrænu gildi sem nú þarf að hafa um varðstöðu. Það reynir á frjálsa verslun um heiminn allan, á mannhyggju þar sem ekki er aðeins horft afstætt á verðlag á vinnuafli heldur einnig spurt um aðbúnað verkafólksins og félagslegan rétt í löndum þess, og á vilja Vest- urlandabúa til að segja endanlega skilið við nýlenduhugsun fyrri tíma og styðja fjarrar þjóðir um grýtta vegu til frelsis og lýðræð- is á þeirra eigin forsendum en ekki samkvæmt þröngum hags- munum vestrænna ríkja. Slík sjónarmið þurfa að verða hluti af svörum okkar við þeim ógnum sem blasa við okkur í mynd hrun- inna borgarturna í New York. Samfylkingin Austurstræti 14 • 101 Reykjavík • Sími: 551 - 1660 www.samfylking.is • samfylking@samfylking.is Islenska leiðin • Endalokum sögunnar skotið á frest Bls. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.