Íslenska leiðin - 01.10.2001, Page 19
ekki staðið sig sem skyldi í þeim málum og er brýnna úrbóta
þörf.
Sú gríðarlega velmegun sem ríkir á Vesturlöndum við hliðina á
ömurlegri fátækt þriðja heimsins hlýtur að vekja upp spuming-
ar um réttlæti og ranglæti. Það er ranglæti að láta það viðgang-
ast að fjöldi jarðarbúa lifi við sult og seyru, án nokkurra mögu-
leika til að lifa mannsæmandi lífi, leita sér farsældar og þroska
kosti sína. Réttlætið felst í skilyrðislausri aðstoð okkar við þá. Það
er líka í samræmi við þjóðarhagsmuni okkar, í samræmi við jafn-
aðarhugsjónir og íslenska samfélagsspeki að fornu og nýju að
við tökum verulega á í aðstoð við þróunarþjóðir. Þar þarf að rétta
hjálparhönd með ýmsum hætti, en málefni þriðjaheimsríkjanna
eru einnig pólitísks eðlis. Þau eru hluti af þeim vanda - og tæki-
færum - sem undanfarið hefur í umræðu verið kenndur við
hnattvæðingu. Dg þar reynir meðal annars á þau vestrænu gildi
sem nú þarf að hafa um varðstöðu. Það reynir á frjálsa verslun
um heiminn allan, á mannhyggju þar sem ekki er aðeins horft
afstætt á verðlag á vinnuafli heldur einnig spurt um aðbúnað
verkafólksins og félagslegan rétt í löndum þess, og á vilja Vest-
urlandabúa til að segja endanlega skilið við nýlenduhugsun fyrri
tíma og styðja fjarrar þjóðir um grýtta vegu til frelsis og lýðræð-
is á þeirra eigin forsendum en ekki samkvæmt þröngum hags-
munum vestrænna ríkja. Slík sjónarmið þurfa að verða hluti af
svörum okkar við þeim ógnum sem blasa við okkur í mynd hrun-
inna borgarturna í New York.
Samfylkingin
Austurstræti 14 • 101 Reykjavík • Sími: 551 - 1660
www.samfylking.is • samfylking@samfylking.is
Islenska leiðin • Endalokum sögunnar skotið á frest Bls. 19