Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 8

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 8
Aðeins tveir kostir í Evrópumálum Ágúst Einarsson □ugar EES-samningurinn? Til að svara spurningunni um hversu lengi EES-samningurinn dugi okkur þarf að meta þær breytingar sem hafa orðið frá gild- istöku hans hér frá árinu 1994. Gagnsemi EES-samningsins er ótvíræð hérlendis og hefur margoft verið tíunduð. Það eru engin áform hjá neinum að segja samningnum upp. Kostin EES-samningsins hafa neynst miklu fleiri en andstæðing- ar hans bjuggust við. Samninguninn van mikið pólitískt deilumál á sínum tíma. Samninguninn sem snýn einkum að viðskiptasvið- inu og auknu frelsi í samskiptum hefur verið brautryðjandi fyrir nútímanlegri hugsun í íslensku þjóðlífi. Hann hefur skilað okkur lengra fram á við en við hefðum sjálf gert. Hann er meginorsök framfara og frelsis í hagkerfi okkar síðasta áratug. Nánast all- ar breytingar á viðskipta-, samkeppnis-, fjarskipta-, persónu- verndar-, atvinnumála-, fjármagns- og umhverfislöggjöf eru vegna EES-samningsins. Nú vilja allir þessa Lilju kveóið hafa. Breytingar frá upphaflegri hugmynd Jaques Delores um EES sem samning milli ESB og EFTA eru miklar. Hugmyndin kom fram í ársbyrjun 1989 og samningurinn var gerður 1992. Múrinn féll haustið 1989 og frá gildistöku samningsins hafa EFTA-þjóðirnar Austurríki, Svíþjóð og Finnland gerst aðilar að ESB. EFTA var í upphafi samningsgerðarinnar bandalag 30 milljón manna en nú standa einungis Noregur, ísland og Lichtenstein eftir með aðild að EES með um 5 milljónir íbúa. Breytingarnar innan ESB eru enn meiri. Þar eru nú 15 aðildar- ríki en 14 ríki bíða þess að umsóknir þeirra verði afgreiddar. EES samningurinn er merkilegur að því leyti að hann er síbreyti- legur, dýnamískur, en þó er margt utan hans sem þarf sér- stakra samninga við og má nefna Schengen í því sambandi. Samruninn innan ESB hefur haldið áfram í efnahagsmálum með Evrunni, og á sviði utanríkismála. Stofnanir ESB hafa breytst mikið undanfarin ár en í EES-samningnum var slíkt ekki séð fyrir.EES-samningurinn breytist án þess að við höfum áhrif á það. Breytingarnar felast ekki aðeins í því að við erum skuld- bundin að taka upp réttareglur ESB heldur einnig í því að þær þjóðir sem gerast aðilar að ESB verða jafnframt aðilar að Evr- ópska efnahagssvæðinu og lúta reglum EES-samningsins án þess að við komum nokkuð að samningum við þessi riki. Það er talið að 12 af þeim 14 ríkjum sem bíða aðildar verði komin inn í ESB á þessum áratug. Þar með fengju 100 milljónir manna að- ild að EES án þess að vió hefðum nokkuð með það að gera. Hægt er að spyrja hvað öll þessi ríki sjá við aðild að ESB sem við sjáum ekki? Möguleikar okkar í Evrópumálum Evrópuspurningin snýr að okkur að mínu mati sem val milli tveggja kosta. Annað hvort höldum við okkur við EES-samning- inn eða við hefjum undirbúning að aðildarviðræðum við ESB. Það er engin leið þarna á milli í samskiptum við Evrópuþjóðimar við nú- verandi aðstæður. Aðild að NAFTA, sérstakur samningur við ESB eða það að standa utan alþjóðlegra samninga eru ekki raunhæfir kostir. Tvíhliða samningur við Evrópusambandið til við- bótar við EES-samnninginn er óraunhæfur, m.a. vegna áhuga- leysis ESB. Bls. 8 Aöeins tveir kostir í Evrópumálum • íslenska leiðin Getur EES-samningurinn enst meira og minna endalaust, al- veg eins og við teljum enga ástæðu til að endurskoóa þátttöku okkar í Sameinuðu þjóðunum eða að Atlantshafsbandalaginu? Við íslendingar erum nær allir sáttir við þá aðild og hyggjum ekki á breytingar. Við viljum vera í Sameinuðu þjóðunum þótt við séum ekki í Öryggisráðinu. Fyrsta mögulega svarið er því það að við séum með góðan samning við mikilvæg samstarfs- og við- skiptalönd okkar; hann fullnægi þörfum okkar og engin ástæða sé til að gera á því breytingar. Þetta viðhorf er ófullnægjandi að mínu mati vegna breyttra að- stæðna. Aðkoma okkar að regluverki ESB er mjög takmörkuð eða aðeins á fyrstu stigum og sérstakar breytingar í þágu okk- ar hagsmuna þurfa samþykki allra ríkjanna sem er í reynd nær óframkvæmanlegt. Þetta hefur þó ekki enn valdið vand- kvæðum hérlendis. Spurningin vaknar hvort óbreytt staða leiði til verri efnahags- legrar og pólitískrar stöðu. Fyrst ertil að svara að efnahagslegt og pólitískt mat þurfa ekki að fara saman. Það er ekkert lögmál að almenningur setji efnahagslega stöðu ávallt í öndvegi. Við erum með góð lífskjör sé litið til hinna 200 ríkja heims. Þótt landsframleiðsla á hvern íbúa lækki um 10% færumst við að- eins neðar á lista yfir best stöddu þjóðir í heiminum en værum enn meðal þeirra 20 efstu. Hinn mikli efnahagslegi ávinningur EES-samningsins er ef til vill nægjanlegur fyrir íslendinga sem hafa ávallt verið tortryggnir á alþjóðlegt samstarf. Við skiljum illa meginhugsun og jarðveg ESB sem er hugsjónin um frið, sprottin upp úr látlausum styrjöldum öldum saman á evrópsku landi. Utanríkismál hafa verið deilumál hérlendis meira en annars staðar. NATQ-aðildin var eitt helsta ágrein- ingsmál stjórnmála hérlendis í áratugi, miklu meira en þekkt- ist í nágrannalöndunum. Styrkleiki EES-samningsins núna Styrkleiki EES-samningsins felst m.a. í því að hann er skýr, hentar okkur vel og hefur reynst samningsaðilum innan ESB og EFTA prýðilega. Almenningur gerir sér almennt ekki grein fyrir því að margvíslegan bata í efnahagslífinu og í samfélaginu almennt má rekja til samningsins. Þótt við séum ekki fjölmenn er hægt að nefna Lúxemborg sem dæmi um svipað fjölmenna þjóð sem hefur farnast mjög vel í alþjóðlegu samstarfi. Smáþjóð- ir hafa komið vel út úr samstarfi innan ESB. Þær hafa einbeitt séraðtilteknum málaflokkum og náð þarverulegum árangri en látið annað eiga sig. Það er athyglisvert að þrátt fyrir að EES-samningnum var tekið fagnandi af ríkjum ESB og EFTA á sínum tíma eru ekki uppi neinar hugmyndir hjá þeim ríkjum sem nú vilja nánari sam- Ágúst Einarsson, prófessor í viðskiptafræði, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla íslands, og varaþingmaður Samfylkingarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.