Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2022, Blaðsíða 2

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2022, Blaðsíða 2
2 Rauði borðinn Að bera Rauða borðann er táknmynd samúðar og stuðnings við HIV-jákvæða og alnæmissjúka. Rauði borðinn er ekki einungis stuðnings yfirlýsing, heldur krafa um umræðu og forvarnir, ósk um framfarir í rann- sóknum og von um lækningu. Rauði borðinn er einnig leið til þess að draga HIV-smit og alnæmi fram í dagsljósið. Upphaf Rauða borðans má rekja til listamannahópsins Visual AIDS í Bandaríkjunum, samtaka listamanna, listfræðinga og forstöðu- manna listasafna. Inntakið er: HIV og alnæmi kemur okkur öllum við! HIV-Ísland starfar í þágu HIV- jákvæðra og aðstandenda þeirra. Í húsnæði samtakanna er unnt að leita upplýsinga, boðið er upp á fræðslu til félagssamtaka, fyr- irtæja og annara, auk skipulagðrar fræðslu sem fram fer í grunnskól- um landsins Skrifstofa okkar er að Hverfisgötu 69. Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga, frá kl: 13.00 til 16.00 Stjórn: Formaður: Svavar G. Jónsson Gjaldkeri: Guðmundur Karlsson Meðstjórnendur: Árni Friðrik Ólafarson Jón Helgi Gíslason Andrew McComb Ingi Rafn Hauksson Hjálmar Forni Framkvæmdastjóri: Einar Þór Jónsson Netfang: hiv-island@hiv-island.is Vefsíða: www.hiv-island.is Sími: 552-8586. Kennitala: 541288-1129 Bankanúmer: 513-26-603485 Styrkur er alltaf vel þeginn Rauði borðinn Tímarit samtakanna HIV-Ísland 33. árgangur, 44. tölublað Útgáfudagur: 1. desember 2022 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Einar Þór Jónsson Ritnefnd: Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Svavar G. Jónsson Páll Guðjónsson Umbrot: HIV-Ísland Forsíðumynd: Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Útgáfa: Rafrænt ISSN: 1670-2751 Efnisyfirlit Formannsspjall ................................................................................................ 3 Hugleiðingar framkvæmdastjóra ................................................................ 5 „Ég hef alltaf verið ég sjálf “ ......................................................................... 6 Sagan sem á eftir að segja? ......................................................................... 14 Svipmyndir frá Gleðigöngu Hinsegin daga 2022 .................................... 16 HIV er miklu meira en veira ........................................................................... 19 Við erum að læra af sögunni ........................................................................ 22 Stig Arne Wadentoft - minning ................................................................... 23 Alþjóðlegi alnæmisdagurinn Dagur Rauða borðans fimmtudaginn 1. desember Slagorð dagsins í ár „Jöfnun“ er ákall til aðgerða. Það er hvatning fyrir okkur öll að vinna að sannreyndum raunhæfum aðgerðum sem þarf til að taka á ójöfnuði og hjálpa til við að binda enda á alnæmi. Má þar nefna: Auka framboð, gæði og aðgengi allra að þjónustu, til HIV- meðferðar, prófana og forvarna. 1. desember er ákall eftir samstöðu með þeim 38 milljónum sem lifa með HIV um allan heim og um leið minnumst við þeirra milljóna sem hafa látið lífið af völdum alnæmis. Alþjóðlegur dagur alnæmis er haldinn hátíðlegur þann 1. desember um allan heim. Dagurinn er tileinkaður minningu þeirra sem látist hafa af völdum alnæmis og baráttunni gegn fordómum og mismunun gagnvart fólki sem er HIV smitað. Í tilefni dagsins hefði verið opið hús að Hverfisgötu 69. Stríðstertuhlaðborð frá kl. 16 til 19. Kvennakór mætir og Bjarni Snæbjörnsson leikari les úr bókinni Berskjaldaður. Merki félagsins Rauði borðinn er til sölu.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.