Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2022, Blaðsíða 11

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2022, Blaðsíða 11
11 hún örugg. „Ekki hanga í fortíðinni endalaust.“ En nú hafa viðhorfin breyst. Allt annað en það sem hún og Anna Kristjáns mættu við upp- haf umræðunnar. En hvenær fann hún að hún væri stelpa? „Ég hef aldrei komið út úr neinum skáp. Þetta hefur verið vitað síðan ég var eins, tveggja, þriggja ára,“ segir hún. Vitneskjan hafi ekki verið vandi fyrir fjölskylduna. Ekki heldur fyrir þorpið, Grenivík, þar sem hún ólst upp. „Ég lendi ekki í neinum vandræðum fyrr en ég er komin á Akureyri í framhaldsskóla. Enda lít ég á Akureyri sem ræsi alheimsins,“ segir hún. „Ég var sextán ára í framhalds- skóla. Það var hrækt á mig, grýtt út á götu, gargað á mig, ráðist á mig á skemmtistöðum. Auðvitað var þetta erfitt.“ En allt hafi þetta gerst fyrir aldamót, ekki við neinni hjálp að búast og hún gert ráð fyrir fram- komunni. „Já,“ segir hún. „En ég hef sterk bein.“ Hún þykist ekki fyrir annað fólk. „Pabbi sagði alltaf, ef þú ert ekki þú sjálfur ertu ekki neitt. Ég hef alltaf verið ég sjálf,“ segir hún. En hvernig vinnur hún úr öllum áföll- unum? „Ég hef alltaf farið áfram á hnefanum. Það er engum hollt. Staðið mína pligt, klárað mig og bitið í tunguna á mér,“ segir hún. „Maður kvartar ekki. Það er alltaf einhver sem hefur það verra. En ég er hætt þessu í dag. Ég þarf að hreinsa upp mitt og halda áfram,“ segir hún. „Ég þarf að vinna úr áfallasögum og er með heilt geðteymi mér við hlið.“ Hún njóti hjálpar geðteymis vestur endurhæf- ingu heilsugæslunnar. Sumarið hafi verið erfitt þegar allir sérfræðing- arnir voru í sumarfríi. „Þá er gengið út frá því að fólk sé ekki veikt,“ bendir hún gagnrýnið á. Omel hefur búið bæði í borginni og erlendis síðasta aldarfjórðung- inn. „Barcelona, Hollandi, Noregi, Bretlandi, Taílandi, Filippseyjum, Spáni.“ Hún hafi svo gaman að því að kynnast einhverju nýju og tekið að sér ýmis störf; förðunarfræðing- ur, fyrirsæta, í búðum, garðyrkju, dragdrottning. Nú verði hún hér næstu tvö þrjú árin. En hvar sér hún sig eftir fimm ár? „Ég plana voða lítið. Það breytist allt svo hratt og ég veit aldrei hvað gerist,“ segir hún. „Það er fínt að hafa strúktúr og rútínu en svo þurfum við að vera sveigjanleg.“ Pilla á dag og lífsgæðum borgið. Staða þeirra sem bera HIV er allt önnur en hún var. En finnur Omel fyrir fordómum? Hún hummar, hugsar sig um. „Aðeins já. Svo hefur fræðslan hér á landi dottið niður frá því að ég var unglingur. Nú er eins og alnæmi hafi gleymst. Það pælir enginn í því. Allir horfa á PrEP en þú veist aldrei og þó að þú sért á PrEPi getur þú smitast af lekanda, klamidíu og öllu öðru,“ leggur hún áherslu á. Hún finnur þó kannski meira fyrir kjaftasögunum en fordómunum. „Það fóru strax sögur af stað um að ég hefði smitast á sprautunál við að selja mig í Kaupmannahöfn þegar ég bjó þar. Ég hef aldrei sprautað mig, selt mig eða búið í Kaupmannahöfn,“ segir hún og hlær og lýsir hvernig hún rakti söguna í ræturnar og ræddi við viðkomandi. „Ég hef búið við kjaftasögur frá því að ég var krakki. Ég þekki mig. Ættingjar og vinir þekkja mig. Það er nóg fyrir mig. Þau vita hvað er satt og hvað ekki.“ Horfir fram á bjartari tíma En hvernig sér Omel fyrir sér lífið framundan? „Pilla á dag og halda áfram. Ég vonast til að fá almenni- lega starfsgetu á ný því ég þrífst á vinnu. En nú þarf ég þó að hugsa hvort ég tók kannski alltaf meiri og meiri vinnu til að þurfa ekki að pæla í sjálfri mér. Það er séríslensk- ur andskoti.“ En hefur hún aftur sokkið eins djúpt og þegar hún reyndi að taka sitt líf. „Nei,“ svarar hún ákveðið. „Ég er mjög lítið fyrir að endurtaka mig.“ Hún hafi einfaldlega ekki séð fram úr hlutunum. Of mikið af öllu. „Þótt ég þekki HIV og þurfi ekki að hafa áhyggjur af því var það sjokk.“ Hún hafi í raun verið alin upp af gamla alnæmisgenginu sem sótti 22. „Ég var barþjónn þar og þau ólu mig upp.“ Það hafi amma hennar líka gert. Kennt henni að barma sér ekki við aðra. „Ég lærði það hjá ömmu minni að þú hengir ekki út óhreina tauið þitt,“ segir hún. Nú er heil- unartími í lífi Omel. „Ég vinn nú úr rosalegri áfallasögu minni,“ segir hún. „Ég hef verið að skrifa áföllin línulega niður síðasta hálfa árið og er komin að tíu ára aldri mínum,“ segir hún og lýsir því hvernig hún sæki einnig stuðningshópa sem hitt- ist í HIV Íslandi einu sinni í mán- uði. „HIV hópurinn er að breytast. Hingað koma margir með veir- una og hópurinn samanstendur af straight kvenfólki og karlmönnum. Hér áður voru þetta bara homm- arnir. Það er ekki lengur svo,“ segir Omel sem veit ekki hvernig hún smitaðist og hugsar stundum hvort það hafi verið eftir að hún fór á PrEP haustið 2018 enda en nei- kvætt próf í upphafi. Hún segist því í óvissunni um hvar hún smitaðist enn svekkt að hafa treyst á að pilla forðaði sér frá veirunni, en sé PrEP tekið samkvæmt ávísun á það að veita 99% vörn. „Við höfum ekki hugmynd um hvernig ég smitaðist. Það fannst mér vont. Nú er mér sama því þetta er komið til að vera,“ segir hún og að hún horfi fram á bjartari tíma. „Það birtir alltaf,“ segir þessi bar- áttukona sem ekki er annað en hægt að virða. „Ég viðurkenni að ég er dálítil Pollýanna. Ég sé alltaf plús úr mínus. Ég er alltaf með hálffullt glas, ekki hálftómt.“ „Ég hef aldrei komið út úr neinum skáp. Þetta hefur verið vitað síðan ég var eins, tveggja, þriggja ára.“ „

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.