Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2022, Blaðsíða 5

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2022, Blaðsíða 5
5 Við höldum loksins alþjóðlega alnæmisdaginn hátíðlegan í ár eftir þriggja ára hlé. Já, tvær veirur, HIV og Covid, hafa truflað líf okkar. Alþjóðlegt slagorð fyrir 1. desember í ár er „Jafnræði“ aðgengi fyrir alla, það er ákall til aðgerða. Þörfin er mikil, 38 milljónir manna eru smit- aðir af HIV í heiminum í dag. Á alþjóðlegu ráðstefnunni um HIV og alnæmi sem haldin var í Montreal í júlí á liðnu sumri kom glöggt í ljós að stigma, fordómar og viðvarandi streita og félagslegur sársauki HIV jákvæðra hafa haft varanleg áhrif á heilsu og lífsgæði þeirra. Rannsóknir á meðal þús- unda HIV jákvæðra hafi leitt þær niðurstöður í ljós (Dr. Andrew Clark, European Medical Director of Viiv Healthcare on the topic ”The malignancy of stigma – the biological and physiological consequences – a public health crisis”. Dr. Clark drew attention to stigma and the link to chronicle stress driving comorbidi- ties and worse health outcomes for people living with hiv. The presenta- tion was followed by continued dis- cussion of examples from the Nordics and analyzing the commonalities Hugleiðingar framkvæmdastjóra among the Nordic countries when it comes to stigma) Fjölbreytt efni birtist hér í Rauða borðanum. Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Omel Svavarss. „Ég hef alltaf verið ég sjálf“ segir hún. Sagan hennar Omel er ótrúlega sterk, saga sigurvegarans sem hefur barist við gríðarlegt mótlæti og for- dóma í sinni tilveru, en haft betur. Þær Anna Tómasar og Bjartey Ingibergs á göngudeild smitsjúk- dóma A3 í Fossvogi segja líflega frá umfangsmiklu og fjölbreyttu starfi hjúkrunar fræðings á deildinni. HIV, bólusetningar fyrir apabólu, Covid, berklar, lifrabólga og fleiri sjúkdóm- ar. Þær segja ekki síst frá mannlegu hliðinni í starfinu. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, sagn- fræðinemi sem vinnur að doktors- ritgerð um sögu alnæmis á Íslandi segir í aðsendri grein „alnæmisfar- aldurinn er margslungið fyrirbæri. Saga hans er þéttofið net af pers- ónum og leikendum hvers hlutverk einkennist af samspili valda, valda- leysis og lífi, dauða, forræði og and- spyrnu. Faraldurinn er saga baráttu sem tók á sig margar myndir. Stund- um var það barátta við íslenskt mál í dálkum blaðanna eða barátta við heilbrigðisstarfsmenn og valdhafa. Og svo auðvitað mörkin milli okkar og hinna, þess viðtekna og óviðtekna, normsins og jaðarsins og þess sem hreyfir við þeim mörkum. En eitt er ljóst að áhrif alnæmisfaraldursins á réttindabaráttu, samfélag og menn- ingu hinsegin fólks eru síst ofmetin“ Álfur Birkir Bjarnason, formaður samtakanna 78 segir: „Það er þó fleira sem má læra af sögu HIV. Fyrir það fyrsta eru HIV og alnæmi gjör- breyttir áhrifavaldar í okkar lífum. Með tilkomu betri lyfja og preppsins (PrEP, notkun lyfja sem fyrirbyggja HIV smit) njóta margir okkar meira frelsis í dag en fyrir tíu, tuttugu eða þrjátíu árum. Með lyfjum getum við verið ósmitandi og ósmithæfir og þurfum ekki að vera jafn hræddir“. Einar Þór Jónsson Reyðarfjörður Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi Launafl ehf Tærgesen, veitinga- og gistihús Eskifjörður Egersund Ísland ehf Fjarðaþrif ehf Neskaupstaður Samvinnufélag útgerða- manna Verkmenntaskóli Austur- lands Höfn í Hornafirði Þingvað ehf, byggingaverk- takar Selfoss Gesthús Selfossi, gistihús og tjaldsvæði Jáverk ehf Kökugerð H P ehf Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts ehf Hveragerði Ficus ehf Kjörís ehf Flúðir Flúðasveppir ehf Hvolsvöllur Torf ehf Vík Mýrdælingur ehf Kirkjubæjarklaustur Ungmennafélagið Ármann Vestmannaeyjar Bókasafn Vestmannaeyja Hárstofa Viktors Ísfélag Vestmannaeyja hf Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Vinnslustöðin hf

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.