Vestfirðir - 14.02.2019, Blaðsíða 4

Vestfirðir - 14.02.2019, Blaðsíða 4
4 14. febrúar 2019 Eftir mesta efna hags lega hrun á Ís landi í langan tíma með gjald þroti við skipta- bankanna í októ ber 2008 hefur komið eitt allra mesta fram fara skeið lýð veldis tímans. Kjara samningarnir á vor dögum 2014 voru á hyggju efni þar sem al mennir kaup taxtar voru hækkaðir um lið lega 30% á samnings tímanum sem var innan við þrjú ár. Við venju legar að stæður í hvaða þjóð fé lagi sem er hefðu þessar launa hækkanir leitt af sér verð bólgu til þess að lækka launin aftur. Það gerðist ekki. Happ drættis vinningur þjóð fé lagsins var sprenging í ferða manna straum til landsins. Frá 2014 til 2017 þre faldaðist fjöldi er- lendra ferða manna fór úr 780 þúsund manns í 2,2 milljónir. Þessu fylgdu nýjar tekjur inn í þjóðar búið upp á um það bil 200 milljarða króna á ári. Þessum tekjur hefur verið dreift um þjóð fé lagið og þær hafa gert það að verkum að það var til fyrir kaup hækkunum þegar til kom. Það varð ekki verð bólga, enda var inni stæða fyrir út gjöldunum. Þvert á móti gengi ís lensku krónunnar hefur staðið sterkt þessi ár, sem er kjara bót fyrir al- mennt launa fólk. 25% kaup máttar aukning frá 2014 til 2017 Opin berar tölur Hag stofunnar sýna að kaup máttur launa óx um 25% á þessum árum. Það er fá heyrð raun hækkun launa á að eins þremur árum. Breytingin frá minnsta kaup mætti launa eftir hrun, sem var á árinu 2010, hefur verið enn meiri. Sú hækkun er hvorki meira né minna en 40%. Hag stofan birtir líka saman tekt um launin í raun veru legum tölum. heildar laun full vinnandi launa manna voru 706 þúsund krónur á mánuði á árinu 2017 og höfðu hækkað um 25% frá 2014. Hækkunin er 142 þúsund krónur á mánuði eða 1,7 milljón kr á ári. Það eru meiri peningar til ráð stöfunar sem því nemur fyrir hvern full vinnandi. Tölur yfir annað en heildar laun full vinnandi sýna svipaða þróun. Grunn laun hækkuðu líka um 25% og eins grunn laun þeirra sem eru í hluta starfi. Það bendir ekki til ó jafnrar dreifingar hins efna hags lega á vinnings. 72% kaup máttar aukning frá 1989 Ef litið er yfir lengra tíma bil þá má lesa það úr gögnum Hag stofunnar að kaup mátturinn hafi vaxið um 72% frá 1989 til 2017. Þá voru meðal- launin 706 þúsund krónur á mánuði. Raunaukingin frá 1989 nema 300 þúsund króna á mánuði af þessum 706 þúsund kr. Þetta er mikil breyting á 28 árum. Lífs kjörin hafa batnað sem þessu nemur. Það má vel færa rök fyrir því að yfir starfs ævi manns sem spannar 40 ár megi vænta þess að verð mæti launanna sé í lok starfs ævinnar tvö falt meira en við upp haf. Það þýðir ein fald lega að launa maðurinn getur veitt sér meira sem því nemur hvort heldur það er í stærð og í burði hús næðis, bíls eða ferða laga. Jöfnuður helst og lægst lág tekju hlut fall Meðal tal gefur góða mynd af heildar breytingunni en ekki endi lega af dreifingunni. Þess vegna þarf að skoða fleiri stærðir. Hag stofan greinir þetta og niður staðan er að hækkunin er nokkuð jöfn yfir tekju hópana. Þannig hækka heildar laun þeirra 25% sem hafa lægstu launin ívið meira en þeirra 25% sem hafa hæstu launin. Með öðrum orðum jöfnuðurinn hefur haldist og ei lítið minnkað. Gögn Hag stofunnar um þróun á dreifingu tekna sýna að jöfnuður teknanna 2016 er meiri en var 2010. Tölur fyrir 2017 liggja ekki fyrir. Þau gögn sýna líka að jöfnuðurinn 2016 er meiri á Ís landi en á öðrum Norður löndum og reyndar mestur meðal Evrópu ríkja. Þá eru til upp lýsingar um lág tekju hlut fall. Það er hlut fall fólk sem er undir lág tekju mörkum, en þau eru skil greind sem 60% af mið gildi ráð stöfunar tekna. Það hefur lækkað á Ís landi. Var 9,8% árið 2010 í botni efna hags á fallsins eftir hrunið, lækkaði í 7,9% árið 2014 og var 8,8% árið 2016. Þetta er lang lægsta hlut fallið á Norður löndum. Hlut fallið fyrir Evrópu sam bands löndin er 17,3% árið 2016. Raun vextir lækka um 70% Eitt sem ræður miklu um lífs kjörin er verðið fyrir láns fé. Raun vextir voru 10% á níunda ára tugnum en eru nú komnir niður undir 3% og reyndar er hægt að fá líf eyris sjóðs lán með vöxtum undir 3%. Þetta hefur bætt lífs kjör launa mannsins ó trú lega mikið á þessum 30 árum. Þeir sem þurftu að reyna 25% kaup máttar skerðingu árið 1983 á eigin skinni muna enn eftir 10% raun vöxtunum, sem engin af sláttur var gefinn af. Á fram á sömu braut Fram undan eru kjara samningar sem marka stefnuna næstu árin. Það sem helst á að hafa í huga er að kaup máttur er al mennt hár, dreifing tekna er með því besta í Evrópu og fram farir í lífs kjörum síðustu 30 ár, frá tíma móta samningunum 1990, Þjóðar sáttinni, er eins dæmi í sögu þjóðarinnar. Vissu lega er margt sem þarf að færa til betra vegar og dæmi um græðgi og óhóf valda ólgu í þjóð fé laginu. Því þarf að bregðast við en varast að spilla þeim árangri sem náðst hefur. Það gagnast engum og allra síst launa fólki. LEIÐARI 3. tölublað, 8. árgangur Útgefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54 , 103 Rvk. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang, amundi@fotspor.is. Auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Kristinn H. Gunnarsson, sími: 892-7630, netfang: kristinn@kristinn.is. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa PDF: www. fotspor.is FRÍBLAÐINU ER DREIFT Í 3.400 EINTÖKUM Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Á VESTFJÖRÐUM Lífskjarabati síðustu ár með fádæmum árangur Þjóðarsáttarinnar Kristinn H. Gunnarsson Vestfirska vísanhornið Þátturinn hefst á vísnabréfi frá Indriða á Skjaldfönn. Vinur minn úr hægrasta hægrinu, því nefndur hér HH, kvartaði við mig yfir ó sann girni og ljótum munn söfuði og jafn vel níð vísum um fjár mála ráð herra sem hefði þó ekkert til saka unnið, annað en gera sitt besta til að fjölga vel stæðu fólki. Sem væri jú hið besta mál því þá hrataði meira af brauð mylsnu , jafn vel heilu molarnir, út af borðinu til þeirra sem undir því væru. Þð væri líka fjarri lagi að tapast hefðu 130 milljarðar króna vegna Eng- eyinga og það hefði þá mest verið fjár- munir líf eyris sjóðanna sem ættu hvort eð er allt of mikla peninga. Síðan sagði HH að næst á eftir Davíð væri Bjarni sann orðasti og heiðar legasti maður sem hann þekkti og fór fram á sann gjarnari með ferð á honum. Og hvað gerir maður ekki fyrir vini sína? Hér á okkar Ísa storð oft er skreipt á hjarni. Segi tæpast ó satt orð eðal mennið Bjarni. Drengur bæði dag og nótt dyggðum förgum þjónar. Þó hart að onum hafi sótt hæl bítar og dónar. Í Morgun blaðinu fyrir nokkru og í lengri gerð í net út gáfu þess, er grein eftir Viðar Hreins son, heim speking og rit höfund, sem nefnist glap ræðið í Ó feigs firði og ætti að vera skyldu- lesning sér stak lega fyrir okkur Vest- firðinga. Hann rekur þar sögu Alterna, sem áður var Magma Ener gy, hið al- ræmda skúffu fyrir tæki í Sví þjóð og virkjunar á form þess í Ó feigs firði. Þar skal valtrað yfir ör sam fé lagið, raskað náttúru fari þar ó tæpi lega í gróða skyni og koma þannig í veg fyrir að sam fé- lagið þróist á eigin for sendum. Virkjun styrki í litlu sem engu bú setu í Ár nes- hreppi. Orkan þaðan færi ekki til okkar Vest firðinga og til þess væru smærri virkjanir hér við innan vert Djúp mikið heppi legri kostur. Auð valds heimskan hjarta köld hún er mann kyns byrði en hefur til þess veg og völd að virkja í Ó feigs firði. Undan farið höfum við séð á netinu aug lýsingar kostaðar af fyrr- nefndu Alterna þar sem sveitar- stjórnarpótentátar hér við Djúp kalla eftir Hvalár virkjun. Þetta er bara beint fram hald af því þegar Vestur verk bauð Ár nes hrepps búum vega bætur, þrífasa- r af magn, ljós leiðara og málningu á skóla húsið ef þeir féllu fram og til bæðu virkjunar guðinn. Í Gyðinga landi Júdea til fjárins var frekur fann svo til iðrunar, hann væri dauða sekur. Á Vest fjörðum ýmsa arft aka hans nú þekki elsku Guð, viltu passa að þeir hengi sig ekki. Geir Þor steins son, heiðurs for seti KSÍ og Mið flokks maður fannst sú fremd ekki nóg. For seti sam bandsins vildi hann aftur verða og ekkert múður. Harla lítið Geir er glaður gæfan sýndi ei fylgi spekt. Þarna steyptist Mið flokks maður mikið var það dá sam legt. Nú blasir við og er al talað að Mið- flokkurinn verði fjórða hjólið undir ríkis stjórnar vagninum. Stjórnar ekki batnar bíllinn bætist þar við Kaustur skríllinn. Senn mun eiga sætis von Sig mundur Davíð Gunn laugs son. Nú stunda for sætis- og fjár mála ráð- herra grjót kast úr sínum gler húsum vegna 82% launa hækkunar Lands- banka stjórans en eru sjálf núbúin að hygla sér og þing mönnum ó heyri- legum launa hækkunum á samt að- stoðar manna hóp og mokað er fjár- munum í flokkana, allt er þetta talið um 600 milljónir króna, og alls ekki má auka skatt af þessum tekjum. Stjórn völd þjóðar ljá mér leiða. Lítil magnann svelta í hel. En yfir ríkis bubba breiða bóm ull svo þeim farnist vel. Hag yrðingurinn Jón Atli Ját varðs- son, Reyk hólum dró saman at burðar- rásina undan farið í sam göngu málum á Al þingi og vendingar sem leiddu af Klaustursumblinu. Klausturlífið á sér enn undur snúnar hliðar. Ganga björg í brattir menn með bægsli sín til hliðar. Nefndarskipan nýstárleg og nýtist vegabótum. Samkenndin þó soldið treg og sullast undan fótum. Ríkisstjórnin reisir tjöld rétt til einnar nætur. Virðast ráðleg vegagjöld í varanlegar bætur. Klausturlífið klassa tjón og krefst því góðrar fórnar. Fengu að láni formann Jón úr faðmi ríkisstjórnar. Nefndin orðin nokkuð treg og nár er klárinn brúni. Loforð um að leggja veg lendir út á túni. Látum hér staðar numið þó með þeirri frómu ósk að fram farir í vega- máum lands manna lendi ekki út a túni eins og Jón Atli sér fyrir sér að geti orðið raunin. Kristinn H. Gunnars son. Lýðháskólinn: Sjálfseignarstofnun um nemendagarða Aðal fundur Lýð há skólans á Flat eyri var haldinn á laugar- daginn. Stjórninn var endur- kjörinn með einni breytingu þar sem Daný Arnalds gekk ur stjórninni og tók sæti í vara stjórn. Hennar sæti tók Vig dís Er lings dóttir. Aðrir í stjórninni eru Runólfur Ágústs son, for maður, Óttar Guð jóns son, gjald- keri, Ívar Kristjáns son og Þór dís Sif Sigurðar dóttir. Helsta mál fundarins sneri að hús- næðis málum. Sam þykkt var að stofna sjálfs eignar stofnun um nem enda- garða. Fast eignir ríkisins hafa aug lýst til sölu hús næði heilsu gæslunnar á Flat eyri sem er um 300 fer metrar að stærð og er á tveimur hæðum. Ísa- fjarðar bær á 15% af hús næðinu og hefur hug á að kaupa hlut ríksins. Á formin lúta að því að Lýð há skólinn kaupi hús næðið svo af sveitar fé laginu og að sjálfs eignar stofnunin eigi það og reki. Þar verði síðan hús næði fyrir nem endur. Runólfur Ágústs- son,stjórnar for maður segir að þar yrðu væntan lega 10 – 12 her bergi. Tekin yrðu lán til að kaupa húns æðið og gera nauð syn legar breytingar sem yrði svo endur greitt með gjöldum nem enda. Að sögn Runólfs eru um 30 nem- endur við skólann. Búist er við því að þeim gæti fjölgað um 10 í haust.

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.