Vestfirðir - 04.10.2018, Síða 2

Vestfirðir - 04.10.2018, Síða 2
2 4. október 2018 FLOTT FÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR Skeifunni 8 - 108 Reykjavík - Sími 5176560 www.belladonna.is Tabula gratulatoria Jón Baldvin Hannibalsson áttræður Þann 21. febrúar 2019 verður hinn aldni leiðtogi íslenskra jafnaðar- manna, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi fjármála- og utanríkis- ráðherra, áttræður. Af því tilefni verður gefin út bók eftir Jón Baldvin þar sem hann mun einkum fjalla um frumkvæði Íslands að stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða, samningana við ESB um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) og Norræna módelið sem raunhæfan valkost við auðræði nýfrjálshyggjunnar. Velunnurum Jóns Baldvins gefst nú kostur á að skrá nafn sitt á heilla- óskaskrá í tilefni þessara tímamóta og að fá bókina á forlagsverði, eða á kr. 6.000 með sendingarkostnaði. Hægt er að panta verkið hjá út- gefandanum á netfanginu skrudda@skrudda.is eða í síma 552 8866. Bókin verður send í byrjun febrúar 2019. Til að panta bókina og fá nafn sitt jafnframt á heillaóskaskrána þarf að senda inn nafn, kennitölu og heimilisfang. Sé óskað eftir að greiða verkið með greiðslukorti þarf að senda kortanúmer og gildistíma, ann- ars verður stofnuð krafa í heimabanka. Nánari upplýsingar fást hjá forlaginu. SKRUDDA Hamarshöfða 1 110 Reykjavík skrudda@skrudda.is Umhverfisráðherra hefur framlengt um fimm ár skipun Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur í embætti forstjóra Skipulagsstofnunar ríkisins. Fimm ára ráðningartími hennar rann út í lok júlí í sumar og nýtt ráningar- tímabil hóafst 1. ágúst. Starfið var ekki auglýst. Umhverfisráðuneytið hefur ekki greint frá skipuninni en upplýsingafulltrúi ráðuneytisins staðfesti ráðninguna í svari við fyr- irspurn blaðsins Vestfirðir. Jón Jónsson, þjóðfræðingur hef- ur verið ráðinn verkefnisstjóri rannsóknarseturs Háskóla Ís- lands á Ströndum, Þjóðfræðistofu. Þrjár umsóknir bárust um starfið en tvær voru dregnar til baka. Jón er með meistarapróf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands. Áður en hann kom til starfa við rannsóknasetrið starfaði hann sem menningarfulltrúi Vestfjarða í tæpan áratug. Þar áður rak Jón rekið eigið fyrirtæki á sviði miðlunar sögu og þjóðfræða. Jón hefur stundið margvís- legar rannsóknir í þjóðfræði. Jón hefur gegnt tímabundnu starfi við rannsóknasetrið síðustu tvö árin eða frá því að setrinu var komið á fót haustið 2016. Sæunn Stefánsdóttir, for- stöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Ísland, segir að með ráðn- ingunni sé starfið orðið ótímabundið og þannig mikilvægt skref tekið til að festa starfsemi Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu enn betur í sessi. Með samningi mennta- og menn- ingarmálaráðuneytisins og Stofnun- ar rannsóknasetra Háskóla Íslands í ársbyrjun 2016 var sett af stað vinna við að greina tækifæri og leiðir við að koma rannsóknasetrinu á fót, en áður hafði Strandagaldur staðið fyrir rekstri Þjóðfræðistofu á Hólmavík. Á grunni þessarar vinnu varð úr að ráðuneytið fól Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands að hefja starfsemi rannsókna- seturs í þjóðfræði á Ströndum, í náinni samvinnu við heimamenn. Að hluta til er byggt á þeim góða grunni sem áður hafði verið lagður með starfsemi Þjóð- fræðistofu Strandagaldurs. Aðsetur rannsóknasetursins er í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofa er eitt af níu rannsóknasetrum Háskóla Íslands um landið. Viðfangsefni þeirra eru fjölbreytt, en á meðal þeirra eru lífríki hafsins, umhverfi og landnýting, hvalir, fiskar og fuglar, ferðamál, bókmenntir, sagnfræði, fornleifafræði og þjóðfræði. Ásdís Hlökk áfram forstjóri Skipulagsstofnunar Jón Jónsson ráðinn á rannsóknarsetrið Fyrir tveimur vikum gekk Ólaf- ur Sæmundsson frá Patreks- firði á fund Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis og auð- lindaráðherra. Að sögn Ólafs var til- gangur fundarins var fyrst og fremst að vekja athygli á þeim harða hnút sem sem er í málum er varðar bætt- ar samgöngur á Vestfjarðarvegi no 60 um Gufudalssveit. „Ég tjáði ráðherra hug minn í þeim málum og hverja ég teldi vera lausnina í þeim, ráðherra hlustaði á mín rök, en kom svo sem ekki með tillögu að neinni lausn enda ætlaðist ég alls ekki til þess, við ræddum málið fram og til baka og vorum samála um margt en ekki allt. Ég sagði ráðherra það að ég hafi tekið eftir því að í nýju samgönguá- ætlunin sem lögð var fram í vikunni hafi verið lítil texti um Þjóðveg 60 sem væri eitthvað á þessa leið, hafist verði handa við gerð nýs vegar ef samkomu- lag náist um hvað leið skuli farin.“ Sagðist Ólafur Sæmundsson treysta því að Umhverfisráðherra og hans ráðuneyti myndi vinna að því með vegagerðinni að valin verði leið sem verði láglendisvegur og uppfylli allar helstu öryggiskröfur sem gerðar eru til nútíma samgangna. „Að lokum færði ég ráðuneytinu mynd að gjöf sem frændi minn Hall- dór Baldursson teiknaði í júlí 2014, þessi mynd á að minna okkur á að þetta getur ekki verið svona lengur.“ Útgerðarfélagið Skúli ehf á Drangsnesi tók um síðustu helgi í notkun nýtt hús- næði undir beitningaraðstöðu og frystigeymslur. Um er að ræða við- byggingu við frystihúsið á Drangs- nesi alls um 300 m², að hluta til á tveimur hæðum. Verður öll aðstaða hin besta eftir breytinguna. Óskar Torfason, framkvæmdastjóri félags- ins gerði grein fyrir framkvæmdum. Kostnaður er um 60 milljónir króna og hafa þegar um 50 milljónir króna verið greiddar. Fjárhagsstaða fé- lagsins er afar góð, eigið fé er liðlega 200 milljónir króna og félagið fékk á dögunum viðurkenningarskjal frá Credit Info sem framúrskar- andi fyrirtæki 2018, en aðeins 2% fyrirtækja á landinu komast í þann flokk. Útgerðarfélagið Skúli var stofnað 2002 með stuðningi Byggðastofn- unar sem lagði því og fleiri fyr- irtækjum á Vestfjörðum til eigið fé. Tilgangur félagsins er að eiga aflaheimildir og styrkja útgerð í plássinu. Hefur það gengið eftir þessi 16 ár og er meginhluti veiði- heimildanna í byggðarlaginu í eigu félagsins. Nýtt húsnæði á Drangsnesi VILL LÁGLENDISVEG

x

Vestfirðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.