Vestfirðir - 04.10.2018, Blaðsíða 10
10 4. október 2018
Gamanmyndahátíð Flateyrar
Gamanmyndahátíð Flateyrar
var haldin í síðasta mánuði,
en hátíðin var sú fjölmenn-
asta til þessa, þar sem rúmlega 900
gestir mættu á viðburði hátíðarinnar
sem voru fjölbreyttir og skemmtilegir.
Barnasýningin og Villi Vísindamaður
vöktu mikla lukku og einnig var mjög
vel mætt á heiðurssýningu Sódóma
Reykjavík, þar sem Guðmundur
Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðabæj-
ar afhenti Óskari Jónassyni viður-
kenningu fyrir framlag sitt til gam-
anmyndagerðar á Íslandi. Alls voru
sýndar þrjátíu íslenskar gamanmynd-
ir, og þar af voru 12 nýjar stuttmyndir
frumsýndar. Veitt voru verðlaun fyrir
fyndnustu stuttmyndaina að mati
áhorfenda og var myndin Pabbahelgi
eftir Tómas Víkingsson kosin fyndn-
asta gamanmynd ársins og Bjarnar-
blús eftir Loga Sigursveinsson lenti í
öðru sæti.
Myndir Arjan Wilmsen
Vertu viðbúinn vetrinum
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Nøsted Kjetting as
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Ný
hönnun