Vestfirðir - 04.10.2018, Qupperneq 14

Vestfirðir - 04.10.2018, Qupperneq 14
14 4. október 2018 Bolungarvíkurkaupstaður Fjármála- og skrifstofustjóri Capacent — leiðir til árangurs Bolungarvík er u.þ.b. 950 manna bæjarfélag. Þar er góður grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli , íþróttahús og sundlaug. Frábær aðstaða fyrir menningarviðburði, nýtt hjúkrunarheimili, ný félagsmiðstöð fyrir unglinga, íbúðir fyrir aldraða og stutt í alla þjónustu. Á næstu árum standa svo fyrir dyrum ýmsar framkvæmdir í bænum. Talsverður vöxtur hefur verið í atvinnulífinu á undanförnum árum. Miklir möguleikar til atvinnuuppbyggingar í Bolungarvík eru í sjónmáli og stöðugt skapast ný tækifæri til sóknar. Upplýsingar og umsókn capacent.com/s/10161 Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði. Haldgóð reynsla af sambærilegu starfi. Mjög góð þekking á reikningshaldi, uppgjörum og áætlanagerð. Þekking á málefnum sveitarfélaga kostur. Góð tölvukunnátta skilyrði. Góð kunnátta í íslensku og ensku og geta til að tjá sig í ræðu og riti. Leiðtogahæfileikar og drifkraftur í starfi. Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og góð félagsleg færni. Samviskusemi og nákvæmni í starfi. � � � � � � � � � � � � � � � � � � Umsóknarfrestur 17. október Starfssvið Fagleg forysta og verkstjórn á daglegum verkefnum bæjarskrifstofu. Ábyrgð á daglegri umsýslu fjármála og bókhalds. Umsjón með fjárhagsáætlanagerð, frávikagreiningum og kostnaðareftirliti. Ábyrgð á gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana. Fjárhagslegar úttektir og greiningar. Eftirfylgni með framgangi rekstrar- og fjárhagsáætlana. Þátttaka í stefnumótun og nýsköpun á sviði fjármála og fjárreiða. Aðstoð við samningagerð og önnur fjármálatengd verkefni. Samskipti við forstöðumenn og íbúa vegna erinda er snúa að fjármálum og annarri þjónustu bæjarfélagins. Bolungarvíkurkaupstaður óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf fjármála- og skrifstofustjóra. Starfið er mjög margþætt og krefst því góðrar færni á ýmsum sviðum. Fjármála- og skrifstofustjóri er yfirmaður á bæjarskrifstofu ásamt því að stýra fjármálum sveitarfélagsins. Sjálfsbjörg á Ísafirði 60 ára Sjálfsbjörg, félag hreyfihamlaðra á Ísafirði hélt upp á afmæli sitt síð- astliðinn laugardag. Sjálfsbjörg á Ísafirði var stofnuð þann 29. septem- ber 1958. Tæplega fjörutíu manns sóttu stofnfundinn, þar af nokkrir styrktarfé- lagar og einn ævifélagi. Ári síðar voru félagarnir orðnir um áttatíu. Fyrsti formaður félagsins var kjörinn Trausti Sigurlaugsson. Ingibjörg Magnúsdóttir tók við formennsku árið 1961 en hún lést eftir nokkrra ára formennsku langt um aldur fram. Meðal þeirra baráttu- mála sem stofnfundurinn fjallað um var hækkun örorkustyrks og að skerðing hans hæfist ekki fyrr en tekjur lífeyris- þega næmu tekjum verkamanns. Sjálfsbjörg og Berklavörn á Ísafirði stofnuðu meðal annars vinnustofu og hófu framleiðslu á ýmis konar varningi sem seldur var og markaði fjárhagsund- irstöðu félagsins. Í dag felst starf félags- ins einkum í því að vinna að bættu að- gengi hreyfihamlaðra á svæðinu. Sjálfsbjörg bauð félögum og velunnurum í kaffiboð, sem haldið var í Naustinu á Hlíf 2. Formaður félagsins er Hafsteinn Vilhjámsson. Haftseinn sagði í samtali við blaðið vestfirðir að sam- sætið hefði tekist afar vel, mæting hafi verið góð og gestir átt saman góða stund. Undirskirftasöfnun aldraðra : Engan skort á efri árum Næsta mánudag lýkur söfnun undirskrifta fyrir áskorun til stjórnvalda um hækkun á lífeyristekjum aldraðra. Markmiðið er að lífeyrir dugi til að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og að öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum.Yfirskrift söfnunarinnar er ENGAN SKORT Á EFRI ÁRUM. Það var Erla Magna Alexanders- dóttir,eldri borgari,sem setti undi- skriftasöfnunina í -gang,nánast ein sín liðs.Hún hefur engin samtök á bak við sig,ekkert fjármagn,ekkert fyrirtæki.Það er því grasrótin,sem stendur á bak við þessa undir- skriftasöfnun. Erla Magna er rúm- lega áttræð og verður að reiða sig á almannatryggingar.Hún þekkir því á eigin skinni hvernig það er. Þegar blaðið var búið til prentun höfðu 6.579 skrifað undir. Undirskriftin er rafræn á Island. is á slóðinni http://listar.island.is/Stydjum/23 Myndir: Marzellíus Sveinbjörnsson.

x

Vestfirðir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.