Vestfirðir - 04.10.2018, Blaðsíða 15
Borgarfjörður Helgarblað 13.júlí 2018KYNNINGARBLAÐ
Helga býður upp á heimagerðan
mat og grillmat á Snæfellsnesi
Hjónin Helga Magnea Birkisdóttir
og Ólafur Sólmundsson reka tvo
staði á Snæfellsnesi, Prím-
us kaffihús á Hellnum og Stapann
veitingastað á Arnarstapa.
Hjónin tóku u-beygju í lífinu árið
2014 þegar þau fluttu úr Keflavík
vestur á Snæfellsnes. Þar una þau sér
vel, umvafin fallegri náttúru og góðum
nágrönnum. Nóg er að gera á báðum
stöðum og gestirnir eru bæði erlendir
og innlendir, ferðamenn, heimamenn
og sumarhúsaeigendur.
„Við lentum bara hérna,“ segir Helga
og hlær. Hjónin bjuggu í Sandgerði
og Keflavík og voru ekkert í veitinga-
bransanum þar. „Ég var búin að hugsa
um að opna kaffihús, en var kannski
of hrædd til að stíga skrefið. Kaffihús
hafa ekki gengið of vel í Keflavík.“
Helga og Ólafur tóku svo af skarið
saman, seldu húsið í Keflavík, fluttu
að Hellnum og stofnuðu fyrirtæk-
ið Birkisól, sem nefnt er eftir feðrum
þeirra og í framhaldinu kaffihúsið
Prímuskaffi. Fyrir ári síðan opnuðu
þau síðan veitingastaðinn Stapann á
Arnarstapa.
„Það var kominn tími til að gera
eitthvað,“ segir Helga, sem segist hafa
verið komin í góðan þægindaramma.
Heimagert af Helgu sjálfri
„Við viljum bjóða upp á heimilislegt
og afslappað andrúmsloft og ég er
með frábært starfsfólk,“ segir Helga.
„Starfsfólkið mitt er metnaðarfullt,
hrikalega dugleg og leggur sig fram við
að læra íslensku.“
Stapinn – Grillstaður og eitthvað í
boði fyrir alla
Þó að aðeins sé fimm mínútna keyrsla
á milli staðanna og sömu eigendur, eru
þeir ólíkir í stíl og úrvali. Stapinn er grill-
staður og þar er hægt að fá eitthvað
af öllu.
„Hér reynum við að koma til móts við
þarfir allra, bjóðum upp á mat af grill-
inu, bæði hamborgara, veganborgara,
kjúklingaborgara, lambasnitsel og
fish’n chips. Við notum besta hráefni
þorskhnakka í fish’n chips og koma þeir
úr héraði og við leggjum mikla áherslu
á gæðin. Við erum líka með salsa, heita
osta, sælgæti og ís. Hér getur þú líka
sest inn og fengið þér drykk. Stapinn
er pínu orðinn bar á kvöldin, fólk kemur
hér við og fær sér smá að sötra til að
ylja kroppinn. Það er góð stemming
hér og margir sumarhúsaeigendur
labba til okkar, fá sér einn drykk, einn ís
og svo framvegis.“
Stapinn fagnaði 1. árs afmæli þann
12. júní síðastliðinn. „Við héldum partí
2 dögum áður, vorum að jafna okkur
daginn eftir og opnuðum svo,“ segir
Helga og hlær. „Þetta var á fallegum
sumardegi í fyrra, það var blankalogn
og brjálæðislega gott veður. Í sumar
hefur bara rignt, en „it s all about the
outfit“,“ segir Helga.
Stapann einkennir stór og mikill pall-
ur sem snýr að Arnarstapavegi. „Við
erum með útihúsgögn og útiarinn, en
ekki hefur gefist tími til að njóta mikið í
sumar Ég legg mikla áherslu á að spila
íslenska tónlist á Stapanum og langar
að bjóða til útitónleika á pallinum síðar.
Við erum enn að gera Stapann upp,
vorum að setja gler allan hringinn og
eigum eftir að fínisera aðeins á bakvið.“
Gönguleiðin milli Arnarstapa
og Hellna er talin þriðja fallegasta
gönguleið í heimi, það tekur um 50
mínútur að labba hana og svo þarf að
labba til baka að bílnum. Það er því
tilvalið að njóta fallegrar gönguleiðar
og náttúru og kíkja við á Stapanum um
leið.