Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2021, Blaðsíða 11

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2021, Blaðsíða 11
11 Elda Temprun • Dreifðu undirbúningnum yfir daginn. Hægt er að afhýða og skera grænmeti um morguninn sem á að elda um kvöldið. • Sittu við að undirbúa mat, eða þegar þú bíður eftir að hræra. • Taktu pásu á meðan þú ert að elda og eftir. Skipulag • Eldaðu stærri skammta og kældu eða frystu auka skammt. • Taktu fram allt hráefni og þau áhöld, sem þú þarft að nota, áður en þú hefst handa við að matreiða. • Notaðu uppskriftir sem ekki eru tímafrekar eða erfiðar. • Notaðu hráefni sem búið er að forvinna, t.d. niðursneitt eða frosið. • Notaðu hjólaborð til að flytja hluti milli staða í eldhúsi, t.d. hnífapör og diska til að setja á borðstofuborðið. Forgangsröðun • Eigðu alltaf eitthvað tilbúið, eða hálftilbúið í frystinum sem fljótlegt er að grípa í þá daga sem þú ert orkuminni. • Getur einhver annar á heimilinu eldað? Innkaup Temprun • Hvíldu þig áður en þú ferð út að versla. • Gefðu þér góðan tíma í að versla. • Það er betra að hálffylla tvo poka og bera sinn í hvorri hendi, en að fylla einn poka. • Það er léttara að bera vörur í bakpoka, eða nota innkaupatösku á hjólum. Skipulag • Skipuleggðu innkaup vikunnar til að koma í veg fyrir óþarfa búðarferðir. • Skrifaðu innkaupalista út frá skipulaginu í búðinni og um leið og eitthvað klárast. • Verslaðu utan annatíma. • Forðastu stórar/djúpar innkaupakerrur, til að draga úr því að beygja þig við að setja vörur í kerru og taka þær úr. • Biddu um aðstoð ef vörur eru hátt upp eða niðri við gólf, til að takmarka óþarfa beygjur og teygjur. Forgangsröðun • Getur einhver í fjölskyldunni hjálpað til? • Getur þú verslað inn á netinu og látið senda heim? Skipta um á rúmi (sjá myndband á reykjalundur.is/orkusparandi) Temprun • Framkvæmdu verkið á þægilegum hraða og notaðu rólegar hreyfingar. • Taktu pásu reglulega, t.d. eftir að hafa sett lakið á og síðan koddaverið. • Sittu við hluta af verkinu, t.d. þegar þú setur sængurverið utan um. Skipulag • Auðveldara er að búa um rúm þar sem aðeins höfðagaflinn er upp við vegg. Þá sleppur þú við að teygja þig yfir rúmið. • Byrjaðu og ljúktu einni hlið á rúminu, færðu þig svo hinum megin svo þú farir bara einu sinni kringum rúmið. • Gott er að tylla sér á stól, við rúmstokkinn, sem er örlítið hærri en rúmið sjálft og láta sængina hvíla á rúminu meðan verkið er unnið, til að koma í veg fyrir að vinna með hendurnar hátt uppi. Líka þegar þú hristir hana. Forgangsröðun • Veltu fyrir þér hvort þurfi að skipta á öllu rúminu í einu eða hvort dreifa megi verkinu yfir daginn. • Getur þú fengið aðstoð við að skipa um á rúminu? Þvo og ganga frá þvotti Temprun • Dreifðu verkinu yfir daginn. Settu í þvottavélina um morguninn og tæmdu hana síðdegis. • Sittu við að strauja og brjóta saman þvott. • Notaðu lága þvottagrind í staðinn fyrir háar snúrur. Einnig er hægt að nota uppdraganlega þvottasnúru. • Taktu þér pásu á meðan á verkinu stendur og eftir að því lýkur. Skipulag • Veldu frekar að ganga í fötum sem er auðvelt að þvo, þurrka og strauja. • Settu oftar í þvottavélina í hverri viku í staðin fyrir að þvo allt á einum degi. • Geymdu allt sem þú þarft að nota á einum stað, eins og þvottaduft og klemmur. • Þvottakarfa á hjólum, eða hjólaborð geta verið hentug til að flytja þvottinn á milli staða. • Ef það er mögulegt þá er gott að hafa þvottavél og þurrkara upphækkuð til að takmarka óþarfa beygjur. • Hafðu þvottabalann á kolli svo ekki sé mikill hæðarmismunur milli balans og opsins á þvottavélinni/þurrkaranum. • Þurrkari getur einnig létt undir. Þvottur verður oft mýkri og þarf síður að strauja hann. Forgangsröðun • Er nauðsynlegt að strauja öll fötin þín? • Getur einhver hjálpað þér að brjóta saman stóra og þunga hluti, eins og lök, sængurver og handklæði? • Getur einhver annar séð um þvottinn á heimilinu?

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.