Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2021, Blaðsíða 4

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2021, Blaðsíða 4
4 Húsaskjól HL stöðvarinnar var vel þegið þennan hryssingslega septemberdag þegar sjúkraþjálfararnir Sólrún Óskarsdóttir og Birna Aubertsdóttir tóku á móti mér til að ræða um endurhæfingu lungnasjúklinga á tímum COVID. Sólrún hefur unnið á HL stöðinni í 30 ár og veitt henni jafnframt forstöðu. Þar fer fram þjálfun fyrir hjarta- og lungnasjúklinga en Sólrún hefur einkum séð um þjálfun síðarnefnda hópsins. Birna hefur starfað á HL stöðinni í tæp 20 ár, fyrst og fremst með hjarta- hópa, en áður vann hún á lungnadeild Reykjalundar og kynntist lungnaendurhæfingu þar. Endurhæfing ekki bara líkamleg Þær Sólrún og Birna leggja strax í byrjun ríka áherslu mikilvægi langtíma þjálfunar fyrir lungnasjúklinga. Þegar ég spyr hvernig heimsfaraldurinn hafi helst komið niður á lungnaendurhæf- ingunni, segir Sólrún að best sé að byrja á að rifja upp hvað felist í hugtakinu endurhæfing. “Hún er ekki bara líkamleg, heldur líka andleg og félagsleg.” Síðasta eitt og hálfa árið telur hún víst að fólk hafi orðið dálítið illa úti með félagslegu örvunina sem sé svo nauðsynleg. „Þú getur gert æfingar heima,“ heldur hún áfram, „það er auðvelt að segja fólki að fylgjast með morgunleikfiminni, en ég held að þessi andlega og félagslega einagrun hafi reynst fólki oft mjög erfið.“ Birna samsinnir þessu heilshugar og segir að þótt hægt sé að æfa sig heima geti reynst erfitt að halda sig við efnið. „Það er því gott að geta sótt þjálfun á þjálfunarstað og geta búið heima hjá sér og aðgreina svolítið þar á milli.“ Þegar ég spyr hvernig þær hafi brugðist við varðandi endur- hæfinguna í kjölfar farsóttarinnar, segir Sólrún að þær hafi byrjað á að hringja aðeins í fólkið sitt til að athuga stöðu mála og hvetja það til þess að halda áfram að hreyfa sig. „Við höfum ekki verið með fjarþjálfun, eða sett upp einhver kerfi á netið. Það voru það margir aðrir aðilar sem gerðu það, t.d. Reykjalundur og svo var morgunleikfimin bæði í sjónvarpi og útvarpi, þannig að við bentum okkar fólki á að nýta sér það.“ Mikilvægt að sjá eitthvað nýtt Sólrún segir að þær hafi aftur á móti lagt mesta áherslu á að hvetja fólk til þess að fara út úr húsi og ná sér í hreyfingu þar. „Auk þess gat ég ekki ítrekað nógu mikið,“ heldur hún áfram með áhersluþunga, „að fólk reyndi að fara á nýja staði, ef aðstæður buðu. Keyra t.d. út að strönd, rölta þar um og fá súrefni í kroppinn, notfæra sér þessa yndislegu staði sem við eigum eins og Laugardal, Elliðaárdal, Heiðmörkina og fleiri staði þar sam hægt er að fá þessa útiveru, örvun og geta séð eitthvað nýtt.“ Þríeykið og heimaleikfimin Hún áréttar hve brýnt það sé að festast ekki í sama farinu, heldur Ekki hægt að halda niðri í sér andanum endalaust Viðtal við Sólrúnu Óskarsdóttur og Birnu Aubertsdóttur, sjúkraþjálfara á HL stöðinni Birna og Sólrún sjúkraþjálfarar á HL stöðinni.

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.