Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2002, Page 4

Heima er bezt - 01.12.2002, Page 4
Ág'ætu lesendur, „Bráðum koma blessuð jólin, bömin fara að hlakka til,“ segir í gömlu jólalagi, og rétt er það, mörgum er sú hátíð blessuð og mikið tilhlökkunarefni. Reyndar verður að segjast að umfang hennar og kostnaður er að því er sumum finnst, farinn úr flestum velsæmisböndum, yfirflæði gjafa og matar orðið slíkt, að hátíðargildi þess hefúr að talsverðu leyti misst gildi sitt. Mér kemur í hug, af þessu tilefni, jólakveðja, sem ég fékk nýlega erlendis frá, en hún hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Gleðileg jól. Oska ykkur alltof mikils af því sem þið viljið gjaman eiga of mikið af!“ Þessi jólakveðja finnst mér reyndar afskaplega gott tímanna tákn, og dæmi um þá mynd og tilfinningu sem flest fólk í hin- um vestræna heimi hefúr orðið fyrir gjafastússi og öðm, sem fylgir jólunum. Þau em einmitt svolítið að verða vettvangur alltof mikils af því sem við gjaman vildum eiga of mikið af. Sem sagt, fæstir þurfa í dag að neita sér um það sem þá langar í, þó auðvitað séu alltaf einhverjar undantekningar á því. En í heildina tekið em mál þannig. Það er auðvitað út af fyrir sig ágætt, en gallinn er bara sá hversu fljótt við forum fram úr meðalhófinu og spillum með því hluta af hinni andlegu gleði, sem jólin bera með sér. Það er því fróðlegt að lesa um gjöfina sem segir frá í grein Magnúsar H. Gíslasonar í þessu blaði, en þar segir viðmæl- andi hans frá því þegar hann fékk þá jólagjöf í æsku, sem honum gleymdist aldrei. Skyldi hún hafa verið margbrotinn og hátæknilegur tölvu- leikur, sem spila skyldi í öflugri tölvu? Skyldi hún hafa verið rándýr fjarstýrður leikfangabíll eða flugvél, sem hægt væri að senda langa leið frá eiganda sínum og stjómanda? Skyldi það hafa verið dýr plasteftirlíking af heimsfrægum stjömum eða teiknimyndafígúmm með öllu tilheyrandi dóti og áhöldum? Nei, ekki var það nú aldeilis. Jólagjöfin var eitt, mjallahvítt, heimagert tólgarkerti, sem hann fékk að kveikja á og bera um alla baðstofúna, og lýsa upp þá króka og kima sem myrkri vom huldir. Og hún er sterk, lýsing viðmælandans þegar hann rifjar upp áhrif gjafarinnar á sig og segir: „Ég gat starað á [ljósið] langtímum saman, og satt að segja fannst mér tilveran kringum mig hverfa. Eg sá ekkert, skynj- aði ekkert nema þetta bjarta, geislandi ljós. Og ljósið mitt fékk ég að hafa á kertinu minu þar til ég var háttaður.“ í allsnægta þjóðfélagi okkar í dag, em viðbrögð bamanna oftar en ekki þau, þegar þau taka upp allan þann fjölda af gjöfúm sem þau fá í hendur á jólunum, að leika sér með leik- fongin eitt af öðm í skamman tíma og síðan em þau óðar en varir lent út í homi, nýjabmmið þegar farið af. Það er ekki lengur orðin nein tilbreyting fyrir böm dagsins í dag að fá nýjan hlut, leikfang eða klæði, þau em að fá slíkt nánast allan ársins hring, og þykir það auðvitað alveg sjálf- sagt, þau þekkja ekki annað. Hver kannast ekki við þá setn- ingu ungs bams, þegar hann kemur í afmæli þess, og það tek- ur á móti honum í dyrunum, fúllt áhuga, en sér ekki í fljótu bragði neina pakka eða pinkla í höndum viðkomandi og segir: „Hvar er afmælisgjöfin mín.“ Svona em nú tímamir breyttir, og alltaf er hver kynslóð jafn hissa á ungdómi sinnar tíðar, og finnst hann ekki hafa gömlu gildin í heiðri eða siði forfeðra sinna. En það verður nú eiginlega líka að segjast að sem betur fer gerir unga fólkið það ekki að öllu leyti, því hver væri þá framþróunin, ef hin nýja kynslóð skapaði ekki sína nýju siði og tækifæri? Það er auðvitað alltaf tvíbent að bera saman með þessu hætti heim tveggja kynslóða, en þó verður manni það oft á, vegna þess hversu breytingin er geysileg, á ekki lengri tíma. Þama erum við að tala um rétt rúman mannsaldur. Og það er líka annað, sem verður til þess að maður leiðir hugann að þessu atriði, og það er hvað verðmætagildið og þakklætið er á hröðu undanhaldi, að manni finnst. Afleiðing þess hygg ég að geti orðið sú að fólk verði einfaldlega óhamingjusamara. Mér finnst það skína vel í gegn hversu gleði bamsins var mikil yfir heimagerðu tólgarkertinu, og því ljósi sem það bar. Ömggt má telja að gleði þessa bams hefúr verið margföld á við gleði bamsins sem fær 10-20 jólapakka, rífúr þá alla upp í einu vet- fangi og snýr sér svo að öðm. Sú góða tilfinning að gleðjast yfir litlu, finna til þakklætis fýrir þann hug sem að baki býr, er áreiðanlega betri grunnur að lífshamingju en vera óánægður, áhugalaus og jafnvel vanþakklátur yfir miklu. Og alltaf verður maður meira og meira var við það, kannski sem einhvers konar afleiðingu af þessum breyttu lífsgildum, hversu allt er mælt í krónum í dag, sama hvað það er. Það þykir tæplega lengur sjálfsagt að gera náunga sínum greiða án þess að greiði eða borgun komi á móti. Og ef haft er orð á þessu er svarið jafnan: „Já, góði minn, þetta bara kostar allt, tíminn er peningar, og af hvomgu er sjaldnast nóg í dag.“ En þetta er tíðarandinn, og svo sem til lítils að vera að am- ast við honum og vissulega hefúr nútíðin fært okkur margt sem vert er að gleðjast yfir. En hollt er held ég hveijum og einum að leiða hugann að því á jólahátíðinni, í hverju lífs- gleðina er helst að finna, og íhuga hvort það gæti ekki verið í einhverju öðru en ofgnægð efnislegra hluta. Og að því rituðu óskar Heima er bezt lesendum sínum gleðilegra jóla, með þeirri von að þeir fái hæfilega mikið af því sem þeir vilja gjaman eiga mikið af. Guðjón Baldvinsson.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.