Heima er bezt - 01.12.2002, Blaðsíða 25
kynnst hjá íslenskum söngvurum, heldur einnig breskum
og ekki síst amerískum „kollegum“„.
Kristján leggur áherslu á að það sé ekki nóg að skarta
glæsitónum hér og þar, ef framburðurinn á málinu, sem
sungið er á, er alrangur.
Hér vill hann bæta við, til áréttingar á nauðsyn fram-
burðarhæfni
óperusöngvara, sem er þó teygjanlegt hugtak, því í
þýsku, sem dæmi, eru til margar mállýskur, jafnvel
svokölluð Wagnerþýska er til.
Tenórinn segir sögu í þessu sambandi:
„Einu sinni söng ég í Tannheuser í Muenchen og heims-
þekktur þýskuþjálfari átti að segja okkur til um framburð-
inn. Þegar ég rakst á eitthvað sem mér fannst alveg óskilj-
anlegt, spurði ég: Hvem anskotann þýðir þetta? Þá sagðist
hann ekki vita það, en þetta væri Wagnerþýska.
Hjá Verdi er þetta líka oft vandamál og það þvælist fyr-
ir Itölum.“
1 Tel Aviv uppfærslunni á Carmen, sem Kristján söng í
á síðast liðnum vetri, var fluttur allur textinn. Einnig sá
sem upphaflega er skrifaður rnilli söngatriða. Um 30
blaðsíður af honum þurfti tenórinn að læra utan að, til
viðbótar venjulegum söngtexta.
Til að vera betur í stakk búinn til að koma því sóma-
samlega frá sér sótti hann frönskutíma með Víkingi, 12
ára gömlum syni sínum.
Kristján segist einnig hafa rekist á þá staðreynd að
nreðal íslenskra
söngvara af yngri kynslóðinni, sem hann segist fylgjast
með og sé að spá í, eru allir með sömu verkefnin og það
syngja allir eins, það vanti tilbreytingu.
Tenórinn er himinlifandi glaður yfir því að það séu að
verða til nýir
söngskólar á Fróni og dæsir, þegar hann bætir við:
„Og það munu vera hvorki meira né minna en 4-5000
manns við tónlistarnám á landi okkar, en til þessa hafa
verið gerðar alltof litlar kröfur til nemendanna og það
bitnar á „standardinum“.“
Hann segir það vera staðreynd að á Islandi sé ógerning-
ur að fá námslán fyrr en nemandinn hafi lokið prófi frá
íslenskum söngskóla og bendir á að það taki langan tíma
að ljúka endanlega söngnámi heima.
„Þessu verður að breyta. Fólk verður að mega ráða því
sjálft hvar það vill læra, því þegar svo nemandinn loks
fær inntöku í skóla erlendis, sem vegna aldurs hans er
undir hælinn lagt, kemst hann að því hve staða hans er
vafasöm, vegna skorts á undirbúningi, svo hann má búast
við allt að fimm árum til viðbótar áður en hann kemst í
námsham.
I heimsóperuhúsunum eru kvenstjörnur á aldrinum
kringum 25 ára, þ.e. 10 árum á undan íslenskum stöllum
sínum. Sama gildir um „strákana“, þeir eru fyrst að fá
leyfi til þess að láta ljós sitt skína komnir vel á fertugs-
aldur.
Mig rekur minni til að þegar ég fór til söngnáms er-
lendis 25 ára, að ég var álitinn of gamall.“
Að þessu sinni lauk söngvarinn erindi sínu í Vín þann
30. október (2001) en þá stóð til að hann færi til Kairó og
tæki þátt í Aidu en skömmu áður barst honum bréf ífá
stjórnvöldum Egyptalands um að vegna hryðjuverka-
hættu yrði að aflýsa þeirri fyrirætlun.
í nóvember söng Kristján í Milwakee í Bandaríkjunum,
hlutverk Gústavs Svíakonungs í Grímudansleiknum eftir
Verdi á 10 sýningum, en fyrir réttum 15 árum söng hann
sama hlutverk á þessum stað.
Það eru reyndar 20 ár síðan Kristján söng í fyrsta sinn í
Þjóðleikhúsi
íslendinga, það var í La Boheme árið 1981. í Carmen
söng hann í fýrsta sinn í Tel Aviv árið 1984 og nú 15
árum síðar mun það endurtekið. Þetta allt gleður lista-
manninn sýnilega.
I mai á síðasta ári söng Kristján í Þjóðaróperunni í
Tokyo, í Carmen og Óþelló.
„Kannski má segja að ég sé nokkuð farinn að skipta um
gír.“
Spurningu minni uni hvort honum þyki rneira til þess
koma að syngja á einhverjum einum stað en öðrum, svar-
ar Krisján:
„Mér finnst yndislegt að syngja á Islandi og þá ekki
síst á Akureyri“.
Varla hefur nafn höfuðstaðar Norðurlands nokkurn
tíma verið borið fram með hlýlegri tón í röddinni og and-
lit heimssöngvarans ljómaði.
„Mér finnst afar notalegt til þess að vita að Islending-
um þykir vænt um mig, það birtist ekki bara á tónleikum
mínum, heldur líka í umtali. Á síðustu tónleika mína á
Akureyri kom vel á þriðja þúsund manns, og svo seljast
hljómdiskar mínir vel. Já, ég fæ fiðring í magann þegar
til stendur að ég fari til íslands til að syngja.“
Kristján getur ekki leynt því að hann langar mjög til að
syngja aftur í
óperu á Islandi, en það eru liðin 7 ár síðan það gerðist,
ef frá er talin
sönguppfærsla á Aidu í Laugardalshöll á s.l. ári, en það
þótti honum mjög skemmtilegt.
Kristjá er feikn ánægður með að íslenska ríkisstjórnin
skuli nú ætla sér
ítök í íslensku óperunni. Mál til komið. Honum finnst
að það hafi loks
runnið upp fyrir stjórnendum landsins, að hér sé eitt-
hvað á ferðinni, sem sé þess virði að hlúa að.
A þessu hef ég tuðað sl. 15 ár, þessi hugarfarsbreyting
ráðamanna er
hreinlega frábær.
Og viðmælandi min bætir við:
„Auðvitað er ekki hér með framtíð íslennsku óperunnar
tryggð, það verður ekki fyrr en hún hefur fengið viðunan-
legt húsnæði. Núveranndi húsnæði hentar engan veginn
til stærri óperuflutninga, en það eru það sem fólk sækist
eftir. En ekki einhverjum sýnishornauppfærslum, sem
mætti likja við að skoða Kjarvals málverk frá 45 gráðu
horni.“
Heimaerbezt 537