Heima er bezt - 01.12.2002, Blaðsíða 13
hefur verið lýst, voru unnar á vegum
mælingadeildar Vegagerðar ríkisins.
En árið 1956 var mælingadeildin
gerð að sérstakri stofnun, Landmæl-
ingum Islands, sem tók við samstarfi
íslendinga og dönsku landmælinga-
stofnunarinnar og hóf jafnframt eigin
kortagerð.
Kortagerð eftir loftmyndum
Árið 1937 var enn ómælt talsvert
af hálendi Islands. Þá um sumarið
kom danska varðskipið Hvidbjornen
til íslands með leiðangur til loftljós-
myndatöku á vegum Herforingja-
ráðsins. Á skipinu var Heinkel-sjó-
flugvél frá danska sjóhernum, búin
loftmyndavél. Illa viðraði til flugs
þetta sumar, svo myndatöku var
haldið áfram næsta sumar, í betra
veðri. Þar með voru fengnar loft-
Mælistólpi á Skólavörðuholti í
Reykjavík.
Ljósm.:
Þorsteinn G. Gunnarsson.
Loftmyndavél, Wild RC5a, eins og
Islendingar keyptu 1953.
Landmœlingar Islands.
lenskum stjórn-
völdum og bárust
að lokum mæl-
ingadeild Vega-
gerðarinnar, sem
studdist við þau við
endurskoðun ýmissa korta.
Fyrstu loftmyndavélar í eigu ís-
lendinga voru tvær ljósmyndavélar
sem breski herinn var hættur að nota
að kortin og gögn
um gerð þeirra
voru afhent ís-
myndir af meginhluta öræfa íslands,
sem ekki höfðu öll verið mæld með
öðrum hætti.
Við lok síðari heimsstyjjaldar tók
Kortadeild Bandaríkjahers loftljós-
myndir til kortagerðar af mestöllu ís-
landi. Eftir þessum myndum, og
kortum Herforingjaráðsins, vann
kortadeildin 300 kortblöð af íslandi í
mælikvarða 1:50.000. Þessi kort
komust aldrei í hendur almennings á
íslandi, voru enda hernaðarleyndar-
mál um nokkurt skeið. Þar kom þó
og keyptar voru - fyrir liðlega fimm
sterlingspund hvor - á útsölu í
London. Aðra myndavélina keypti
Reykjavíkurbær, en hina keypti
Ágúst Böðvarsson, starfsmaður mæl-
ingadeildar Vegagerðar ríkisins og
síðar forstöðumaður Landmælinga
íslands. Vélarnar komu til landsins í
júlí 1951 og komu að góðum notum
við töku loftmynda af Reykjavík.
Reynslan af þessum fremur frum-
stæðu tækjum varð til þess að ýmsar
stofnanir á Islandi lögðu saman í
púkk og keyptu vandaða, svissneska
loftmyndavél, (Wild RC5a) sem kom
til landsins í júlí 1953. Hún nýttist
við ýmis sérverkefni, svo sem við
landmælingar vegna áforma um stór-
virkjanir.
NATO fól árið 1953, eins og fýrr
segir, Kortadeild Bandaríkjahers að
kortleggja Island í mælikvarðanum
1:25.000. Síðar sættust menn, vegna
strjálbýlis landsins, á mælikvarðann
1:50.000. Sem grunn í kortagerðinni
notaði herinn loftmyndir, sem teknar
voru úr Hercules-flugvélum. Mynda-
töku var að mestu lokið 1961.
Loftmyndirnar voru svo nánar
greindar hjá Landmælingum Islands
og færðir inn fastir punktar, tákn og
heiti. Mörg ný og endurskoðuð kort,
sem Landmælingar Islands gefa út,
eru unnin út frá loftmyndum.
Kortin heim
Snemma árs 1971 undirrituðu for-
stöðumenn Geodætisk Institut og
Landmælinga íslands, Einar Ander-
sen og Ágúst Böðvarsson, samkomu-
lag, sem meðal annars fól í sér að
Danir seldu íslendingum við mjög
sanngjömu verði ljósrit af ýmsum
sérkortum og allar birgðir af Islands-
kortum sem Geodætisk Institut átti,
sem og allar mælibækur, teikningar
af kortum til prentunar og loft-
myndafilmur, sem tengdust íslands-
kortum, og þar með útgáfurétt af
þeim kortum sem eftir þeim yrðu
gerð. Skilyrði var þó að framlags
Geodætisk Institut yrði getið á nýj-
um kortum þar sem það ætti við, og
að Danir fengju rétt til að gefa út
kort af íslandi til nota innan Dan-
merkur, og hefðu þá aðgang að
gögnum frá Landmælingum Islands.
Mörg þessi gögn voru raunar kom-
in til íslands áður en samkomulagið
var undirritað. Síðustu frumgögnin
voru afhent íslendingum árið 1985
við formlega athöfn í Ráðherrabú-
staðnum við Tjörnina.
Heimildir
Helsta skráða heimildin að þessari grein er Land-
mœlingar og kortagerð Dana á Islandi. Upphaf Land-
mœlinga íslands. eftir Ágúst Böðvarsson. Landmæling-
ar íslands, Reykjavík 1996. Nær allar myndir með
greininni eru fengnar úr þessari bók, með leyfi útgef-
anda.
Heima er bezt 525