Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2002, Síða 10

Heima er bezt - 01.12.2002, Síða 10
um, til þess að kortleggja strendur landsins. Á fyrstu 18 árum 19. aldar mældu mælingamenn, liðsforingjar í danska hernum, strendur landsins og næstu sveitir. Þar með var lagður grunnur að fyrsta heildarkortinu af íslandi, sem sýndi rétta lögun lands- ins, og kallað hefur verið Vaxandi kort af Islandi (Voksende kort over Island). Þetta kort óx inn til landsins, eink- um fyrir tilstilli Björns Gunnlaugs- sonar, stærðfræðings og síðar kenn- ara við Lærða skólann í Reykjavík, er gerði á árunum 1831-1843 kort af Islandi, sem almenningur notaði næstu hundrað árin. Þótt „vaxandi kortið“ sýndi strend- ur landsins, var það ekki eiginlegt sjókort. Til þess vantaði meðal ann- Danska gCBsluskÍpíð Hvidbj0rnen. Sovœrnets Materielkommando, Kaupmannahöfn. tveggja var sem fyrr fengið með þrí- hymingamælingu. Nú hefur ný tækni gert hornamæla og málbönd óþörf við kortagerð. Tuttugu og fjögur gervitungl sveima um jörð eftir nákvæmlega skil- greindum brautum og senda í sífellu frá sér rafeindamerki til jarðar. Mað- ur, búinn viðtæki sem nemur þessa rafeindageisla, getur lesið af tækinu hnattstöðu sína - og hæð yfir eða undir sjávarmáli - svo ekki skakkar nema broti úr metra. Þessi tækni, kölluð á ensku Ground Positioning System, GPS, hjálpar villtum rjúpna- skyttum við að rata til byggða og bægir sjómönnum frá blindskerjum, en nýtist einnig við landmælingu. Danir hefja landmælingar á íslandi Fram á 19. öld sýndu kort af Is- landi bjagaða heildarmynd af land- inu, þótt afstaða einstakra fjarða, víka og útskerja væri þolanlega rétt. Á átjándu öld tregðuðust dönsk stjómvöld við að veita fé til mælinga við ísland. Þá kom einkaframtakið til sögunnar, þegar danska einokunar- verslunin gerði út skip til sjómælinga við Islandsstrendur. Á tveimur sumr- um, 1776 og 1777, mældi skipshöfn- in strandkort af Reykjanesi, Faxaflóa og Snæfellsnesi, með eyjum og skerjum. Þriðja sumarið, 1778, drukknaði skipstjórinn við skipshlið í Hafnarfirði ásamt fimm skipverjum áður en mælingar hófust, og þar með lauk sögu strandmælinga á vegum Is- landsverslunar. Þegar Sjókortasafn Danmerkur, sem annaðist sjókortagerð Dana, var stofnað árið 1784, var aðeins til eitt brúklegt heildarkort af Islandi, Knoffskortið, frá árinu 1734. Fyrsti forstjóri Sjókortasafnsins, Paul de Lowenorn, áttaði sig á nauð- syn sjómælinga við íslandsstrendur og fékk um aldamótin 1800 heimild, og fé úr dönskum og íslenskum sjóð- ars á það dýptartölur. Hins vegar var strandlínukortið forsenda fyrir gerð nothæfra sjókorta. Það var einkum tvennt, sem þrýsti á um gerð sjókorta af ströndum ís- lands. Mestu máli skipti að sjálf- sögðu það öryggisleysi sem sjómenn bjuggu við, þar sem ekki voru til nein viðunandi kort af siglingaleið- um og fiskimiðum. Þegar leið á 19. öldina skófu breskir gufutogarar botninn svo til upp undir fjöru, spilltu fengsælum miðum með rányrkju og eyðilögðu veiðarfæri sem Islendingar lögðu út. 522 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.