Heima er bezt - 01.12.2002, Qupperneq 11
'III, t
Á teiknistofu Landmœlinga Islands árið 1964. Forstöðumaðurinn, Ágúst
Böðvarsson, er annar frá hœgri. Lcmdmœlingar íslands.
Árið 1901 beittu Bretar Dani við-
skiptaþvingunum og neyddu þá til að
færa landhelgina við Island frá ijór-
um sjómílum inn að þremur. Án við-
unandi sjókorta veittist dönsku
strandgæslunni erfitt að sanna sök á
landhelgisbrjóta, nema þeir væru al-
veg uppi undir landsteinum.
Sjókort af íslandsströndum
Á árunum 1898 til 1908 kortlögðu
mælingamenn Sjókortasafnsins land-
grunnið umhverfis landið, og þessar
mælingar voru til skamms tíma
grunnur að flestum sjókortum ís-
lands. Skekkjur í strandmælingunum
frá upphafi 19. aldar, meðal annars á
Reykjanesskaga, urðu til þess að vill-
ur komu frarn í sjókortunum. Þegar
Reykjanesviti var reistur, árið 1878,
reyndist til dæmis ekki hægt að sam-
ræma legu hans kortinu eða nær-
liggjandi eyjum og skerjum. Við
þetta bætist að strandlínan, einkum á
söndunum í Skaftafellssýslum, færð-
ist til vegna landbrots og framburðar
jökla og straumvatna. (Mesta breyt-
ingin varð þó síðar, eða 1918, þegar
Katla gaus.) Því var ráðist í að mæla
að nýju strendur landsins, og þar
með landið allt.
ísland kemst á heimskortið
Mælingadeild danska hersins,
Geodætisk Institut, hérlendis yfirleitt
kennd við Herforingjaráðið, hóf um
aldamótin 1900 viðamiklar mælingar
á íslandi. Sumarið 1900 var danskt
gufuskip, Lára, sent með fjórar
skipsklukkur (,,krónómeterúr“), af
nákvæmustu gerð sem þá þekktist, til
Edinborgar, en þangað var styst frá
íslandi að stjörnurannsóknastöð, þar
sem tími var skilgreindur nákvæm-
lega miðað við heimstímann í
Greenwich. Með þessar klukkur var
siglt til Reykjavíkur og síðan aftur til
Edinborgar, þar sem gangur þeirra
var staðfestur með samanburði við
heimaklukkur. Þegar Lára kom til
Reykjavíkur með skipsklukkurnar,
hinn 5. júlí, var farið með þær upp á
Skólavörðuhæð. Þar höfðu Danir
komið fyrir mælistöð, skammt frá
gömlu Skólavörðunni, nálægt þeim
stað þar sem styttan af Leifi heppna
var síðar sett upp. Stjörnumælingun-
um stjórnaði danskur stjarnfræðing-
ur, N. P. Johansen premierlautinant.
Út frá mælingum á göngu ýmissa
stjarna ákvarðaði hann norðurbreidd
staðarins og auk þess staðartímann,
það er hvenær sól var í hádegisstað
yfir mælistöðinni hjá Skólavörðunni.
Með samanburði á staðartímanum og
tímanum í Edinborg, sem lesinn var
af sjóúrunum í Láru, var lengd mæli-
stöðvarinnar ákvörðuð 34° 30’ 32“
fyrir vestan Greenwich. Norður-
breidd mælipunktsins mældist 64°
08’ 31,9“, sem síðar var breytt í 64°
08’ 32,41“, sem þýðir hliðrun um
eina þrjá metra til norðurs. Þar með
var ísland komið inn á heimskortið.
Grunnlínumælingar
Þá um sumarið mældu Danirnir
grunnlínu í Reykjavík (sem notuð
var við þríhyrningamælingu af höfúð-
borgarsvæðinu hálfri öld síðar, og
greint er frá í síðasta hefti þessa rits).
Ánnar endi grunnlínunnar var settur
niður með mælipunkti í fjörunni í
Gróttu, en hinn endinn var á Rauðar-
árholti, rétt þar hjá sem nú er gamli
vatnsgeymirinn framan við Stýri-
mannaskólann.
Við mælingarnar voru notuð afar
nákvæm stálmálbönd af nýrri gerð,
24 metra löng, sem lesa mátti af með
0,1 millímetra nákvæmni. Með þeim
voru mældar þrjár þverlínur út frá
hinni eiginlegu grunnlínu. Austasta
línan (auðkennd I á mynd af grunn-
línunetinu) lá frá Skólavörðuholti
upp í Öskjuhlíð; næst var lína (II) frá
Landakotstúni suður á Mela; og vest-
asta línan (III) var frá Ráðagerðistúni
til Suðurness. Hver þessara lína var
um eða yfir kílómetra löng.
Þverlínurnar voru svo tengdar
saman með mældum þríhyrningum,
sem sýndir eru hér á mynd, og full-
mæld reyndist línan milli Gróttu og
Rauðarárholts 6.572,351 metri.
Grunnlínan gegndi tvíþættu hlut-
verki. Annars vegar átti að nota hana
til að leiðrétta strand- og sjókortið á
Reykjanesskaga, sem fyrr er vikið
að, en hins vegar varð hún að vera
nógu nákvæm til að nýtast við kort-
lagningu á verulegum hluta landsins.
Síðar um sumarið og haustið
mældu Danir grunnlínu á Akureyri,
sem notuð var við kortlagningu á
landinu norðan- og austanverðu. Sem
fyrr voru krónómeterúrin send til
Edinborgar til ákvörðunar á stjarn-
fræðilegri lengd. Grunnlínan (auð-
kennd Basis á 8. mynd) var lögð frá
Torfunefi að holti handan við Glerá.
Aðrar grunnlínur voru mældar í
byrjun 20. aldar í Gilsfirði og á
Hornafirði.
Heima er bezt 523