Heima er bezt - 01.12.2002, Blaðsíða 14
í norðlenskum afdal
Laugardagskvöld, skömmufyrir jól. Ég er
staddur vestur í Einarsnesi í Skerjafirði,
hjá Hallgrími Jónassyni, frœðimanni,
rithöfundi, ferðagarpi ogfyrrum kennara.
Við höfum rabbað um eitt og annað en
svo berst talið að jólunum.
„Já, jólahaldið er nú orðið œði mikið
breytt frá því sem það var í mínu
ungdœmi, “ segir Hallgrímur.
Og innan stundar hefur hann fallist á að
segja mér eitthvað frá
jólahátíðarhaldinu, eins og þaö tíðkaðist
til sveita á bernskuárum hans.
Fábreyttar gjaldeyrisvörur
- Eg er fæddur og uppalinn að Fremri-kotum í
Norðurárdal í Skagafirði. Fremri-kot eru, eins og margir
vita að sjálfsögðu, fremsti bærinn í Norðurárdal og
jafnframt sá bær sem næstur er Öxnadalsheiðinni að
vestanverðu. Næstu bæir neðan Fremri-kota voru Ytri-kot
og svo Borgargerði sunnan Norðurár, báðir komnir í eyði.
Næsti bær við Öxnadalsheiði norðanverða, var
Bakkasel, lengi gisti- og greiðasölustaður, einnig í eyði,
sem og Öxnadalurinn allur niður að Engimýri og Hálsi.
Þessir bæir eru nú útverðir byggðarinnar í þessum
norðlenska fjalladal, þar sem sumrin eru heit og veturnir
mikilúðlegir.
Vegna legu sinnar við fjölfarna og torsótta heiði var
gestanauð mikil á Fremri-kotum og því var það að sá
varningur, sem keyptur var á haustin, svo sem kaffi,
sykur, olía o.fl., var oftast mjög á þrotum þegar leið að
jólum. Því var það jafnan nauðsynlegt að ná sér í ný föng
til þess að geta gert sér dagamun um jólin.
En það var nú ekki bara til næsta bæjar að fara. Frá
Fremri-kotum til Sauðárkróks var talin 9 klukkustunda
reið og talsvert lengra til Akureyrar. En til þess að geta
aflað sér þess varnings sem nauðsynlegur þótti til
jólahaldsins, þurfti einhvern gjaldeyri og hann var nú
ekki fyrirferðarmikill á heimili eins og Fremri-kotum,
allra síst á fyrstu búskaparárum foreldra minna þar.
Og þá var það tóvinnan, sem helst kom til greina sem
verslunarvara, vettlingar og sokkaplögg og svo rjúpur. Og
hvað prjónlesið snerti þá var Akureyri miklu betri
verslunarstaður en Sauðárkrókur. Því olli útgerðin við
Eyjafjörð en þar voru miklu betri hafnir en við
Skagafjörðinn.
Við krakkamir, jafnvel smábusar eins og ég, vorum öll
látin leggja hönd að tóvinnunni. Ég var t.d. látinn prjóna
þumla á vettlinga. Eldri systkini mín prjónuðu bolina og
þetta var unnið úr ullinni sem haldið var eftir á sumrin
þegar hún var annars flutt í kaupstaðinn. Unnir voru t.d.
526 Heima er bezt