Heima er bezt - 01.12.2002, Qupperneq 19
búskapnum og bjó að til æviloka
1855. Aðrir kynsmenn síðan, ýmist
fóður- eða móðurættar allt til 1949.
Foreldrar Sölva voru hjónin Sölvi
Sveinsson og Helga Halldórsdóttir, en
þær Ólöf Halldórsdóttir húsfreyja á
Syðri-Löngumýri, amma Ólafar, voru
systur.
Ekki er ástæða til að rekja hér fá-
breyttan búskap Sölva og Solveigar
konu hans á Ytri-Löngumýri, og
sjálfsbjargaviðleitni þar og síðan á
hrakhólum víðar í hreppnum, en loks
á heimajörð hans, þar sem hann var í
húsmennsku með fáum af 11 börnum
sínum, vinnukonunni Soffiu Eyjólfs-
dóttur, Magnúsi syni hennar og Sol-
veigu dóttur hans og Soffiu. Riljað
skal upp, að Páll Kolka víkur sérstak-
lega að því í Föðurtúnum, að Sölvi
væri hagyrðingur góður, færi til
Kanada skömmu eftir að Vesturheims-
ferðirnar hófust og dæi þar 1903.
Sölva er ekki getið í Vestur-íslenzkum
æviskrám. Þessi velborni Austur-Hún-
vetningur var gleymdur fátæklingur
heimalands og vestan. Hann var einn
fjölmargra, sem hreppurinn greiddi
íyrir vesturförina til þess að létta sveit-
arþyngslin, en hér hlutu Svínavatns-
og Bólstaðarhlíðarhreppar að skipta
með sér kostnaðinum, er börn Sol-
veigar og Sölva áttu sveitfesti vestan
Blöndu og voru þar haldin af góðvild
og með greiðslu, unz þau urðu mat-
vinnungar. Heimilið splundraðist þó
ekki, íyrr en 1867 og hafði Soffia þá
verið vinnukona þeirra í 5 ár. A Rúts-
stöðum eru 7 bamanna enn með for-
eldrum sínum, vantar þar aðeins
Margreti Sigríði, sem var 4. dóttir
hjónanna. Soffia vinnukona fylgdi
húsbændum sínum við búferlin. Það
var veiklyndi Sölva og ógæfa fjöl-
skyldunnar, að hann gat ekki leyst
hnútana, sem þau Soffia höfðu bund-
izt, heldur reyndi að slá öllu á ffest,
sennilega í trausti þess, að hún hefði
glatað frjóseminni við barnsburðinn á
Stafni í Svartárdal 10 árum áður en
hér var komið.
Solveig Stefánsdóttir dó 3. marz
1870 og var útförin gerð á Svínavatni
á viku fresti. í fardögum árið eftir fara
Sölvi 42 ára og Soffia sambýliskona
hans 37 ára á hennar sveitfesti, með
Síra Stefán M. Jónsson var nývígður
til Bergsstaða, þegar Sölvi ogjjöl-
skyldafóru til Vesturheims. Síðar sat
hann á Auðkúlu í 35 ár.
þeim aðeins Solveig dóttir þeirra, 3
ára, og Jón sonur Sölva og Solveigar
konu hans. Hin börnin voru öll í fóstri
og ýmsurn vistum vestan Blöndu. í
aldursröð voru Sölvaböm þessi:
1. Sölvi (eldri) f. 21. febrúar 1854, dó
4ra daga, nafnlaust sóknarbarn
gáfaðs, margreynds Auðkúlu-
prests, sem ekki hefur lagt mikinn
trúnað við skemmri skím.
2. Helga f. 4. október 1855. Hún var
uppfóstruð á Guðlaugsstöðum og
Svínavatnskirkja, vígð 1882
(mynd Á.S. 1963)
Helga Sölvadóttir á Eiríksstöðum.
Heimild: Föðurtún.
var hið eina systkina sinna, er ekki
fór til Ameríku, að því er Páll
Kolka hermir. Varð Helga Sölva-
dóttir kona Ólafs Gíslasonar ffá
Eyvindarstöðum, hins hagorða á
Eiríksstöðum í Svartárdal. Gísli
sonur þeirra nafnkenndur, prýði-
lega skáldmæltur. Álitið er, að af-
komendur Helgu séu einu niðjar
Sölva hér á landi, þar á meðal tón-
listarmaðurinn Hörður Gunnar
Ólafsson á Sauðárkróki.
3. Gróa Sigurlaug f. 16. nóvember
1856. Hún var fósturbam á vegum
ffændfólksins á Syðri-Löngumýri,
en samt sveitarómagi, þegar hún
hélt tvítug vestur unt haf með föð-
ur sínum.
4. Ólöf f. 15. febrúar 1858. Hún fór
einnig vestur með Veróna ffá
Sauðárkróki til Halifax og síðan
landveg 2000 mílna langan til
Nýja íslands 1876, þá 18 ára.
Hafði hún verið fósturbam á Ytri-
Löngumýri og Mosfelli, en ffá á
Ljótshólum í Svínadal var hún
fermd 19. maí 1872. Skráir síra
Jón Þórðarson í kirkjubókina, að
hún kunni ffæðin dável og sé sið-
prúð. Ekki er líkamlegt vanhæfi
dvergsins nefnt, enda aðeins getið
um andlega hlið mannsbarnsins,
sem staðfest var. Sögð upp komin
Heima er bezt 531