Heima er bezt - 01.12.2002, Page 20
ekki hafa mælzt hærri en 122 cm.
Samt náði hún svo langt á amer-
ískri ævigöngu sinni, að enginn
vesturfari hlaut viðlíka frægð í
Bandaríkjunum. Vilhjálmur land-
könnuður var ekki vesturfari, en
fæddur við Ámes í Nýja Islandi.
Kemur hann nokkuð við sögu
Ólafar. Henni varð ekki aðeins
hindrun í dvergsins smæð, þegar
hún kom í fjölstrendismenninguna
vestanhafs, en bæði öftruðu skím-
amafn og foðumafnið henni.
Nefndist hún Oluv, síðan ávallt
Olof, en Sölvadóttir var óviðráðan-
legt. Hvort sem fátítt Kráks-nafn á
heimalandinu og suður á heiðun-
um varð fyrir valinu, er hún nefnd-
ist Olof Kraker, er hitt sennilegt,
að sagt hafi verið skammar nær, að
hún héti Kramer, enda dregið af
kramaraumingi, sem þó var fráleitt
rétt, af því að hún var alls ekki
rúmlæg, þvert á móti mikill ferða-
langur. Útfallið varð Olof Kraker,
en talið að hún héldi, alls óffóð um
tungutak Eskimóa á Grænlandi, að
Kraker gæti líkzt grænlenzku, sem
þó er ekki, segir málvísindamaður-
inn Sigurður Nordal 1945, þegar
hann skrifar um hana, hinn ólík-
indalega, ffæga sýslunga sinn í
Vesturheimi.
5. Margret Sigríður f. 3. júlí 1859.
Hefur líklega dáið í fyrstu bemsku,
a.m.k. er hana alls ekki að finna í
bókum Auðkúluprests.
6. Sigurður f. 5. september 1862.
Nafn hans er á vesturfaraskránni
1883.
8. Jón f. 18. ágúst 1863, var tökubam
á Sólheimum í Svínadal, en sendur
með foður sínum til Kanada tæpra
13 ára.
9. Ásgeir f. 31. janúar 1865. Hann er í
hópi vesturfaranna, 11 ára vinnu-
drengur í Stóradal og því matvinn-
ungur, en burt átti hann að fara.
10. Gróa Ingibjörg f. 25. janúar 1866 á
Rútsstöðum. Átti hún flest
bernskuárin á Syðri-Löngumýri.
ll.Stefán f. 8. desember 1867, dó 1
árs tökubam á Mosfelli í Svína-
vatnshreppi.
Af 11 bömum Sölva og konu hans
komust 7 upp og fóm til Vesturheims
Bœjardyrnar á Svínavatni (mynd A.S.
1963)
nema Helga. Þá voru einnig með í för
sonur Soffiu, Magnús Bjömsson
fæddur á Stafni 9. júlí 1856, er hún
var vinnukona þar, Solveig dóttir
þeirra Sölva, fædd á Rútsstöðum á
jóladag sjálfan 1866 og Amljótur son-
ur þeirra, fæddur á Brandsstöðum 23.
marz 1873. Einnig hann var lausa-
leiksbam Soffiu, en þau Sölvi fengu
ekki ábyrgðarmenn til lýsingar hjóna-
vígslu. Meinbugir voru, að fátækling-
ar á sveitarframfæri máttu ekki giftast.
Átti það að koma í veg fýrir barneignir
og aukinn þunga ómegðarinnar.
Svo var þrautaráðið fúndið, að borg-
að var undir þau til Halifax. Vesturfar-
ar em skráðir að samanlögðu 92 úr
Svínavatnshreppi og 150 úr Bólstaðar-
hlíðarhreppi, en þar átti Soffia sveit-
festi og Magnús sonur hennar, en hann
var sonur Bjöms Guðmundssonar
vinnumanns í Stafni, þar sem hún var
vinnukona í nokkur ár ffá krossmessu
á vor 1853. Vann hún þá fyrir sér og
ungum dreng, Guðmundi Eyjólfssyni,
sem líklega hefúr verið bróðir hennar.
Frá Stafni fór Soffia með drenginn
sinn og Guðmund í vinnumennsku að
Leifsstöðum, en eftir ársvist þar og
svo í Hvammi, ræðst hún til Sölva og
Solveigar vorið 1862. Þá er Soffia 31
árs og fylgdi Sölva upp frá því, þó að
ekki verði sagt, að með þeim yrði
svokölluð nánari samskipti, fyrr en
hún er barni Sölva aukin um votjafn-
dægrin 1866. Á því ári eignaðist fá-
tækur maðurinn 2 dætur, Gróu Ingi-
björgu 25. janúar, Solveigu 25. desem-
ber. Solveig Stefánsdóttir átti rúm 3 ár
ólifúð, þegar eiginmaður hennar og
vinnukonan létu dóttur sína heita í
höfuðið á henni. Efalítið hinn mesti
sjúklingur. 11 bameignir þurfa ekki að
leiða til slíks, nema hjá fátæklingum,
sem vom þorri fólksins. Því miður
skráði síra Jón Þórðarson á Auðkúlu
ekki dánarorsök í prestsþjónustubók-
ina. Er því óvíst að ætla, hvað dragi 38
ára konuna til dauða, en jafnvel hin al-
genga færzla, innantökur og sina-
kreppa er misvísandi um krabbamein
og þunga taugaþraut. Hitt ber miklum
sjúkleika Solveigar vottinn, að hún á
aðeins eitt barn, effir að Gróa Ingi-
björg og vinnukonudóttir manns henn-
ar litu jarðarskímuna. Ellefú bama
móðirin gat ekki meir. Heilsan var
þrotin og bömin mörg og ung lentu á
dreif um Svínavatnshrepp. Solveig
hafði ekki líkamskrafta og vilja né
Sölvi efni og aðstæður til að halda
heimilinu saman. Hann hafði komið
sér burt úr foreldragarði og ffændliðs
eiginkonu sinnar, úthýst með hana og
lagskonuna. Ekki gat dulizt heima-
fólki á Ytri-Löngumýri, hvemig hátt-
að var. Sölvi átti ekki afturkvæmt
þangað, en hann var húsmaður á garði
sinnar tjölskyldu á Syðri-Löngumýri,
áður lauk og Soffia með honum. Var
óhjákvæmilegt að skrifa hana undir
sömu þekju á manntalinu á gamlárs-
kvöld, með aðeins einni undantekn-
ingu, allt frá því er hún fór vestur yfir
Blöndu frá Hvammi í Svartárdal. - Til
að firra miklum vanda skráir sóknar-
presturinn ekki Solveigu á manntalið.
Hún er ekki til 1868 og 1869. Tvö síð-
ustu hérvistarárin
Flest er þetta falið nú. Ólöf Sölva-
dóttir varð huldukonan heimsfræga í
Bandaríkjum Norður-Ameríku. Ólík-
indasaga andlegrar kjördóttur hún-
vetnsku þjóðfræðaþulanna hljóðnar og
sekkur í djúpa, saltsvala ála Norður-
Atlantshafsins. Undir huliðshjálmi
bjóst hún gervi Eskimóa, bláeyg og
ffemur ljós yfirlitum. Þókti mikið í þá
vitneskju varið, sem ólíkindasaga
hennar upplýsti í meir en 2500 fyrir-
lestrarsölum Nýja heimsins. Hún hlaut
heiðurstitilinn ekta Eskimóakonan ffá
Norðaustur-Grænlandi. raííj
532 Heima er bezt